Viðskiptaþróunarsjóður. Enn eitt bruðlið !


   Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er ekki af
baki dottin í yfirgengilegu bruðli sínu í utanríkisráðuneytinu.
Nú hefur utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að stofna
svokallaðan Viðskiptaþróunarsjóð. Þar gefst fyrirtækjum sem
hyggja á útrás í þróunarríkjum kostur á að SÆKJA UM STYRK
til hagkvæmisúttekta, forkannana,  tilraunaverkefna, starfs-
þjálfunar og margt fleira. Skv. heimasíðu ráðuneytisins er
markmið sjóðsins að  styðja við sjálfbæra efnhagsþróun með
því að hvetja til fjárfestinga og viðskiptasamstarfs á milli  ís-
lenzkra fyrirtækja í þróunarríkjum. Hámarks stryrkur til ein-
stakra verkefna er 6 milljónir. Hvergi kemur fram um eftir-
fylgni ráðuneytisins með syrkunum. Því allt svona opinbert
ómarkvíst styrkjarugl er dæmigert til  að fara í sjálft sig. .
ENGUM TIL GAGNS !

  Þetta er enn eitt dæmið af fjölmörgum hversu utanríkisráðu-
neytið er að verða mikill fjárhagslegur baggi á þjóðinni.

  Ekki síst á því  samdráttarskeði sem við blasir á næstunni....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef þú kýkir á vef ráðuneytis eru þar reglur varðandi umsóknir og styrki  úr þessu sjóð þar kemur m.a. fram

4.3.        Framkvæmd, eftirlit og skýrslugjöfSamþykktar styrkumsóknir taka gildi við undirskrift samnings milli utanríkisráðuneytisins og viðkomandi fyrirtækis. Samningurinn tekur m.a. til fyrirkomulags útborgana styrkja, skýrsluskila, úttekta og aðgengis að upplýsingum. Skila þarf skýrslu til utanríkisráðuneytisins eigi síðar en einum mánuði eftir lok þess verks sem styrkurinn nær til.  

Miðað er við að helmingur styrkupphæðar sé greiddur út við upphaf verkefnis og síðari helmingur þegar skýrsla til utanríkisráðuneytisins liggur fyrir. Utanríkisráðuneytið áskilur sér rétt til að gera ítarlegri ákvæði um greiðslur styrkja sem eru hærri en ein milljón króna.

Sjá nánar hér http://www.utanrikisraduneyti.is/utanrikismal/throunarsamvinna/ 

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.4.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Las þetta allt í botn Magnús og breytir engu um þetta, þú fyrirgefur
orðalagið, andskotans RUGL !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hámarkið er 6 milljónir sbr. reglugerðin.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvar stendur það í stjórnarskrá Íslands að það sé hlutverk ríkisins að útdeila fjármunum skattgreiðenda til hagkvæmnisathugana fyrir einkafyrirtæki? Hvergi, ef ég man texta stjórnarskrár rétt.

Miklu nær væri fyrir ríkisvaldið að afnema alla skatta á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur, leyfa þeim sem hagnaðarins afla að halda honum að fullu og sjá hvort það hvetji ekki til að hagkvæmnisathugana einkaaðila á eigin reikning í von um stórkostlegan óskattlagðan gróða seinna.

Herra og frú verkamaður eiga ekki að sjúgast inn í þetta ferli í formi skattpíndrar styrkjaveitingar til áhættufjárfestinga.

Geir Ágústsson, 19.4.2008 kl. 01:59

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt, væntanlega mjög fróðlegt að sjá útgjaldaliðinn í formi rekstrar á fjárlögum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband