Verjum stjórnarskrána gegn ESB-sinnum !

 

   Ljóst er að  til  þess að Ísland  geti  gerst  aðili að
Evrópusambandinu þarf að  breyta  stjórnarskránni.
Svo mikið framsal á fullveldi Íslands felst í slíkri aðild.
Bent hefur verið á að þetta yrði helst að gerast í að-
ildarferlinu, og helst fyrr. Því þetta væri frumforsenda
aðildar.

   Fyrir Alþingi  liggur  frumvarp  um  breytingu á
stjórnarskránni í þessa veru. Því Samfylkingin er
tilbúin til að veita slíkt fullveldisafsal, og vill greiða
fyrir málinu, þannig að stjórnarskráin þvælist ekki
fyrir þegar sú stund rennur upp að þingmeirihluti
verður fyrir ESB-aðild. Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra hefur  einnig  bent  á  þetta og talið það
með í svokallaða vegvísi að ESB-aðiild sem yrði að
afgreiða, ef til aðildar kæmi. En Björn hefur aldrei
talað fyrir ESB-aðild.

   Breyting á stjórnarskrá þarf að samþykkja á
tveim þingum milli alþingiskosninga. Ef breytingin
næst ekki fram á þessu kjörtímabili, þá nær hún
ekki fram fyrr en á  NÆSTA kjörtímabili, og þá
þarf aftur að   fara fram þingkosningar. Sem þá
gætu allt eins dregist í 4 ár í viðbót. 

  Ljóst er að á Alþingi í dag er alls enginn meiri-
hluti fyrir ESB-aðild. Tillögur í þá átt að breyta
stjórnarskránni svo Ísland geti framselt stórs
hluta fullveldis síns  til Brussels  hljóta  því  að
verða kolfelldar. Því sá  þingmaður sem segist
mótfallinn ESB-aðild færi  væntanlega  ekki að
fara að ryðja úr vegi HELSTU hindruninni um að
Ísland geti gengið í ESB.  Eða hvað? 

  Því er mikilvægt að ALLIR þingmenn sem and-
snúnir eru aðild Ísland að ESB eða hafi efasamdir
um hana standi fast á móti ÖLLUM breytingum á
stjórnrarskránni varðandi ESB-aðild.

   Í raun yrði  kosningin  um  breytingu á stjórnar-
skránni til að gera ESB-aðild mögulega fyrsta kosn-
ingin um aðildina að Evrópusambandinu. 

  Það verður því náið fylgst með afstöðu þingmanna
komi tillaga Samfylkingarinnar til afgreiðslu á Alþingi.

  Menn verða að sjá gegnum lúmskulegu áform Sam-
fylkingarinnar.

  Hún virðist einskins svífast í þessu máli !

   Gelðilega Páska  ÍSLENDINGAR!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi á áhugaverða pælingar um Ísland og ESB hjá Guðmundi Magnússyni. Þetta eru áhugaverðar vangaveltur hjá honum og alls ekki neinn áróður með eða á móti. En er einmitt um það sem Guðmundur er að fjalla um hér að ofan.

Og gleðilega Páska Guðmundur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sömuleðis Magnús minn. Gleðilega páska!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Skoðanalaus stjórnmálaflokkur eins og Samfylking sem gat ekki myndað sér afstöðu um fiskveiðistjórnunarkerfið sem stjórnarandstöðuflokkur er auðvitað jafn skoðanalaus í ríkisstjórn og áróður þeirra hinna sömu um Evrópuaðild er hjákátlegur í því sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 02:23

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristinn. Meirihluti Framsóknar er á móti aðild eins og ALLIR SANNIR
Íslendingar.  Pældu í einu. 300 þúsund manna breiðgata Berlín.
Hvað hafur slíkur fjöldi mikil hrif innan 300 milljóna manna innan
ESB? Ísland hefði ENGIN áhrif. Auk þess myndum við glutra niður
fullveldinu, sjálfstæðinu og yfirráðum okkar yfir fiskimiðunum. Þannig
að aðild Íslands að ESB KEMUR ALDREI TIL GREINA!  ALDREI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.3.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband