Aðförin að Guðna er komin á fulla ferð
20.3.2008 | 01:01
Það fer ekki milli mála að aðförin að Guðna Ágústssyni formanni
Framsóknarflokksins er komin á fullt skríð. Upphafið var á Iðnþingi
fyrir nokkru þegar Valgerður Sverrisdóttir vara-formaður flokksins
lýsti yfir að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taka upp evru.
Í kjölfarið kom svo Björn Ingi Hrafnsson fyrrum aðstoðarmaður Hall-
dórs Ásgrímssonar með mikinn lofsöng um fyrrv. formann, ekki síst
um spádómsgáfu hans þess efnis að Ísland yrði orðið aðili að ESB
fyrir árið 2012. Svo í gær ályktaði Samtök ungra framsóknarmanna
um að kosið verði sem fyrst um aðild að ESB. Heimasíða Evrópu-
samtakanna lofsyngdu SUF fyrir ályktuna, en vitað er um tengslin
milli formanns Evrópusamtakanna, formanns SUF svo og fyrrum
aðstoðamanns Halldórs. Og svo siðdegis kom af því er virðist meiri-
háttar pöntuð ályktun frá stjórn Alfreðs, félags ungra framsókna-
rmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður með sama ESB-söginn.
Sem kunnugt er skrifaði Guðni Ágústsson formaður Framsóknar-
flokksins tvær skilmerkilegar greinar um Evrópumál um helgina í
Mbl, þ.s skýr andstaða við aðild Íslands að ESB kom fram. Þar kom
einnig fram skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðar-
ins og sem kynnt var á því sama Iðnþingi þar sem Valgerður lýsti
yfir ESB-stuðningi. Þar kemur skýrt fram að Framsóknarflokkurinn
er sá flokkur í íslenzkum stjórnmálum þar sem MEST ANDSTAÐA
mælist geg aðild Íslands að ESB. Ljóst er að hinum fámenna ESB-
sinnaði hópi innan Framsóknar líkaði frumkvæði formannsins illa,
að skrifa svona grein. Viðbrögðin í gær sýna það. Hinn litli ESB-
sinnaði Halldórsarmur innan flokksins hefur því bersýnilega
ákveðið að láta nú kné fylgja kvíði, koma formanninum frá, svo
ESB-væðing flokksins geti gengið fram í anda Halldórs Ásgríms-
sonar. Enda lagðist þessi fámenni hópur hart gegn því að Guðni
Ágústsson yrði formaður, eins og alþjóð er kunnugt..
Spurning er hvort aðförðin að Guðna mistakist. Allt bendir til að
svo verði. Því Guðni hefur nær allt baklandið með sér kv. Gallup-
könnuninni í þessu stórpólitíska hitamáli. Enda hefur hin klassiska
framsóknarstefna byggst á ÞJÓÐLEGUM viðhorfum frá upphafi, í
anda Guðna.
Engu að síður er aðförin ógeðfeld svo ekki sé meira sagt, og alls
ekki flokknum til framdráttar. Spurning hvers vegna þessi fá-
menni en háværi hópur innan Framsóknar gangi ekki bara til liðs
við við hina einu sönnu ESB-sinnuðu Samfylkingu?
Hún tæki þeim opnum örmum!! Örugglega!
Eins og öll viðbrögðin úr þeirri átt í gær sýna...
Vilja aðildarviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Ég get ekki ímyndað að menn fái einhverju áorkað í hamagangi að Guðna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2008 kl. 01:43
Skil ekki hvernig lýðræðislegt uppgjör flokksfélaga í einstökum félögum getur talist aðför að Guðna. Mikilvægast er að vilji þjóðrinnar til aðildarviðræðna komi fram og það er ekki hlutverk pólitíkusa að koma í veg fyrir það. Meira að segja Björn Bjarnason hefur lýst því yfir að ákvarða þurfi ferlið og markmiðin. Guðni getur ekki bara talað um fegurð fossanna og verndun alls hins hreina og íslenska.
Gunnlaugur B Ólafsson, 20.3.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.