ESB hyggst stórskaða þjóðarhagsmuni Íslendinga !
5.7.2008 | 16:25
Sú ákvörðun Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um losun
gróðurhúsalofttegunda og upptöku kvóta þeim tengd í öllu
flugi innan ESB, án þess að taka minnsta tillit til jarðarsvæða
eins og Íslands, mun hafa stótkostleg áhrif á okkar flugsam-
göngur í framtíðinni. Í skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytisins
kemur fram að kostnaður íslenzku flugfélaganna vegna innleð-
ingar þessarar ESB tilskipunar hér á landi geti hlaupið á
MILLJÖRÐUM króna. - Og að sjálfsögðu yrði það íslenzka þjóðin
sem bogar, því flugfélögin segjast verða velta þessu öllu út
í verðlagið.
Þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hafi sótt um undanþágur frá
þessari tilkskipun, og þrátt fyrir ferðir samgönguráðherra til
Brussel, til að tala fyrir sjónarmiðum Íslendinga, VAR EKKERT
Á ÞAU SJÓNARMIÐ HLAUSTAÐ. EKKERT ! Þrátt fyrir að Ísland
hafi ALGJÖRA sérstöðu sem eyland úti á miðju Atlantshafi.
Flugsamgöngur eru eini ferðakostur Íslendinga milli landa, og
innanlands er hann miklu þýðingarmeiri en innan ESB m.a sökum
þess að á Íslandi er ekkert lestarkerfi. Sem þýddi stóraukningu
á notkun bíla milli landshluta sem myndi stórauka gróðurhúsa-
loftegundir umfram það sem nú er.
Neitun ESB um að taka sérstakt tillit til íslenzkra þjóðarhagsmuna
hvað þetta allt varðar sýnir svo ekki verður um villst hversu hroka-
fullt og miðstýrt Brusselvaldið er orðið. EKKERT er hlustað á smá-
ríkin þótt miklir þjóðarhagsmunir þeirra eru í húfi.
Lokaniðustaða þessa máls kemur svo endalega í ljós þegar til-
skipunin verður rædd á vettvangi EES-samningsins.
Eitt er þó ljóst. Íslendingar eiga ekki undir nokkrum kringum-
stæðum að láta Brusselvaldið stórskerða lífskjörin og lífsgæðin á
Íslandi með þessum hætta. Hvað sem það kostar! Því góðar og
fullkomnar samgöngur er stærsta og mikilvægasta lífæð hverrar
þjóðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; æfinlega, Guðmundur Jónas !
Þakka þér; sem oftar, þessa vönduðu ádrepu, á ESB glýjuliðið, hér heima fyrir.
Ekki að furða; að Samtök atvinnulífsins (allt of stór hluti) - Samtök iðnaðarins og Samtök verzlunar og þjónustu, svo fá einir séu nefndir, bugti sig, og beygi, fyrir Brussel fræðingunum.
Bara enn ein birtingarmynd, þessarrar ómyndar, suður þar.
Með beztu kveðjum, sem ætíð / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 18:17
Hvað segja ofsatrúarmennirnir í Samfylkingunni núna um ESB? eru þeir en blindir á það sem er að gerast?
það er að koma betur og betur í ljós að hagkvæmni þess að segja sig úr EES og hefja tvíhliða viðræður við ESB aukast stórlega núna eftir einræðistilburði Brussel valdsins.
Fannar frá Rifi, 6.7.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.