Í hvaða umboði talar Valgerður um undirbúning að ESB-umsókn ?


    Fram kemur á Visir.is að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður
Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin eigi að hefja undirbún-
ing að ESB-umsókn. Segir hún ríkisstjórnina ekkert að vanbúnaði
í þeim efnum og að svigrúm sé til þess innan stjórnarsáttmálans.

  Í hvaða heimi er frú Valgerður Sverrisdóttir? Í fyrsta lagi er skýrt
tekið fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um aðild  að
ESB á kjörtímabilinu. Undirbúningur að slíkri  umsókn á kjörtíma-
bilinu yrði því í hrópandi mótsögn við stjórnarsáttmálan, enda
hefur stærsti stjórnarflokkurinn ekki aðild að ESB á stefnuskrá
sinni.

  Miklu fremur er vert að spyrja í hvers umboði lýsir vara-formaður
Framsóknarflokksins því yfir að hefja skuli undirbúning að umsókn
að ESB? Hefur hún slíkt umboð frá  sínum  eigin  flokki?  Hefur slík
umræða farið fram þar og verið samþykkt?  Klárlega alls ekki! Þvert
á móti  hefur  Framsóknarflokkurinn aldrei ályktað  í  þá  veru sem
Valgerður er nú að lýsa.  - Því hljóta fjölmargar spurningar að vakna
um tilganginn með slíkri fráleitri yfirlýsingu,  því hér er um sjálfan vara-
formann Framsóknarflokksins að ræða.

  Hið óskiljanlega frumhlaup Valgerðar Sverrisdóttir verður ekki til
þess fallið að bæta stöðu flokksins í dag. -

  Svo míkið er víst !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Valgerður hefur fullt umboð til þessa - enda stór hluti ramsóknarfólks sammála henni. Það er ekki hægt að gera ekki neitt þegar aðstæður breytast - það þarf að bregðast við. Það ætti Guðni líka að gera á annan hátt en hann gerir, sbr. Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 14:33

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Hallur ! O; jú, jú, sá helvítis Ný-nazista glampann, í augum þér, hjá Agli, fyrir stundu, ágæti drengur .

Það er; sem Guðmundur Jónas, og aðrir mætir þjóðernissinnar segja, ekkert skyldar okkur, til þess, að leggjast hundflöt, undir Fjórða ríkið, suður á Brussel völlum !

Hallur ! Gættu að; það eru liðónýtir stjórnmálamenn, íslenzkir, meðfram ''útrásar'' hyski því, hvert vaðið hefir uppi, hér á Fróni, sem bera höfuðábyrgð á, hversu komið er málum. Gleymdu svo ekki, Hallur minn, tilurð Gamla sáttmála, hvar Hákon IV. hinn gamli, sem og Magnús V. ''Lagabætir'', sonur hans, hétu Íslendingum miklum ávinningi. Hafði ei verið lengi gildandi, sá samningur, þá skipakomur tóku að gerast stopulli, hingað út til Íslands.

Hallur minn ! Við vitum; nokkurnveginn, hvað við höfum, þótt víða þurfi að hreinsa út mygluna - vitum síður, hvað við fengjum, nema ótvírætt;; yfirgang Stór- þýzka veldisins, hér inni á gafli. Landvættir Íslands forði okkur, frá þeim andskota, eigum svo margra annarra valkosta, víðs vegar um heim, með skikkanlegum þjóðum, allvíða. 

Að ógleymdri nauðsyn þess, að stórefla tengsl okkar, við Grænland og Færeyjar !!! Fara vonandi senn, að losna undan Dönum, Hallur minn !!!   

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hallur. Í svona há stórpólitisku máli er lámarkskrafa að forystumaður flokks eins og Valgerður tali í einhverjum takti við
núverandi opinbera stefnu flokksins í þessu máli. Það gerir Valgerður ALLS EKKI og raunar talar ÞVERT gegn henni. Það er MJÖG alvarlegur hlutur. Þarna er Valgerður á fullu að kljúfa flokkinn
í herðar niður og er í uppreisnarleiðangri gegn formanni flokksins.

Segi það enn og aftur Hallur, að nú verður að fara fram lokauppgjör
í flokknum í þessu stórmáli. Flokkurinn er augsýnilega klofinn í
þessu máli í tvær  fylkingar og sem gengur alls ekki lengur.

Tel ESB-hópinn lítinn innan Framsóknar, sem var kringum Halldór
Ásgrímsson. Þessi hópur hefur stórskaðað flokkinn, og ætlar sér
bersýnilega að gera það áfram, nú undir forystu Valgerðar.

Því verður einfaldlega að linna !  Og það STRAX !  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv. könnuninni eru um 60% kjósenda framsóknar sammála henni. Mundu að hún er ekki að segja að Ísland sé að ganga inn í ESB heldur að hefja undirbúning að aðildaviðræðum. Það er að setja okkur markmið hvað viljum við fá út úr samningi um inngöngu okkar. Og eins hvað sættum við okkur ekki við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2008 kl. 17:25

5 identicon

Heilir og sælir; á ný, Guðmundur Jónas og skrifararnir !

Magnús Helgi ! Lítið er lunga - í lóuþræls unga, hvað þú sannar alltaf betur og betur. Ertu kannski; af þrælum kominn, í beinan legg, Magnús minn ?

Reyndu; að hrista af þér slenið drengur, og sjá, hvað við höfum, þótt hreinsa þurfi út ýmist sorp - vertu ekki að fikta við grútar dallana, suður á Brussel völlum, Magnús minn !!!

Með beztu kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Sá sem er fylgjandi undirbúningi að ESB-aðild vill í hjarta
sínu fara þangað. Það er ekkert flóknara en það. Við vitum í 99.9%
tilfella hvað í ESB-aðild felst, alla vega hvað varðar veigamestu málin.
Þarna er ESB-sinnin Valgerður Sverrisdóttir að tala ÞVERT á stefnu
flokksins í ESB málum eins og Halldór Ásgrímsson gerði. Enda hrundi
fylgið í klölfarið á því. Mér finnst Magnús að allir stækir ESB-sinnar
eiga að ganga til lliðs við Samfylkinguna. Þar eiga þeir heima. Alla
vega þurfum við ekk enn enn krataflokkinn í viðbót í ESB-málum.
Fjarri því!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband