Óásættanlegt fylgi Framsóknar !
2.5.2008 | 00:22
Það er óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að vera aðeins
með 10% fylgi í skoðanakönnun Gallups, miðað við stjórnarand-
stöðuflokk og ástands efnahagsmála. Lágmark ætti fylgið að
mælast með minnst 15%. En þegar betur er skoðað, kemur þetta
alls ekki á óvart. ESB-draugurinn gengur ljósum logum ennþá
innan flokksins, og hefur hátt þessa daganna. Þessi draugur, sem
fyrrverandi formaður, Halldór Ásgrímsson illu heilli vakti upp fyrir
all löngu, hefur stórskaðað flokkinn, ekki síst hina pólitísku ímynd
hans sem þjóðlegs framfaraflokks. Ekki tók betra við nú á dögunum,
þegar fráfarandi formaður, talandi um ÞJÓÐHYGGJU fyrir kosningar
og STYRKLEIKA ef til ESB-aðildar kæmi í ókominni framtíð, umpólaðist
svo gjörsamlega, og er nú orðinn helsti talsmaður aðildar að ESB,
eins og raunar vara-formaður flokksins og fleiri í dag. Allt þvert á
núverandi Evrópustefnu flokksins og áherslur og viðhorf núverandi
formanns í þeim málum.
Hvernig er hægt annað en að búast við að flokkur sem virðist hafa
tvær gjörólíkar stefnur í einu mesta pólitíska hitamáli lýðveldisins,
vegni vel í skoðanakönnunum og kosningum? Þegar vara-formaður
flokksins gjörsamlega vanvirðir grundvallarstefnu flokksins í þessu
stórmáli? Fylgistap Framsóknar og slækt gengi flokksins í skoðana-
könnunum að undanförnu, á því alfarið að skrifast á ESB-drauginn
innan flokksins. - Takist ekki að kveða hann niður eru framtíðar
horfur Framsóknar því miður ekki bjartar.
Miðstjórnarfundur Framsóknar er á komandi helgi. Fróðlegt verður
að sjá hvort ekki dragi þar til tíðinda í þessum málum.
Svona klofningur í jafn stórpólitísku hitamáli og því hvort Ísland
skuli ganga í Evrópusambandið eða ekki, gengur ekki lengur.
Það verður að fara að koma í ljós, hvort Framsókn ætlar að verða
lítill ESB-sinnaður krataflokkur til stuðnings Samfylkingunni eða
ekki.
Um það snýst málið !
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; æfinlega, Guðmundur minn !
Eins; og ég hefi margbent á, hér; hjá þér, sem víðar, verður Framsóknarflokkurinn, að úthýsa slekti því, hvert fylgt hefir, og fylgir enn, Halldóri Ásgrímssyni, og hans ömurlegu sérhyggju, sem eiginhagsmunapoti öllu.
Sú fyrsta; sem þarf að fleygja fyrir borð er, Lómatjarnar kerlingin, og síðan ýmsir ESB gemlingar aðrir, sem flokknum standa fyrir þrifum.
Fyrr; verður einskis árangurs að vænta, Guðmundur minn.
Með beztu kveðjum, sem ætíð / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 00:42
Benedikt.´Mesta hagvaxtaskeið lýðveldisins og yfir 60% kaupmáttaraukning skilaði síðasta ríkisstjórn. Nú þegar sósíaldemókratanir eru komnir til valda er eymd og kreppa
niðurstaðan. Enda hefur sósíaldemókratistminn enga trú á
ÍSLENZKRI FRAMTÍÐ! ENGA !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.5.2008 kl. 16:44
Benedikt minn. Fljótt skiptast veður í lofti. Og ekkert er öruggt undir
sólinni, allra sist hagsæld og uppgangur. Málið er að núverandi ríkis-
stjórn hefur EKKERT gert í efnahagsmálum síðan hún komst til
valda, og allra síst þegar óveðurský fóru að birtast síðssumars.
Hvers vegna í ósköpunum hefur ríkisstjórnin ekki gjörbreytt t.d um
peningastefnu eftir að fyrir liggur að hún er gjaldþrota? Hvers vegna í ósköpunum hefur ríkisstjórnin ekki tekið minnsta gjaldmiðil heims af gjaldeyrismarkaði í þeim ólgusjó sem þar hefur verið? Hvers vegna í ósköpunum hefur ríkisstjórnin ekki t.d kannað myntsamstarf við Norðmenn, til að koma festu á gengið, og þar með snarlækkun verðbólgu og vaxta? Svona er hægt að spyrja endalaust.
En staðreyndin er að ríkisstjórnin hefur EKKERT gert og því situr
þjóðin í súpunni í dag. Því miður Benedikt minn !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.5.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.