Vilja kratar og ESB-sinnar stórfellt atvinnuleysi ?


   Í Staksteinum Mbl í dag er fjallað um evruna og atvinnuleysið.
Þar er vakið athygli á hvað evran er mjög sterk um þessar mund-
ir, sem er farið að valda  sumum ríkjum Evrópusambandsins veru-
legum erfiðleikum. Einkum Írlandi, Spáni og Ítalíu. Í Staksteinum
segir m.a:

  ,, Spánverjar og Írar horfast í augu við samdrátt í hagvexti og
Ítalir ná ekki viðunandi árangri. Að því er fram kemur í Financial
Times s.l fimmtudag virðist þessi staða ekki valda Seðlabanka
Evrópu áhyggjum. Bankastjórn þess banka lætur aðra hagsmuni
ráða ferðinni".

   Ennfremur segir:  ,, Þessi veruleiki virðist fara fram hjá þeim
sem mest tala um evruvæðingu Íslands um þessar mundir og
eru þá auðvitað að tala um aðild Íslands að ESB. - En sennilega
er skýringin sú að talsmenn Samtaka atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins hafa engar áhyggjur af því þótt aðild Íslands að ESB
og evruvæðing muni leiða til atvinnuleysis.

  Evruvæðing mundi að sjálfsögðu þýða að við Íslendingar hefðum
engin áhrif á peningastefnu og gegisstefnu ESB og evróska Seðla-
bankans. Í Brussel mundi enginn hafa áhyggjur af því þótt hvorki
sjávarútvegur né aðrar atvinnugreinar gætu búið við hina sterku
evru".

   Og í lokin segir: ,, Og þá mundi atvinnuleysi skella hér á eins
og verið hefur viðvarandi  á meginlandi Evrópu árum saman. En
ætli verkalýðshreyfingin hér  hafi engar áhyggjur af atvinnuleysi,
vegna evruvæðingar".

   Hvert orð satt hjá Staksteinum. Evruvæðing er síður en svo ein-
hver töfralausn við efnahagsvandanum í dag.  Miklu fremur yrði
myntsamstarf við Norðmenn mun hagstæðara eins og hér hefur
verið fjallað um.

  Athyglisverðast er þó það að Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Sam-
fylkingin skuli vera orðin helsti málsvari atvinnuleysis á Íslandi í dag.

  Því eitt er víst. Með aðild Íslands að ESB mun atvinnuleysi halda
innreið sína, og það til frambúðar, eins og gerst hefur á meginlandi
Evrópu.  

  Vill þjóðin það ?
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristinn. ESB-aðild er ekki bara ávísun á stundarkreppu. Heldur
kreppu til frambúðar. Bara eitt dæmi þegar útlendingar hafa
yfirtekið fiskimiðin og hirt allan virðisaukan af þeim!

Þið þessir ESB-sinnar ættu að reikna dæmið til enda!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristinn. Írland og Spánn nota evru. Engu að síður er þar kreppa,
fall á fasteignamörkuðum. Írland býr við mjög alvarlega bankakreppu og stór aukið atvinnuleysi. Hvaða mynt eiga þessi
lönd að taka upp?

Breska pundið er fjórði stærsti gjaldmiðill heims. Samt er þar bull-
andi verðbólga og hrun á fasteignamörkuðum þannig að forsætis-
ráðherra heldur neyðarfund með stjórnendum stærstu bresku
bankanna. Þurfa þeir ekki að taka upp nýjan gjaldmiðil?

Hrun er á fasteignarmarkaði í Bandaríkjunum og allsherjar banka-
og peningakreppa. Dollarinn sá stærsta mynt í heimi hefur
hriðfallið. Hver er töfralausn USA ? Önnur mynt?

Þannig svona rugl-tal hjá þér Kristinn að allt skáni við nýja mynt
og aðild að ESB er gjörsamlega út í hött.

Það sem við eigum að gera er að hefja myntsamstarf við Norð-
menn sbr skrif mín hér. Það er gjörsamlega vonlaust að hafa hér
minnstu mynt í heimi algjörlega FLJÓÐTANDI í ólgusjó alþjóðlegra
peningamála. Bindum hana því við norsku krónuna með skynsam-
legum frávikum í myntsamstarfi við Norðmenn. Slík lausn myndi
virka strax og vel, gengið yrði stöðugt, berðbólga stórminnkaði
og vextir sömuleiðis. Þyrftum ekki einu sinni að taka ofurlán í
útlöndum til aða srtyrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Norska krónan
er þaða sterk og hefur það sterka bakhjalla eins og norska olíu-
sjóðinn.

Þetta er hægt að gera STRAX. Hins vegar að taka upp evru og
fara í ESB er margra ára ferli sem dugar ekki í dag.

Við þurfum lausn Í DAG en ekki eftir fjölmörg ár!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þorvaldur Gylfason og fleiri spá því að enn sé gegni íslensku krónunar töluvert of hátt þannig að hún gæti enn átt eftir að falla. Það þýðir að það sé töluverð undirliggjandi verðbólga falin þar. Ef að krónan fellur frekar þá hækka stýrivextir og yfirdráttur fyrirtækja sem þýðir að mörg þeirra eiga eftir að fara á hausin með tilheyrandi atvinnuleysi. Þannig að ég held að krónan eigi ekki eftir að lifa lengi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Reyndu nú að skilja að krónan er ekki sökudólgurinn. Hún
er bara fín miðað við stærstu gjaldmiðla heims sem hafa sveiflast
mjög að undanförnu. Sökudólgurinn er gjaldþrota peningastefna s.l
7 ára. Fljótandi gengi með minnstu mynt heims er OFUR-RUGL Magnús. Eigum STRAX því að taka hana af gjaldeyrismarkaði og
hefja myntsamstarf við Norðmenn. Ætla ekki að margendurtaka
rökin fyrir því hér, en  þau eru svo BORÐLIGGJANDI. Bindum
krónuna við sterkan gjaldmiðil eins og þá norsku  með gengisvísitölu 130-135 í upphafi með kringu 5% frávikum og sjáum til hvernig það
virkar næstu 2-3 árin. Því núverandi peningastefna er gjaldþrota
og upptöku evru og ESB-aðild tekur of mörg ár.

Af hverju getur þú og aðrir ESB sinnar ekki samþykkt þetta
sem millileik?  Því ástandið í dag er skrípaleikur.

Síðan þarf að stokka upp Seðlabankann og setja bara einn
seðlabankastjóra í stað þriggja. Hvers konar andskotans RUGL
er í því að við höfum 3 seðlabankastjóra meðan Bandaríkjamenn
hafa bara einn !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Kreppan í Írlandi er vegna lækkandi húsnæðisverðs og áhrif þess á bankakerfið. Húsnæði er að lækka um 1% í mánuði hjá þeim, og þar sem byggingariðnaður var orðinn 12% af þjóðarframleiðslu þá leiðir kreppa í þeim bransa ekki af sér bara bankakrísu heldur einnig atvinuleysi. Economist var einmitt búinn að vera benda Írum á það í 2 ár að þeir væru að byggja alltof mörg hús.. og sú bóla sprakk. Lægri vextir myndu ekkert hjálpa þeim með þetta, miðað við að á Íslandi eru vextir búnir að vera í tveggjastafa tölum en samt rokseljast húsin.

.

Þetta er bara spurning um tíma - við erum á leiðinni í ESB, hratt og örugglega.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggvi. Eftir stendur, að ÞRÁTT FYRIR að Íralnd sé í ESB og
á evrusvæðinu er EKKI síður kreppa þar en annars staðar. Raunar
meiri en hér því atvinnuleysið hjá þeim er komið yfir 5%. Írsk
stjórnvöld kvarta nú sáran undan að geta HVERGI kvikað til evru-
genginu til að örva efnahagsástandið, s.s útflutning. Svo hafa þeir
EKKERT heldur um vaxtastígið að segja. Og núna þegar aðkreppir
að fjármálamörkuðum heims  hafa evrópskir frjármálasérfræðingar
vaxandi áhyggjur á misgengi innan evrusvæðisins, þ.s norður-
og suðursvæðið eru mjög mismunandi á vegi stödd.  Þannig eru
Spánverjar og Ítalir að lenda í vandræðum út af gengi evrunar
sem tekur EKKERT tillit til þess efnahagsástands sem er að
skapast í þessum löndum. Svartsýnustu fjármálafræðingar óttast
meir að segja upplausn evrusvæðisins ef kreppan heldur áfram
og verður langvarandi. Þannig við erum heppnir að hafa okkar
egin gjaldmiðil og getum styrt honum miðað við íslenzka
hagsmuni ef svo ber undir.  Nú eigum að að fara í myntsamstarf
við Norðmenn á OKKAR forsendum! Að fara í ESB-og taka upp
evru er að fara úr öskunni í eldinn. Svo einfalt er það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú ættir að taka orð staksteina varlega. Þessi setning er nærri eins og orðrétt úr umræðunni um EES á sínum tíma:

,, Og þá mundi atvinnuleysi skella hér á eins
og verið hefur viðvarandi  á meginlandi Evrópu árum saman. En
ætli verkalýðshreyfingin hér  hafi engar áhyggjur af atvinnuleysi,
vegna evruvæðingar".

Og eins þetta með atvinnuleysið þegar að krónan styrktist hér þá varð ég ekki var við atvinnuleysi. Þú verður að athuga að mikill meirihluti starfa hér á landi hafa ekkert með vörur og útflutning að gera. Því gilda sömu rök og í Portúgal og Írlandi ekki hjá okkur. Hjá okkur er fólk ýmist í þjónustu eða verslunarstörfum. Við fiskveiðar og vinnslu starfa ekki nema 10 til 15 þúsund manns. Við álvinnslu ekki nema svona 2þúsund. Við annan útflutnings iðnað eru ekki svakalega margir. Aðrir lifa á því að þjónustu hvern annan og selja vörur. Þannig að ég held að evran mundi bara hvetja og örva það svið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Styrking krónu á s.l árum var vegna m.a  stórframkvæda og því varð ekkert atvinnuleysi. Því er öfugt farið
á evrusvæðinu, og þess vegna er þar ríkjandi atvinnuleysi.

Svo er grundvöllurinn ætið  sá að útflutningur eflist og blómstri.
Hann gerir það ekki með of sterkri mynt. Því er mikilvægt  að hafa
eigin mynt sem afruglar ástandið öðru hvoru til að bjarga
útflutninginum og hamla taumlausum innflutninfgi.

Þetta gerist alls ekki með upptöku evru. Gengi hennar tekur
EKKERT tillit til efnahags einstakra evru-ríkja eins og berlega
er að koma í ljós á  Ítalíu, Spáni og Írlandi.

Við lendum í meiriháttar kreppu og krísu ef við tökum upp evru,
þ.á.m bullandi atvinnuleysi.  Eymd og volæði!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband