Kratana burt úr ríkisstjórn!


   Það er alveg ljóst að til þess að allt fari hér ekki á versta veg
í efnahagsmálum þarf að koma til ný og kröfug ríkisstjórn  sem
vill og þorir að takast á við þann vanda sem við blasir. Númer
eitt yrði að koma Samfylkingunni úr ríkisstjórn. Hún er einn helsti
dragbíturinn á íslenzkt efnahagslíf í dag.

  Magnús Árni Skúlason hagfræðingur sagði við RÚV í gær að nýti
stjórnvöld ekki þau tækifæri sem bjóðast og TRYGGI ÁFRAMHALD-
ANDI HAGVÖXT munum við brátt sjá fram á landflótta a.m.k eins
og  í efnahagskreppunni 1992-1993. (En þá var einmitt forveri
Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn við völd.) Magnús segir að
Íslendingar hafi ekki efni á því eins og nú árar að hafna fram-
kvæmdum á borð við Bitruvirkun., eins og fulltrúi Framsóknar í
borgarstjórn Reykjavíkur hefur réttilega sagt.

  Allt er þetta rétt hjá Magnúsi. Nú þarf ríkisstjórnin að vera já-
kvæð og koma til liðs við álversframkvæmdirnar í Helguvík og
Húsavík og byggingu olíuhreinsistöðvar. Auk ýmissa  stór-
framkvæda sem nefndar hafa verið á Keflavíkurflugvelli  og í
Þorlákshöfn.

  Við VERÐUM að nýta þá dýrmætu endurnýjanlega orku sem við
höfum yfir að ráða af fullum krafti til að styrkja og efla íslenzkt
hagkerfi. Það hefur sýnt sig að það er ÚTFLUTNINGSFRAMLEIÐSLA
sem skapar dýrmætar gjaldeyristekjur sem myndar hagsæld og
velferð í landinu. EKKERT ANNAÐ eins og pappírs-bankakreppan í
dag sýnir.  Allt annð er bein ávísun að KREPPU og EYMD, helsta
fylgifisks vinstrmennsku og sósíaliskra kreddukenninga og nátt-
úruverndaöfga. 

  Samfylkingin heldur eins og Vinstri-grænir að peningar vaxi á
trjánum. Að auki hefur Samfylkingin fyrir löngu misst alla trú á
ÍSLENZKA TILVERU. Vill múra Ísland inn í misstýrt Sovétskt
afturhaldskerfi sem Evrópusambandið er, og þar með afhenda
fullveldið, sjálfstæðið og okkar dýrmætu auðlindir Brusselvaldinu
á hönd.

  Ný kröftug ríkisstjórn á ÞJÓÐLEGUM BORGARALEGUM GRUNNI
þarf því að koma til sem allra fyrst. Ríkisstjórn sem TRÚIR  Á ÍS-
LENZKA TILVERU og þann þrótt sem í íslenzkri þjóð býr.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; æfinlega, Guðmundur Jónas !

Hygg; að lítt dugi til, úthreinsun kratanna, einna og sér. Virðist mér; sem lungi hvítflibba skarans, hver á Alþingi situr, séu liðleskjur, mestan part, og séu glögglega búin, að sýna fánýti sitt, nema þá til hyglunar og aðdrátta, undir eigið stáss.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

Sammála þér eins og svo oft áður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2008 kl. 23:36

3 identicon

Komið þið sæl; Guðmundur Jónas og Guðrún María, sem aðrir !

Særði ykkur nokkuð; fölskvalaus harðýðgi mín, þar með talin, í garð flokka systkina/(skoðana systkina) ykkar, hjá mér, hér að ofan ?

Ekki vanur því; að tala neina tæpitungu, né sýna einhvern helvítis mélrófu hátt, gott fólk. Tala um hlutina, eins og við blasa, hverjum óbrengluðum manni.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband