Einhliða evru-upptekning RUGL!
26.2.2008 | 14:37
Enn og aftur er það endurtekið frá talsmönnum ESB að
einhliða evru-upptekning er ekki skynsamlegt og nánast
út í hött. Kom þetta nú síðast fram í dag á fundi Geirs H.
Haarde forsætisráðherra og forsætisráðherra Luxemborg-
ar.
Hversu oft þurfa talsmenn ESB að margtyggja sama fras-
an um evruna fyrir sumum hérlendis sem telja skynsamlegt
að taka upp evru án þess að ganga í ESB og myntbandalag
þess? Og í raun er fáránleikinn sá sami, hvort sem það er
evra eða einhver annar gjaldmiðill. Það er GJÖRSAMLEGA
út í hött að taka upp erlendan gjaldmiðil SEM VIÐ HÖFUM
ENGA AÐKOMU AÐ. Gjörsamlega út í hött, og þeir stjórn-
málamenn sem halda að það sé einhver glóra í slíku, eiga
að leita sér að annari vinnu.
Þeir sem ekki telja skynsamlegt að eins lítill gjaldmiðill
og krónan eigi EKKI að vera algjörlega FJLÓTANDI, eiga
frekar að vilja að hún tengist erl. myntkörfu eða öðrum
gjaldmiðli með ákveðnum frávikum. Hálfgert FASTGENGI.
Alltaf er hægt að bakka út úr slíku ef reynslan af því verður
neiðkvæð. Úr erlendri mynt verður hins vegar EKKI aftur
snúið þótt reynslan verði mjög neikvæð.
Að lokum er svo vert að minna á þá staðreynd að ef meiri-
háttar krísa eða kreppa skapast á alþjóðlegum peninga-
mörkuðum, hlýtur það að vera STYRKUR fyrir Ísland að ráða
yfir EIGIN GJALDMIÐLI. Sem í slíku ástandi væri nánast hægt
að handstýra eingöngu með þjóðarhagsmuni í huga meðan
slíkt ástand gengi yfir. Með erlendan gjaldmiðil yrðum við
hins vegar ofurseld allt öðrum lögmálum og hagsmunum en
okkar eigin.........
Svo einfalt er það !
Juncker: Einhliða upptaka evru ekki skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þessu viðhorfi Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.