Evrópusamtökin þegja þunnu hljóði um framsals kvótans


  Tveir stjórnarmenn Evrópusamtakanna þeir Andrés Pétursson og
Björn Friðfinnsson skrifa hugleiðingar um Evrópumál í 24stundir í
dag. Tvennt vakti athygli. Annars vegar viðurkenning þeirra  á því
hversu fullveldisyfirfærslan er mikil við inngöngu í ESB,  þannig að
breyta þurfi stjórnarskránni sem fyrst.  Hins vegar hin dauðaþögn
þeirra félaga um hvernig þeir ætli að búa svo um hnútanna að hinn
framseljanlegi kvóti á Íslandsmiðum komist ekki með tíð og tíma í
hendur útlendinga, og þar með virðisaukinn af einni helstu auðlind
íslenzkrar þjóðar.

  Meðan forkólfar Evrópusamtakanna þegja þunnu hjóði um svona
mikilvægan þátt varðandi inngöngu Íslands í ESB verður málflutningur
þeirra afar ótrúverðugur,  svo ekki sé meira sagt!

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftirfarandi er tekið af evropa.blog.is þar sem m.a. Andrés skrifar:

Mýtan um erlendu togarana við Íslandsstrendur

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, af og til skýtur upp þeirri mýtu að miðin við Íslandsstrendur myndu fyllast af erlendum veiðiskipum ef við gengjum í Evrópusambandið. Þrátt fyrir að margbúið sé að sýna fram á að þetta eigi ekki við rök að styðjast dúkkar þessi dómsdagsspá upp við og við. Nú nýlega hefur þessu til dæmis tvisvar verið haldið fram í greinum í Viðskiptablaðinu. Af því tilefni hafa bæði Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Percy Westerlund, sendiherra ESB hér á landi, skrifað greinar til að hrekja þessa bábilju.

Percy Westerlund skrifar í Viðskiptablaðið í dag og þar segir hann meðal annars:

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ein af grunnstoðum sjávarútvegsstefnu ESB og ekkert bendir til þess að henni verði haggað í fyrirsjáanlegri framtíð. Fræðilega séð er hægt að breyta reglunni með auknum meirihluta í ráðherraráði ESB. Hins vegar nýtur reglan víðtæks pólitísks stuðnings í ráðherraráðinu og aldrei hefur komið til alvarlegra álita að hrófla við henni þegar breytingar hafa verið gerðar á sjávarútvegsstefnunni (sem er endurskoðuð á tíu ára fresti). Að auki má benda á að Evrópudómstóllinn hefur oftar en einu sinni staðfest lögmæti reglunnar. Mikilvægast í þessu samhengi er þó að engar meiriháttar breytingar yrðu gerðar á sjávarútvegsstefnu ESB nema með samþykki þeirra aðildarríkja sem mestra þjóðarhagsmuna eiga að gæta.

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu þriðjudaginn 4. mars 2008

Þannig að það er ekki hægt að segja að þeir þegi þunnu hljóð.

Og svo minni ég að innganga í ESB er ekki þannig að við sækjum um og göngum bara inn. Þetta eru samningaviðræður. Minni á að þegar EES samningurinn var gerður þá sótti ESB eftir aðgangi að fiskimiðum okkar í miklun mæli. Þá hótuðum við að slíta viðræðum og gerðum það um tíma.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Jú, þagað þunnu hljóð hvernig útlendingar getab Í REYND komist bakdyramegin inn í fiskveiðilögsöguna með því að komast
yfir framseljanlegar aflaheimildir á Íslandsmiðum.

Það er KJARNI málsins!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.4.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband