ESB-sinnar í Framsókn hafa stórskaðað flokkinn


   Og enn heldur fylgi Framsóknar að minnka þrátt fyrir afleita
ríkisstjórn, skv þjóðarpúlsi Gallups.  Ástæðan hlýtur að vera að
finna innan flokksins. Á síðasta miðstjórnarfundi flokksins nú í
byrjun maí kom m.a í ljós hversu alvarlega  og illa flokkurinn er
klofinn í  Evrópumálum. Engin niðurstaða er því hjá Framsókn í
einu heitasta pólitíska deilumáli lýðveldisins um það hvor Ísland
skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Flokkurinn
velur þá aumkunarverðu leið  að skila auðu í þessu pólitíska
stórmáli, og vísar því til þjóðarinnar, vitandi það að fyrst verður
að liggja fyrir pólitísk niðurstaða Alþingis, áður en leitað verður
eftir slíkum þjóðarvilja. - Þannig virðast hinn tiltölulegi  fámenni
hópur ESB-sinna  innan flokksins  ætla  að takast að halda  flokk-
num sem pólitísku viðundri í Evrópumálum, og þar með smáflokki
sem enginn mun taka mark á  - Því  enginn flokkur né stjórnmála-
maður mun komast upp með það  að hafa  ekki skýra og afdráttar-
lausa skoðun á þessu mesta pólitíska stórmáli allra tíma.

  Þá er athyglisvert fylgistap Sjálfstæðisflokksins á landsvísu sam-
hliða fylgisaukningu Samfylkingarinnar. Það að Samfylkingunni skuli
komast upp með það að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu
eftir því hvernig vindar blása hverju sinni án athugasemda sjálf-
stæðismanna virðist nú vera að koma Sjáfstæðisflokknum verulega
í koll. Það voru meiriháttar pólitísk mistök þegar flokksforysta Sjálf-
stæðisflokksins ákvað að hleypa sósíaldemókrötum að landsstjórn-
inni. - Það voru svik gagnvart hinum þjóðlegu borgaralegu öflum
á Íslandi. - Þau svik eru nú einnig að koma Sjálfstæðisflokknum í
koll!

  Spurning í hvaða pólitískan farveg hin þjóðlegu pólitísku öfl  á
Íslandi munu leita í náinni framtíð? -

   Mikil pólitísk gerjun virðist því í uppsiglingu í íslenzkum stjórnmálum
á næstu misserum!

   

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokka eykst en fylgi ríkisstjórnar minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð grein hjá þér að vanda Guðmundur.

Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 01:18

2 identicon

Hvaða bull er þetta? Ég hef t.d. alrei gefið upp hvað ég kýs í skoðanakönnunum! En þetta er eini flokkurinn sem vinnur með landsbyggðinni.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Marklaust bull nafnlaus raggeit !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.6.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það merkilega er, að Framsóknarflokkurinn á sér í alvöru bjarta lífsvon – ef flokksmenn taka bara á sig rögg á flokksþingi og ýta út sem flestum eða öllum þessum (afvega)leiðandi ESBvítans 8villtu mönnum: Jóni Sigurðssyni, Valgerði, Siv, Páli og Árna Magnússonum, Magnúsi Stefánssyni, Halldóri Ásgrímssyni og örugglega einhverjum í viðbót sem ég virðist hafa gleymt (jú, Björn var það Ingi Hrafnsson, heillin), enda kominn tími á alla þá, sem hætt er við að hafi tekið sér stöðu í Trójuhrossi tröllabandalagsins, að tilheyra sögunni fremur en raunhæfum stjórnmálavettvangi dagsins.

Þið ættuð að hrista rykið af mönnum eins og Magnúsi á Sveinsstöðum, Davíð Aðalsteinssyni, Óðni Sigþórssyni og miklu fleiri, sem þú þekkir, Jónas, sönnum bændasinnum sem enn eru margir á félagaskrá, heita á Höskuld Þórhallsson, Bjarna Harðarson og Guðna Árnesingagoða að standa með ykkur að hreinsun í flokknum, moka út þessum þaulsetnu teknókratísku, ESB-hjátrúarfullu af flokksskrifstofunum ... og sýna svo hið rétta andlit hins endurreista, þjóðlega, kristna og fullveldis-elskandi Framsóknarflokks – flokks sem þjóðin þekkir og getur treyst margfalt betur en hún gerir nú, eftir að tryggðarrofarnir í Trójuhrossinu hafa rúið hann öllum trúverðugleik og trausti.

Með kærri kveðju og ósk um góða helgi,

Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 03:20

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Esb sinnar.... hvað della er nú þetta. Framsóknarflokkurinn framdi sjálfsmorð með að fylgja Sjálfstæðisflokknum í blindri hlýðni í tólf ár...og þar vóg stuðingur við innrásina í Írak þungt. ESB kom til seinna þegar allt var komið í kaldakol í flokknum undir öruggri leiðsögn þeirra Halldórs og Guðna...

Jón Ingi Cæsarsson, 1.6.2008 kl. 03:26

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB-manían var allan tímann í gangi hjá nefndum Halldóri, það fór ekki á milli mála, Það er hún, sem nú er að kljúfa flokkinn í ósamstæðar einingar, ræna hann sinni gömlu, öruggu sjálfsvitund, rjúfa samband hans við sjálfa rótina og íslenzkan jarðveg, með þeim afleiðingum að flokkshollustan flosnar upp hjá þeim óbreyttu sem vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið.

Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 03:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur orðaði það svo í hádegisfréttum Rúv rétt í þessu (í tilefni af lélegri stöðu Framsóknarflokksins í nýbirtri skoðanakönnun í Reykjavík), að flokkurinn ætti í erfiðleikum með að finna stefnu sína sem hæfi nútímaaðstæðum og nái til kjósenda (eitthvað í þessa veru talaði hún). Sumir í unga liðinu í flokknum, auk sannfærðra, roskinna ESB-jálka, hafa verið að ímynda sér, að þessi stefna finnist helzt í eftirsókn eftir ESB-aðild. En þeim skjátlast hrapallega. Þeir kjósendur, sem einarðlega vilja slíka aðild, eru í minnihluta hér á landi. Og þeir hafa nú þegar Samfylkinguna til að hópa sig saman í. Framsókn nær ekki þessu liði frá henni og ætti fremur að snúa sér að sínum eigin kjósendum frá liðnum árum. Þá loks fer að rofa þar til – en ekki til þess síðan að svíkja það fólk og ganga í björg hjá tröllabandalaginu!

Jón Valur Jensson, 1.6.2008 kl. 12:36

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Get nánst tekið undir allt þetta hjá þér Jón Valur.

Flokkurinn er komin í meiriháttar pólitíska tilvistarkreppu. Kreppan
hófst með formennsku Halldórs Ásgrímssonar svo og þegar
flokkurinn ákvað að ganga í hræðslubandalag vinstrisinna, R-listann,
og hverfa þar undir pílsfaldur Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir í
heil 12 ár. Þetta leiddi til þess að fylgið nánast hvarf á öllu höfuð-
borgarsvæðinu, og vegna ESB-daðurs Halldórs yfirgáfu fjöldi allur
ESB-andstæðinga flokkinn, þannig að í dag er Framsóknarflokkurinn
orðin 7-8% smálflokkur, sem veit ekkert hvert hann er að fara í
íslenzkum stjórnmálum. Síðasti miðstjórnarfundur flokksins var
aumkunarverður hvað þetta varðar. Skilar nú AUÐU í einu mesta
pólitísku hitamáli lýðveldisins.

Það olli okkur ESB-andstæðingum  sem kosið hafa flokkinn gegnum árin miklum vonbrigðum hvernig hinn tiltölulegi litl en háværasami
hópur ESB-sinna innan flokksins beygði formanninn á þessum miðstjórnarfundi. Enda halda ESB-andstæðingar áfram að yfirgefa flokkinn í dag, eðliega.  Kannski og trúlega endar hann sem örsmáar krataflokkur og hækja Samfylkingarinnar, eins og í
R-listanum sáluga.

Alla vega hvað mig varðar kemur ekki til greina að styðja eða
kjósa þann stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk sem ekki er
heill í andstöðu sinni gagnvart aðild Íslands að ESB. Það er
ekki flóknara en það.  Skil raunar ekki í þeim stjórnmálamönnum
sem ekki geta kveðið skýrt á um afsöðu sína í Evrópumálum
hvað þeir eru að gera í stjórnmálum. Bara skil þá alls ekki!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.6.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Mér finnst þetta bæði rétt hjá þér og rangt Guðmundur.

Það sem mér finnst vera rangt hjá þér er það að segja að ESB hafi stórskaðað flokkinn, flokkurinn er fyrir löngu búinn að stórskaða sig með því að vera hækja sjálfstæðsflokksins í 12 ár og sitja undir stórspillingu og stundum alveg glötuðum málsstað. Fulltrúar þeirra hugsa yfirleitt ekki um neitt annað en rassgatið á sér eins og við sáum t.d. með hann Guðjón að senda vælubréf á alla framsóknarmenn í reykjavík um hvað hann hafi verið svikinn.

Það er hins vegar rétt hjá þér að þetta fer ekki vel með flokkinn en það er einfaldlega vegna þess hversu fólk í flokknum er hatrammt í garð hvors annars, ef allt væri eðlilegt ætti ekki að vera neitt mál að ræða þetta þó ólík sjónarmið séu í gangi.

Ísleifur Egill Hjaltason, 1.6.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ísleifur Egill á það sameiginlegt með Jóni Inga Cæsarssyni að horfa fyrst og fremst mörg ár aftur á bak, en afar hraður niðurgangur (Niedergang) Framsóknar í skoðanakönnunum á allra síðasta misseri og mánuðum skýrist ekki af einhverju, sem Halldór var að dunda við í sinni utanríkisráðherratíð fyrir rúmum 7 og 5 árum.

Trúverðugleikinn er fyrir bí í einum flokki, þegar hann hefur uppi tvö gagnstæð sjónarmið í meginmáli (eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í REI-málinu og flugvallarmálinu, sem og hvað varðar oddvita-hausverk hans borgarstjórnarhóps), og það hjálpar sízt Framsókn, að í ESB-málinu eru innlimunarsinnarnir í æpandi mótsögn við allan anda og stefnu hefðbundnu grasrótarinnar í flokknum. Að sjálfstæðissinnarnir, sem helzt sjást líkamnast í persónum Suðurlandsþingmannanna Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar, skuli svo taka þátt í afleitri endurskoðunarstefnu á flokksþinginu nýlega (sjá og HÉR og HÉR hjá þér, Jónas, sbr. og þennan vefpistil minn, ennfremur í þessari ádrepu til Bjarna Harðar og í smá-aths. hér), það veldur auðvitað upplausn í þeirra eigin flokki, og flokkshollustan missir þar fótanna, þegar menn eru farnir að sjá alla forystuna ýmist á leið út í svaðið eða meðvirka í vitleysunni og óþjóðrækninni. Eiga Framsóknarmenn ekki að standa með sínum trúnaði við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar?!

Jón Valur Jensson, 2.6.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband