Skrílslætin í Danmörku halda áfram


   Og áfram halda skrílslætin  í Kaupmannahöfn og í Óðins-
véum í kvöld. Og  mikill  viðbúnaður er  sagður í öðrum
dönskum borgum  vegna ótta  við frekari skrílslæti. Eldar
eru sagðir loga víða  í norðvesturhluta Kaupmannahafnar
og víðar.

  Ljóst er að þarna er sami uppvöðsluskríllinn á ferðinni líkt
og í fyrra. Skríll sem tengist stjórnleysingjum og vinstrisinn-
uðum róttæklingum.  Alvarlegast  er  þó ef öfgasinnaðir
íslamistar  eru  farnir þarna að  blandast  í átökin , og
jafnvel að hvetja til þeirra, út af  einhverjum saklausum
Múhameðsteikningum, eins og margt bendir til. Það gæti
orðið mjög alvarleg og hættuleg öfgablanda, og því nauð-
synlegt að ná tökum á ástandinu strax.

  Því verður ekki trúað en að dönsk lögregluyfirvöld takist
að ná tökum á þessu óþolandi ástandi og komi á lögum
og reglu sem fyrst. - Svona skríl þarf að uppræta þegar
í stað.  Því svona geta hlutir alls ekki gengið lengur. 
mbl.is Eldar kveiktir í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Einmitt Friðrík. Því þarf að kveða þennan ófögnuð niður STRAX! Og ég held að það  sé að takast!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband