Hanna Birna borgarstjóri - Framsókn íhugi sína stöðu!


   Sem andstæðingur hvers konar vinstrimennsku voru áhyggjur
farnar að vakna vegna uppvöðslu vinstriaflanna í Reykjavík skv.
skoðanakönnunum. - Nú þegar jafn sterkur leiðtogi hefur verið
valinn í hópi sjálfstæðismanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir er
von til þess að sú vinstriuppsveifla gangi hratt til baka, án þess
að hér sé verið að lýsa pólitískum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn
í borgarstjórn Reykjavíkur.

  Hanna Birna á alla burði til að bera til að verða góður og farsæll
borgarstjóri.  Ekki spurning !

  Framsóknarmenn  ættu nú að íhuga  að koma til liðs við nýjan
meirihluta undir forystu nýs leiðtoga.  12 ára vera Framsóknar-
flokksins í hræðslubandalagi vinstrimanna, R-listanum,  undir
pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar gekk nánst að flokknum dauðum.
Stjóranarandstaða í vinstrisinnuðum minnihluta nú  mun gera
slíkt hið sama. - Um það vitna skoðanakannanir.

  Þátttaka Framsóknar í nýjum meirihluta gæti því hreinlega
forðað flokknum frá endanlegri útrýmingu á höfuðborgarsvæð-
inu, auk þess að gefa mikilvæg skilaboð um samstarf borgaralegra
afla í íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni.
mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Jónas!

Hófsöm miðjustefna er jafngildi heilbrigðrar skynsemi. En ég dreg hins vegar stórlega í efa að Framsóknarflokkurinn eigi, heilsu sinnar vegna, erindi í meirihlutasamstarf þeirra flokka sem nú stjórna Reykavíkurborg. Fylgishrun flokksins í síðustu þingkosningum var slíkt að mætti Maddama Framsókn mæla myndi hún sjálfsagt segja um samstarfið við íhaldið líkt og Goðmundur á Glæsivöllum: "Kalinn á hjarta ég þaðan slapp."

Á þessum tímapunkti er affarasælast er fyrir flokkinn bæði í borg og landsmálum að vera utan stjórnar um hríð og byggja sig þannig upp. Vera í minnihluta, skapa sér sérstöðu og dansa í öðrum takti en vinstri flokkarnir gera. Það kemur dagur eftir þennan dag og flokkur með sérstöðu á mörg sóknarfæri.

Kveðja,

Sigurðru Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband