Ingibjörg færir sig upp á skaftið
1.3.2008 | 00:15
Að mati Staksteina Mbl. í gær er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra heldur betur farin að færa sig upp á skaftið.
Nú þegar blákaldar staðreyndir standa frammi fyrir Ingibjörgu
að Ísland getur ekki tekið upp evru án þess að ganga í Evrópu-
sambandið, segir hún að íslenzk stjórnvöld ÆTTU AÐ KAPPKOSTA
að haga málum á þann hátt að Ísland uppfylli öll skilyrði þegar
til þess komi að stjórnvöld velji að stíga það skref að sækja
um aðild að ESB.
Staksteinar eru réttilega alls ekki sáttir við þessi ummæli
Ingibjargar og benda á að svona viðhorf standa ekki í stjórn-
arsáttmálanum. Og spyr. ,, Hvernig stendur á því að formaður
Samfylkingarinnar reynir nú að færa sig upp á skaftið og telur
að stjórnvöld eigi að gera eitthvað, sem EKKI HEFUR VERIÐ
SAMIÐ UM og reyndar augljóst, að enginn meirihluti er fyrir
á Alþingi?"
Að lokum spyrja Staksteinar hvort sé ,,til of mikils mælst að
formaður Samfylkingarinnar standi við gerða samninga?".
Augljóst er að nú þegar það liggur endanlega fyrir að Ísland
getur ekki tekið upp evru án þess að ganga í ESB mun Sam-
fylkingin og Ingibjörg Sólrún leggja aukinn þunga á að Ísland
sæki um aðild að ESB sem fyrst. Fyrir Alþingi liggur t.d frumvarp
frá Samfylkingunni um breytingu á stjórnarskránni, en eins og
stjórnarskráin er núna er aðild Íslands að ESB óhugsandi, svo
mikið er fullveldisafsalið og framselt vald til Brussel gerist Ís-
land aðili að ESB. - Samfylkingin mun því leggja allt kapp á að
stjórnarskrábreytingin nái fram að ganga á kjörtímabilinu svo
stjórnarskráin þvælist ekki fyrir ESB-aðild eftir næstu kosn-
ingar.
Því er mikiklvægt að þingheimur standi vaktina og komi í
veg fyrir frumvarp Samfylkingarinnar.
Albest væri hins vegar að koma Samfylkingunni út úr ríkis-
stjórninni og gera hana ALGJÖRLEGA óvirka í íslenzkum stjórn-
málum til LANGFRAMA . Íslandi og íslenzkri þjóð til heilla !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Geir Harde hefur líka sagt svipað. Það er að hér þurfum við að koma á stöðugleika í fjármálum og ná niður verðbólgu. Þetta þurfum við að gera óháð hugsanlegri inngöngu í ESB. Sé ekki hvað þetta er að trufla þig. Það væri gaman að vita hvort þú yrðir sáttari við Vg í ríkisstjórn. EN það er jú eini möguleikin sem við höfum. Ekki ert þú í alvöru að tala um Framsókn í stjórn aftur. Flokkur sem innan við 7% þjóðarinna styður. Og eins eru þar margir fylgjandi því að kanna hugsanlega inngöngu í ESB.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2008 kl. 01:14
Aðeins í viðbót. Held að þú ættir nú ekki að vitna of mikið í Staksteina. Það hafa aldrei þótt góð rök að vitna í einhvern sem er að missa glóruna í hatri á ákveðinni manneskju.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.3.2008 kl. 01:15
Sæll Guðmundur.
Því miður hefur Samfylkingin gert það að helsta áhugamáli sínu að henda sjálfstæði Íslands á glæ án vitundar eða skoðana á málum eins og málefnum fiskveiðistjórnunar hér á landi frá stofnunar þessa flokks.
Slík pólítík er ábyrgðarlítil.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.3.2008 kl. 03:04
Magnús. Mín óskaríkisstjórn er borgaraleg ríkisstjórn á ÞJÓÐLEGUM
grunni. T.d ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Frjálslyndra.
Pólitísk borgaraleg BLOKK í íslenzkum stjórnmálum til FRAMBÚÐAR.
Í landsstjórn sem sveitarstjórnum. BURT með alla vinstrimennsku!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.3.2008 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.