Evrópuumræðan á villigötum
18.4.2008 | 00:18
Það er alrangt hjá Ólafi Ísakssyni, lektor við Háskólann í Reykjavík,
á ráðstefnu um fjármál heimilanna í gær, að nauðsynlegt sé að taka
upp evru hér á landi, í ljósi þess að 7 ára tilraun stjórnvalda með
flotgengi hafi mistekist. Mun skynsamlegra er t.d. að hefja myntsam-
starf t.d við Norðmenn eins og Þórólfur Matthíasson próffessor
við H.Í hefur bent á sem möguleika. Bæði það að það ferli þarf ekki
að taka nema brot af því tímaferli sem tæki að taka upp evru, auk
þess sem alltaf er að hægt að hnika til í slíku samstarfi ef nauðsyn
krefur, sem alls ekki er hægt með erlendan gjaldmiðil. - Þá eru gallar
sameiginlegs gjaldmiðils á evrusvæðinu alltaf að verða ljósari nú
þegar aðkreppir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Það er sömuleiðis alrangt sem kom fram hjá varaforseta Evrópu-
þingsins, Diönu Wallis, á fundi í Odda í H.Í í gær, að ef Íslendingar
sæktu um aðild að ESB í dag yrði þeir komnir þangað inn fyrir jól.
Það vekur furðu að jafn háttsettur fulltrúi Evrópuþingsins skuli
bera slíkt á borð. - Því allir vita að aðild að ESB tekur margra ára
ferli, og upptaka á evru enn lengra ferli.
Af umræðunni í gær má hiklaust draga þá ályktun að Evrópuumræð-
an er hjá fjölmörgum á algjörum villigötum. Bæði innlendum og ekki
síst erlendum aðilum sem einhverja þekkingu ættu að hafa á þess-
um málum.
Ókostir aðildar Íslands að ESB og upptaka evru eru alltaf að verða
ljosari.
Höfum með hvorugt að gera !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þórólfur Matthísasson sagði reyndar í greininni:
"Þar segir að Þórólfur telji að það geti verið sterkur millileikur að taka upp gagnkvæma bindingu norsku og íslensku krónunnar í sex til tíu ár, eða þar til evruvæðing hafi átt sér stað"
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2008 kl. 00:35
Gott og vel Magnús. Af hverju ekki að prófa það þá ? Því það tekur
mörg ár að taka upp evru.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.