Átökin um stjórnarskrána hafin !


   Það er alveg ljóst að fyrstu alvarlegu pólitísku átökin um aðild
Íslands að Evrópusambandinu hefjast um stjórnarskrána. Verður
henni breytt á kjörtímabilinu með tilheyrandi fullveldisafsali til að
auðvelda ESB-sinnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða
ekki ?  Átökin eru þegar hafin af umræðunni að dæma. Spurning
hvenær áttökin byrja í stjórnarskrárnefndinni og sem mun enda
á Alþingi Íslendinga.

  Það er líka alveg ljóst að með afstöðu sérhvers þingmanns til
þessa STÓRMÁLS felst sjálfkrafa afstaða hans í því hvort hann
er hlynntur aðilidinni að ESB eða ekki. Það er alls ekki flóknara
en  það! Eða hvernig í ósköpunum getur þingmaður sem segist
vera andvígur aðild viljað jafnframt greiða meiriháttar fyrir slíkri
aðild með breytingu á stjórnarskránni í þá veru ? Það er með
engu móta hægt að útskýra slíkan tvískinnung !

   Á næstu misserum mun afstaða þingmanna koma í ljós í þessu
stórpólitíska hitamáli ...

  Eftir því verður svo sannarlega tekið !  
mbl.is Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband