Bjarni Ben vill liðka fyrir ESB-aðild


  Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins í dag sem ESB-sinninn
Þorsteinn Pálsson skrifar hrósar hann Bjarna Benedikts-
syni formanni untanríkismálanefndar Alþings fyrir að vilja
liðka fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þorsteinn
skrifar. ,, Bjarni Benediktsson, kom Evrópuumræðunni í
slíkan farveg um liðna helgi bæði í Ríkisútvarpinu og
fréttaviðtali hér í þessu blaði. Frumkvæði hans markar
sannarlega þáttaskil"

  Og ennfremur skrifar  Þorsteinn og endurtekur viðhorf
Bjarna sem hann  viðhafði um  helgina  að ,,JAFNFRAMT
ÞURFI AÐ LJÚKA NAUÐSYNLEGUM BREYTINGUM Á STJÓRN-
ARSKRÁ SVO AÐ STJÓRNSKIPILEGAR HINDRANIR STANDI 
EKKI Í VEGI ÞESS  AР TAKA  MEGI  ÁKVARÐANIR, AF EÐA  
Á, UM FRAMTÍÐARSTÖÐU ÍSLANDS Í EVRÓPU OG ÞAR MEÐ
TALIÐ MYNTSAMSTARFINU EFTIR TVÖ TIL ÞRJÚ ÁR".

  Með  ö.o. Bjarni  Benediktsson er að taka  undir  óskir
utanríkisráðherra og annara ESB-sinna að breyta stjórn-
arskránni sem fyrst, og helst fyrir næstu kosningar, svo
að hún verði ekki hindrunin í að Ísland gerist aðili að ESB.
Hann er að tala þarna  fyrir því að MJÖG MIKILVÆGRI hind-
run verði rutt úr vegi fyrir ESB-aðild. Því sá þingmaður sem
í hjarta sínu er andvígur ESB-aðild hlýtur að sjá í gegnum
slík plön  og áform og STANDA FAST GEGN slíkri stjórnar-
skrárbreytingu. Annað væri fjarstæða.

  Það er alltaf gott þegar menn koma loks út úr skápnum
með skoðanir sínar og viðhorf.  Afstaða Bjarna Benedikts-
sonar til Evrópumála er nú loks skýr....   Hann vill breyta
stjórnarskránni svo Íslandi geti gengið í Evrópusambandið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rólegur nú Guðmundur. Bjarni Ben er enginn Evrópusambandssinni eins og sést ágætlega hér. Hann var einungis þarna að tala um þær forsendur sem fyrst þyrfti að vera til staðar áður en til Evrópusambandsaðild gæti komið. M.a. þyrfti að breyta stjórnarskránni til þess. Hann var hins vegar hvorki að kalla eftir því að það yrði gert né mæla með því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Telurðu virkilega Þorstein Pálsson vera góða heimild í Evrópumálunum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Hjörtur. Þorsteinn er ekki góð heimild í Evrópumálum. En ef þú
lest riststjórnargrein hans segir hann þar skýrt að Bjarni hafi opnað
á stjórnarskrábreytingu. Bara las það. Trúi þér Hjörtur betur ef
þetta er ekki sannleikanum samkvæmt, því ESB-sinnar virðast
einskyns svífast þessa daganna. Veit að þú ásamt öllum ESB-andstæðingum ert sammála því að GERA ALLT til að koma í veg fyrir
að slík stjórnarskrábreyting verði gerð. Því hún yrði gerð EINGÖNGU
til að hrinda aðildarferlinu af stað með það í huga að Ísland gangi í
ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.2.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband