Stórgott Reykjavíkurbréf !


    Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins   í dag er  með  því  albesta
sem skrifað hefur verið. Því er ástæða  til  að  hvetja sem flesta
að lesa  það  og kynna sér innihald  þess. Meiriháttar framlag
til Evrópuumræðunnar, og ekki síst varðandi evruna og hvernig
hún er að fara með fjölda ríkja á evrusvæðinu. Eða eins og segir
í bréfinu ,,Þeir Íslendingar, sem á undanförnum vikum og mánuð-
um hafa boðað upptöku evrunnar sem einhvers konar allsher-
jar björgun frammi fyrir þeim sérstaka vanda, sem við eða öllu
heldur bankarnir standa frammi fyrir, virðast ekki hafa gert sér
grein fyrir þeim umræðum, sem nú standa yfir innan Evrópusam-
bandsins um þessa hlið málanna, vilja ekki vita af þeim eða það
sem verra er, vilja ekki að þjóðin viti af þeim".

  Nú er sem sagt komið á daginn eins og margir fjármálasérfræð-
ingar vöruðu við þegar evran sá dagsins ljós, að vegna gjörólikra
efnahagsþátta innan ríkja ESB, gæti ein mynt eins og evran með
eina gengisskráningu fyrir allt svæðið aldrei gengið upp. Nú er
þetta að gerast, ekki síst eins og nú þegar aðkreppir í efnahags-
málum heimsins. Mörg ríkja ESB á evrusvæðinu kveinka sér nú
sáran undan því að geta Í ENGU ráðið vaxta- eða gengisskráningu
við stjórn sinna efnhagsmála. Fyrir vikið verður efnahagsvandi
þeirra mun meiri og skaðvænlegri en hefðu þau yfir þessum
grunntækjum að ráða við stjórn efnahagsmála. Vegna þess að
aðstæðurnar eru svo GJÖRÓLIKAR innan hvers ESB-ríkis og sem
Evrópski Seðlabankinn eðli málsins samkvæmt ræður ekker við.
Hagsmunir hinna stóru, eins og Þýzkalands ráða alfarið för eins
og fram kemur í Reykjavíkurbréfinu.

   Sem betur fer er Ísland ekki á evrusvæðinu, enda gjörsamlega
út í hött að taka upp erlenda mynt sem við höfum ENGIN áhrif  á
og ekki vaxtastig heldur.  Mun vænlegri kostur er því fyrir Ísland
að taka upp nýja peningastefnu í myntsamstarfi við t.d Norðmenn
eins og hér  hefur oft verið  fjallað um, og m.a vitnað til ummæla
Þórólfar Matthíassonar prófessors við H.Í í þeim efnum.

  Hafi höfundi Reykjavíkurbréfsins þökk fyrir skrifin og vonandi að
nýtt ljós renni upp hjá sumum  evrusinnum eftir lestur þess....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já, en sérhver hugsar um sig og sína hagsmuni, bara eðlilegt mannlegt eðli. Þess vegna mun evru-samstarfið ALDREI ganga upp !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef svo er þá ganga þessar þjóðir bara úr myntbandalaginu. Og ef eins þá segja þær sig bara úr ESB. Tek nú ekki mikið mark á Styrmi í þessum málum. Hann hefur ekki hingað til verið sérfræðingur í ESB málum. Heldur hefur mál hans litast af íhaldsemi og hræðslu við að þá muni hann og vinir hans missa pólitísk ítök t.d. í Seðlabankanum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2008 kl. 01:25

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Eftir að gengið er í ESB og tekin upp evra veður EKKI
aftur snúið, nema hvort tvegga leysist upp, sem alveg er möguleiki
ef fram heldur sem horfir. ÖLL miðstyrð ríkjasambönd hafa hingað
til sprungið í loft upp. Hvers vegna ekki ESB-miðstyringin mikla?

Styrmir er hér einungis að lýsa RAUNVERULEGU ÁSTANDI og því sem
er að gerast í ESB og evrusvæðinu. Þess vegna er hann að hvetja
ykkur ESB-sinna að fara út og kynna ykkur áastandið af egin raun.

Að ljúga svona að þjóðinni eins og þið gerir GENGUR EKKI LENGUR!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband