Samfylkingin vill auðlindirnar í eigu útlendinga !
15.4.2008 | 00:11
Því verður ekki á móti mælt að Samfylkingin er samkvæm
sjálfri sér þegar kemur að því að standa vörð um auðlindir
Íslands gagnvart útlendingum. Nýjasta dæmið er frumvarp
Össurar Skarðhéðinssonar iðnaðarráðherra til lagabreytinga
á auðlinda og orkusviði.
Í fréttum rúv í kvöld kom fram hjá Gústafi Aldolfi Skúlasyni,
aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, að þarna sé m.a verið
að einskorða framsal á auðlindum við aðra opinbera aðila.
Hann bendir á að skv. lögum um erlendar fjárfestingar í ís-
lenzku atvinnulífi þá er ekki hægt að útilika opinbera aðila í
öðru aðildarríki EES þannig að t.d sveitarfélagið Birmingham
má kaupa eins og aðrir íslenzkir opinberir aðilar í íslenzkum
auðlindum.
Þannig geta orkufyrirtæki og vatnsveitur komist í eigu út-
lendinga ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga.
Nákvæmlega sem myndi gerast með framseljanlegum kvóta
á Íslandsmiðum ef við göngum í ESB og sem Samfylkingin
berst fyrir.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu stefna
og áforn Samfylkingarinnar eru hættuleg þegar kemur að
Íslenzkum hagsmunum. - Jafnvel fullveldið og sjálfstæði
Íslands er þessum flokki ekki heilagt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur míkið á samviskunni að hafa
leitt slíkan flokk til jafn mikilla valda í íslenzkum stjórnmál-
um og raun ber vitni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Facebook
Athugasemdir
Bíddu þessi lög eru nú aðallega til að koma í veg fyrir að einkaaðilar geti eignast orkuauðlindirnar. Formaður Samorku sem er á móti því að einkaaðilar megi ekki eignast hluti í þeim orkulindum sem nú er þegar nýttar segir þetta.
Eins og stendur í fréttinni á ruv.is
Erlendar stofnanir eða sveitarfélög geta keypt auðlindir á Íslandi þótt frumvarp Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, verði að lögum, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku. Frumvarpið á meðal annars að koma í veg fyrir að orkufyrirtæki og vatnsveitur í opinberri eigu framselji vatns- og jarðhitaréttindi til einkaaðila.
Össur er að reyna að koma í veg fyrir brask með auðlyndir okkar en Samorka sem er samband orkufyrirtækja vilja hafa þetta frjálst.
Þeir vill að allir geti keypt sig þarna inn bæði opinberir aðilar og einkaaðilar sem og erlendir aðilar. Samanber:
"Samorka leggst gegn flestum helstu efnisatriðum frumvarpsins, um takmarkanir á eignarhaldi fyrirtækja og auðlinda. Það rýri eignir sveitarfélaga og geti haft verulegan kostnaðarauka í för með sér."
Af www.ruv.is
Þannig að í dag mega erlendir aðilar kaupa sig inn í þessar auðlindir. Eins hef ég engan áhuga á að einkaaðilar fái að braska með okkar auðlyndir.
Ef það þarf að laga frumvarpið þá verður það gert.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 00:21
Magnús. Reyndu ekki að verja þennan skandall Samfylkingarinnar
gegn íslenzkum hagsmunum. Þetta liggur GJÖRSAMLEGA LJÓST
FYRIR. Geri ENGAN mun á ÍSLENZKUM einkaaðila eða opinberu
ÍSLENZKU fyrirtæki. EN GERI MEIRIHÁTTAR MUN á íslenzkum
einkaaðila, íslenzkum opinberum aðila og ERLENDUM opinberum aðiila varðandi eign á okkar auðlindum.
Um það snýst frumvarpið !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 00:39
Frumvarpið bannar að opinber fyrirtæki geti selt einkaaðilum auðlyndir í jörðu. Samorka er að reyna að gera lítið úr frumvarpinu því að þeir telja að við það minnki eignir þeirra ef þeir geta ekki selt þær hverjum sem er eða fyrirtæki um nýtingu. Þeir segja nú af því að þeir geta ekki fundið önnur röka að eitthvað sveitarfélag í öðru landi geti skv. frumvarpinu keypt sig inn í þetta. Þetta er bara fyrirsláttur. Í dag geta hverjir sem er keypt sig þarna inn.
Össur boðaði þetta frumvarp þegar að Geysir Green keypti sig inn í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta var m.a. í framhaldi af þvi að þessi opinberu fyrirtæki eins og OR og Hitaveita Suðunesja sem og Landsvirkjun hafa sjaldnast þurft að greiða nokkuð fyrir aðgang að auðlyndum eins og háhita og vatnsvirkjunm. Össur flutti frumvarpið í kjölfar þess.
Samorka vill hafa þetta eins og það er í dag. Þeir geta selt þetta hverjum sem er bæði innlendum og erlendum og því geta þeir áætlað eignir sínar mun meiri en þær verða eftir að lögin verða sett.
Þeir vísa í einhverjar reglur hjá EES. Þessar reglur hafa verið þá í gildi hingað til og breytast ekki við þetta frumvarp.
Ef að EES samningar valda því að einhverjar smugur verða í lögum sem ég efa (Því þá væru væntanlega svona kaup á milli landa löngu byrjuð ) þá verður bara lokað á þau. Alveg eins og við höfum gert t.d. varðandi fiskveiðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 00:54
Kíkti á inngangin að frumvarpinu og sé að einn af höfundum þessa frumvarps er sérfræðingur í Evrópurétti þannig að ég held að það hafi verið hugað að þessu atriði. Í greinagerð með frumvapinu stendur:
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2008 kl. 01:10
Það er eins gott að fylgjast vel með þessu máli Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2008 kl. 02:23
Það sem mér finnst hafa komið betur í ljós er stefnuleysi Samfylkingarinnar, þau eru tækifærissinnar eins og þeir gerast verstir, og tala út og suður. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvernig þau kokgleypa sífellt fleiri af sínum kosningaloforðum og snúast eins og skopparakringlur. Maður veit aldrei hvað maður hefur þetta fólk. Það má þó segja um Sjálfstæðisflokkinn að stefna hans er skýr, peningahyggja, hygla vinum sínum og halda völdum. Það fer ekkert á milli mála. Ég vil vita hvað óvinurinn er að hugsa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:54
ef við höfum ekkert lært af einkavæðingu bankanna þá erum við fífl !!! Treystum ekki þeim sem stjórnast af græðgi og svo spilltum stjórnmálamönnum sem svífast einskis að ræna vora þjóð.
Skundi Mundi Ámundarson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.