Innra eftirlit var nauðsynlegt !
27.5.2008 | 14:24
Þegar símahleranir lögreglu á árunum 1949-1968 eru skoðaðar
verða menn að hafa í huga ástands heimsmála á þessu tímabili.
Þá rikti hugmyndarfræðilegt pólitískt stríð milli austurs og vesturs.
Heimskommúnisminn var virkileg ógn við þjóðir heims, enda mark-
mið hans kommúnisk heimsbylting og heimsyfirráð.
Því miður voru allt of margir hérlendis sem vonuðust eftir Sovét-
Íslandi og tóku fullan þátt í alþjóðasamstarfi kommúnista. Gan-
vart slíkum mönnum var því full ástæða að hafa eftirlit. Enda var
hverskyns njósnastarfasemi ástunduð til hins ýtrasta á tímum
kalda stríðsins, og barnaskapur að halda að hún hafi ekki náð
til Íslands. Sovétmenn ráku hér á landi t.d öfluga njósnastarfs-
semi á sem flestum sviðum. - Auðvitað báru íslenzk stjórnvöld
á þeim tíma skylda til að gera ráðstafanir og fyrirbyggjandi
aðgerðir til að hafa hemil á slíkri utanaðkomandi ógn.
Ekki skal hér neitt látið uppi um þá einstaklinga sem voru
beittir símahlerunum árin 1949-1968 en listi yfir þá birtist í Mbl.
í dag. Dómsmálaráðherra telur ekki að íslenzka ríkið þurfi að
biðjast afsökunar vegna þessara símahlerana. Hann bendir
réttilega á, að telji einstaklingar að ríkið hafi á sér brotið, sé
eðlilegt, að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar.
Engin afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bull og vitleysa að þarna hafi verið hlérað til að gæta öryggi ríkisins eða eitthvað í þeim stíl.
Þetta voru stjórnmálamenn sem voru að fyrirskipa hléranir á pólitískum andstæðingum sínum. Og má meira að segja halda því fram að hléranirnar hafi verið mun meiri aðför að lýðræðinu en íslensku kommarnir hafi nokkurn tíman gerst sekir um.
Ingólfur, 27.5.2008 kl. 14:44
Það ER nauðsinleg þörf á innra eftirliti, ekki eru ráðherrar að fara að rannsaga sig sjálfa.
Lifi byltingin og lær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 14:57
Kær kveðja átti það að vera
Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 14:58
p.s. Tíðarandi er ekki góð afsökun fyrir valdníðslu yfirvalda, en hún stendur enn yfir okkur í dag
Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 14:59
Að Ísland hafi eitt ríkja heims ekki átt að láta sig varða um innra sem ytra öryggi sitt á tímum kaldastríðsins er rakalaust bull. Auðvitað stóðu íslenzk stjórnvöld vaktina á þeim tímum eins og þau gera vonandi nú. Það gera ALLAR sjálfstæðar og fullvalda þjóðir.
Til hvers haldið þið Ingólfur og Alfreð að greiningardeildir lögreglu og
leyniþjónustur um heim allan séu? Að Íslands eigi eitthvað að
vera frábrugðið öðrum þjóðum í þeim efnum er meiriháttar
barnaskapur.
Margir að hérlendum kommúnistum voru á mála hjá Kommerten
eins og margoft hefur verið sannað og því var FULL þörf að hafa
hér strangt eftirlit með slíkum mönnum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 15:09
Guðmundur er þetta ekki svipuð röksemdafærsla og CIA notar fyrir pyntingum og fangaflugi.
Það kom aldrei fram neinn röskstuddur grunur um að þeir einstaklingar væru að aðhafast neitt ólöglegt, hvorki í úrskurðunum, né með njósnunum
Ingólfur, 27.5.2008 kl. 15:50
Guðmundur -> Eg vill í góðu bróðerni benda þér á nokkrar góðar heimasíður :
http://www.wearechange.org/
http://www.prisonplanet.com/
http://copwatch.com/AAAindex.html
http://rense.com/
Vonandi er eitthvað nýtt þarna að fynna fyrir ykkur sem enn trúa á terroristagríluna og að efnahagsvandinn sé út af fasteignamarkaði USA
Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 16:02
Ingólfur. Rökstuðningur hefur klárlega fylgt sérhverri beiðni, þótt
það finnist ekki nú. Veit satt að segja ekki hvers vegna allt þetta
fjaðrafokk sé í kringum þetta smámál. Því auðvitað var og er njósnað um allt milli himins og jarðar ennþann dag í dag. Bara,
þannig er heimurinn og verður. Því miður! Því er það mikill barna-
skapur að halda að Ísland þurfi ekki að gæta íslenzka hagsmuna
á þessu sviði eins og öðru. Eða ertu kannski líka á móti íslenzku
greiningardeildinni? Vek athygli á að öll ríki reka leynisþjónustur á
fullu til að tryggja öryggi þegna sinna og ríkisins. Hvers vegna
Ísland ætti ekki að gera það er?. Það er eins út í hött og þegar sumir vinstrisinnar hafna því að á Íslandi skuli ekki vera neinn varnarviðbúnaður.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 16:23
Alfreð. Er ekki fyrir samsæriskenningar. Og merkilegt nokk. Hef
aldrei verið hrifinn af bandariskri utanríkisstefnu og því síður
talsmaður bandariskra hagsmuna. Hins vegar get ég með engu
móti skilið af hverju Ísland eitt ríkja heims skuli ekki gæta sinna
örygishagsmuna. Bæði með lágmarsk varnarbúnaði og löggæslu,
þ.á.m öflugri greiningardeild eða leyniþjónustu eins og öll alvöru
ríki hafa. -
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 16:30
Nú hef ég ekki aðgang að Morgunblaðinu en á rúv.is stendur m.a.
"Kjartan segir að dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi beðið um hleranirnar, oftast Bjarni Benediktsson. Það hafi ekki verið rökstutt með öðru en að hætta hafi verið á óspektum. Dómarar hafi heimilað hleranirnar en ekki rökstutt niðurstöðu sína sérstaklega. Kjartan segir að dómararnir hafi afgreitt hlerunarbeiðnirnar athugasemdalaust og vill afsökunarbeiðni."
Það var ekkert sem benti til þess að þeir einstaklingar sem voru hléraðir væru að skipuleggja neinar óspektir.
En þér finnst líklega allt í lagi að hléra öll ungliðasamtökin næst þegar skipt verður um meirihluta í Ráðhúsinu, því hætta sé að að þeir trufli þar fund.
Varðandi greiningardeildina að þá finnst mér að starfsemi hennar eigi að vera gegnsærri og það tryggt að hún fari að lögum.
Ingólfur, 27.5.2008 kl. 16:43
Ingólfur. Dómsmálaráðherra eða lögregluyfirvöld skiptir ekki máli.
Án neins vafa hefur þetta verið gert skv beiðni lögreglu til dóms-
málaráðherra. Ef þú hefur kynnt þér alla þessa sögu, ekki síst
sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi og BEIN TENGSL hennar
við Sóvetríkin var full ástæða til að fylgjast með þessu mönnum.
Þetta voru engir englar, sumir blindir kommúnistar sem gengu
hiklaust erinda Sovétsvaldsins, námu þar, fengu fjárhagslegan
stuðning þaðan, sóttu fundi í kommenertn, og allt slíkt. Þannig,
gáfu ótal tilefni til tortryggni og að þeim væru fylgst. Þú verður
aðeins að reyna að setja þig inn í þessa einkennilegu kaldastríðs-
tíma. Þess vegna var það ekki nema OFUR eðlilegt að með ákveðnum mönnum væri fylgst, sem unnu að því leynt og ljóst að koma á kommúnisku skipulagi á Íslandi.
Í dag á auðvitað greiningadeild eða leynilögregla að byggja á
skýrum lögum eins og þær gera allar á öllum Norðurlöndum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 17:18
Kjartan sagð nú að ástæður fyrir mörgum af þessum hlerunum hafi verið bara að ráðherrann sagði að það væru líkur á uppþotum. Heyrði viðtal við Arnar leikara sem benti m.a. á að þegar síminn hans hafi veirð hleraður hafi hann verið m.a. erlendis í leikferð og leigt út íbúðina. Það er ljóst að símahleranir voru stundaðar m.a. til að fylgjast með pólitískum andstæðingum sbr að símar 9 sitjandi þingmanna voru hleraðir. Þetta er náttúrulega háalvarlegt mál þar sem að þessu var beitt án þess að þjóðin vissi. Þetta voru aðferðir leyniþjónustu án þess að það hefði nokkurn tíma verið rætt hér.
Og þetta segir okkur nú á tímum aukinar tækni er þetta mjög auðveldlega sett á aftur án þess að nokkur viti. Bendi á hugmyndir um íslenska leyniþjónustu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.5.2008 kl. 17:36
Guðmundur, Hvað hefur þú fyrir þér í því að Arnar leikari hafi verið "blindur kommunisti sem gekk hiklaust erinda Sovétsvaldsins.
Þó að einhverjir hafi stundað nám í austur Evrópu eða haft eitthvað samstarf með ríkjunum austan tjaldsins, að þá er fráleitt að tala eins og þeir hljóti þar með að hafa verið einhverjir landráðamenn.
Ég þekki söguna ágætlega en ég sé enga ástæðu til þess að setja mig inn í þessa kaldastríðsparanoju sem virðist enn vera að plaga bæði þig og dómsmálaráðherra.
Hugarástand öfgahægrimanna getur aldrei verið afsökun fyrir mannréttindabrotum, hvort sem það er hjá McCarthy, kommagrýlu-Sjálfstæðismönnum eða Bush stjórninni.
Ingólfur, 27.5.2008 kl. 18:16
Ingólfur. Enn og aftur. Heimskommúnisminn var alræðishyggja
sem öllum heimi steðjaði hætta af. Þeir sem ahylltust kommúníska
hugmyndarfræði og störfuðu undir merki kommúnista eða systur-
flokka þeirra voru hættulegir. Því voru þeir ALLSTAÐAR utan kommúnistaríkja undir eftirliti. AÐ SJÁLFSÖGÐU líka hér uppi á Íslandi, enda ekki vanþörf á, eins og ótal dæmi sanna, og marg-
sinnis hefur verið bent á.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 19:37
Magnús. Það var full ástæða að vera á varðbergi gagnvart kommúniskum uppþotum, sbr uppþot kommúnista í marslok 1949
fyrir framan Alþingishúsið. Þegar kommúniskur óþjóðalýður grýtti
Alþingi Íslendinga. Ef ekki hefði þá verið brugðist við af hörku hefði
þetta uppþot hafa geta leitt til kommúniskrar byltingar á Íslandi.
Hver veit?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 20:00
Það fer nú tvennum sögum af óeirðunum við Austurvöll. T.d. hef ég það frá einum viðstöddum þarna að Heimdallingar hafi laumað sér inn í hóp mótmælenda og byrjað að kasta eggjum. Ekki vitlaus herfræði það.
En hverju var nú krafan hjá þeim sem mótmæltu?. Voru þeir að mótmæla Alþingi sem stofnun?
Voru þeir á móti því fyrst það var grýtt? Var það að við gengum í Varsjárbandalagið í stað NATO?
Eða innlimum í Sovétríkin?
Nei, það var verið að krefjast þjóðaratkvæðargreiðslu um aðildina að NATO.
Enn og aftur, skoðanir fólks, hverjar sem þær eru, réttlæta ekki mannréttindabrot.
Þegar Kárahnúkaverkjun var í byggingu þá var fjölskyldufólk sem leið átti um hálendið stoppað af lögreglu og krafðist hún að fá að vita afstöðu foreldranna til Virkjunarinnar.
Þarna var nefnilega skoðunarlögreglan enn að verki, því koma þurfti í veg fyrir fólk með óæskilegar skoðanir kæmi nálægt virkjunnarsvæðinu.
Ef þú vilt þá mátt gjarnan búa í þess háttar lögreglu ríki, en ég vil ekki sjá slíkt ríki hér á landi.
Ingólfur, 27.5.2008 kl. 20:46
Sæll Guðmundur.
Þetta mál er nú eitt af þeim málum sem ég hef aldrei séð nema sem hluta af fortóð en mig minnir að Samfylking hafi gert þetta að stórmáli þegar sá hinn sami flokkur var í stjórnarandstöðu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.5.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.