Er verið að ESB-væða íslenzka utanríkisstefnu ?


   Á Vísir.is greinir frá því að íslenzk stjórnvöld lýsa yfir þungum
áhyggjum af ástandinu í Tíbet og votta fjölskyldum fórnarlamba
þar samúð sína. Þetta komi fram í yfirlýsingu frá EVRÓPUSAMBAND-
INU en Ísland gerðist aðili að yfirlýsingu þess um Tíbet.

  Hvað er í gangi hér? Hvers vegna í ósköpunum geta ekki íslenzk
stjórnvöld tjáð sig um hið alvarlega ástand í Tíbet á ÍSLENZKUM
forsendum?  Sem frjáls og fullvalda þjóð og með SJÁLFSTÆÐA
UTANRÍKISSTEFNU?  Hvers vegna að tengjast yfirlýsingu ESB um
Tíbet? Hræðist utanríkisráðherra að koma hreint fram og mótmæla
framferði Kínverja í Tíbet  í nafni Íslands?

    Er verið að ESB-væða íslenzka utaníkisstefnu? 

    Er það gert með vitund og vilja Sjálfstæðisflokksins   ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband