Með slæðu í sól og blankalogni í Afganistan ?

 

   Utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nú loks
komin heim úr hinni merku för til Afganistans. Vonandi
hefur hún öðlast tilfinningu fyrir ástandinu þar, sem hún
sagði einn af aðal tilgangi ferðarinnar.

   Athygli vakti að í ferð hennar bar hún slæðu að hætti
múslímakvenna. Þetta  kom  á óvart. Bæði það  að  ráð-
herra er ekki þekkt fyrir að  bera  höfuðföt, og hitt að
hingað til hefur Ingibjörg Sólrún talið sig mikla kvenfrels-
iskonu og talsmann jafnréttis milli kynja.  En slæðan er 
ekki bara trúarlegt tákn í heimi múslíma, heldur oft  túlk-
uð sem viss undirgefni kvenna þar í heimi. 

   Sem hún er í raun!

    Hvaða skilaboð var því ráðherra að senda með slæðu-
upptöku sinni? 

   Og það innandýra í blankalogni með sól á glugga?
 
    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta var nú nokkuð skondið að sjá, það skal fúslega viðurkennt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ mér finnst þetta ekki sniðugt, og mér finnst líka skondið þegar feministar eru að réttlæta þessa slæðunotkun hennar með því að hún sé að fara að venjum og siðum landsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband