Viðbrögð Bjarna Harðarsonar skiljanleg


   Í DV í dag kemur fram að Bjarni Harðarson þingmaður
Framsóknarflokksins hafi sent þingmönnum og trúnaðar-
mönnum flokksins bréf, þar sem hann m.a gerir athuga-
semd við yfirlýsingu Valgerðar Sverrisdóttir vara-formanns
flokksins á Iðnþingi fyrir skömmu. Þar hvatti hún til aðildar 
að  Evrópusambandinu, upptöku evru, og sló hugmyndir
Bjarna og annara út af borðinu um að skoðaður yrði t.d
möguleiki á upptöku svissnesks franka.

   Í bréfinu tiltekur  Bjarni m.a  nokkur atriði í ræðu Valgerðar
sem hann lýsir sig algjörlega ósamála og telur Valgerði
vel geta hafa sleppt að minnast á án þess að ræðan missti
marks, enda væri ýmislegt í máli hennar fyrst og fremst til
þess fallið að auglýsa skoðanaágreining meðal framsóknar-
manna, segir í Dv. Þá minnir Bjarni réttilega á  ,,að á sama
tíma birtist könnun sem sýnir að fylgið við Evrópusambandið
er hvergi minna en í okkar flokki".

   Viðbrögð Bjarna Harðarsonar eru afar eðlileg og skiljanleg.
Yfirlýsing Valgerðar á Iðnþinginu í s.l viku er ekkert annað en
bein aðför að sitjandi formanni, viðhorfum hans í Evrópu-
málum, og raunar ÞVERT á flokkssamþykktir og stefnu flokk-
sins. Lofsöngur Björns Inga Hrafssonar um framtíðarsýn
Halldórs Ásgrímssonar um að Ísland yrði orðið aðildarríki
ESB 2012 og ummæli hans í Sílfri Egils um.s.l helgi bendir
sterklega til að atlagan að Guðna Ágússyni sé nú hafin, og
að öllu skuli nú tjaldað til að ESB-væða flokkinn fyrir fullt og
allt.

   Ljóst er að  deilur innan  flokksforystu  Framsóknarflokksins
í Evrópumálum hafa staðið  Framsóknarflokknum verulega fyrir
þrifum undanfarin ár, og átt stóran þátt í ósigri hans í síðustu
kosningum. ESB-daður Halldórs Ásgrímssonar stórskaðaði flokk-
inn, og flæmdi þúsundir þjóðhollra kjósenda frá flokknum.  Því
ekki má gleyma að hin klassiska framsóknarstefna hefur ætíð  
byggst á ÞJÓÐLEGUM VIÐHORFUM  allt  frá stofnun flokksins. 
ESB-kindli Halldórs virðist samt eiga að halda á lofti, og nú undir 
forystu  vara-formannsins. Allir sjá að slíkt gengur alls ekki lengur.
Niðurstaða VERÐUR því að fást í þetta stórpólitíska mál innan flokk-
sins, ef flokkurinn á að eiga nokkra möguleika á að ná sér á strik
aftur.  Því fyrr, þeim mun betra. Því gjörsamlega útilokað er að 
flokksforystan geti talað út og suður í svona pólititísku stórmáli 
öllu lengur...

   Valgerður og hinn fámenni ESB-hópur kringum hana  hafa nú
kallað á þetta uppgjör.

   Við því kalli hlýtur  að verða brugðist!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta sólóspil Valgerðar hefur ekki farið framhjá neinum og ekki undrunarefni að menn spyrji um slíkt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband