Er fjáraustur utanríkisráðhera engin takmörk sett ?
17.4.2008 | 00:20
Í hvers konar eyðlsuheimi er utanríkisráðherra eiginlega ? Nú á
að ráða tvo fyrrum hæstaréttardómara til að yfirfara margra ára
gömul gögn um árás hryðjuverkamanna í Kabúl á íslenzka friðar-
gæsluliða. Þeir sluppu, en því miður létu tveir lífið í árásini. Þótt
sprengjuárásin var ALFARIÐ hryðjuverkamönnum að kenna, ætlar
utanríkisráðherra samt, mörgum árum seinna, að láta fara yfir
málið. Með ærnum tilkostnaði fyrir okkur skattborgara. Til hvers ?
Þetta kom fram á Alþingi í gær þegar utanríkisráðherra var að
svara fyrirspurn frá þingmanni Vinstri-grænna sem vildi vita hvort
ríkið væri skaðabótaskylt. Svo fátvitlega sem spurt var. Utanríkis-
ráðherra taldi svo ekki vera eðlilega vegna þess að enginn af
íslenzku friðargæslumönnum hleypti að skotum eða sakaði aðra.
- Samt á að fara yfir málið með því að ráða tvo fyrrum hæðsta-
réttardómara til þess. Til að þóknast Vinstri grænum, eða hvað ?
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra hefur að undanförnu verið
harðlega gagnrýnd fyrir óhóflega eyðslu í allskyns hégóma, prjál
og tilgangslaus verkefni á sviðum utanríkisráðuneytisins.
Dæmið um þetta Kabúl-mál er lifandi dæmi um slíkt algjört
RUGL!
Fyrrum hæstaréttardómarar yfirfara gögn um árásina í Kabúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála, bókstaflega stórfurðuleg aðferðafræði sem maður veit hreinlega ekki hvaðan fær stað.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2008 kl. 02:07
Er þetta ekki fólkið sem er að leggja að almenningi að herða sultarólina. Þá á greinilega ekki að herða neitt að þeim, því þau víkka sín göt um það sem við hin þurfum að þrengja að, svei því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:35
Sósíaldemókratisminn í hnotskurn !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.