Um hvað ræddu þeir Geir og Brown ?


   Nokkuð misvísandi  kemur fram í tilkynningum breska forsætis-
ráðuneytisins og þess íslenzka um hvað þeir Geir og Brown ræddu
varðandi Evrópumál á fundi sínum í Dawning-stræti 10 í morgum.
Kemur þetta  fram á  Eyjunni.is. Í bresku  tilkynningunni  segir að
þeir Geir og Brown hafi náð samkomulagi um undirbúningsviðræður
háttsettra embættismanna ríkjanna tveggja vegna hugsanlegra
aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Slíkar viðræður
séu orðnar líklegri en áður. Á þennan veg segir frá fundi Geirs H.
Haarde forsætisráðherra Íslands og  Gordon Brown, forsætisráð-
herra Breta á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins.

  Hvað er hér í gangi?  Ef satt reynist er hér um stófrétt að ræða.
Hvers vegna er ekki frá henni greint í tilkynningu íslezka forsætis-
ráðuneytinu ? Hverju er verið að leyna þjóðinni ?

  Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að útskýra þessa tilkynningu
breska forsætisráðuneytisins um að undirbúningsviðræður hátt-
setta embættismanna Íslands og Bretlands vegna hugsanlegar
aðildarviðræður Íslands og ESB séu á döfunni !

  Varla eru slíkar viðræður ákveðnar nema að þær séu komnar á
dagskrá ríkisstjórnarinnar ?

  Er ástæða viljayfirlýsingar vara-formanns Sjálfstæðisflokksins um
endurskoðun á stjórnarskránni vegna ESB-aðildar tengd þessum
fyrirsjáanlegum aðildarviðræðum, sem nú hafa verið kunngerðar
í Dawning-stræti 10 ?

  Geir H Harrde forsætisráðherra verðu að upplýsa málið þegar í
stað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband