Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg !

 

   Það er alveg ljóst að svokallaði Tjarnarkvartett ætlaði að stilla Óskari
Bergssyni gjörsamlega upp við vegg. Á Vísir.is kemur þetta fram í viðtali
við Óskar. Tjarnarkvartettinn var einungis hugarfóstur hræðslubanda-
lags vinstrisinna eins og R-listinn var í raun. Enda hefur Óskar upplýst
að mörg ágreiningsmál hefðu komið upp milli hans og Tjarnarkvarteitts
Samfylgingar og Vinstri-grænna, sérstaklega varðandi atvinnuuppbygg-
ingu og málefni Orkuveitunnar. Vinstrisinnar hafa nefnilega ALDREI
skilið að til þess að auka velferð landsmanna þurfum við að nýta ALLA
möguleika til að skapa framleiðslu er skili tekjum, arði og hagvexti.
Þetta birtist meiriháttar í núverandi ríkisstjórn. Andstaða Samfylkingar
þar  gagnvart atvinnulegri uppbyggingu,  þar sem okkar dýrmæta
endurnýjanlega orka sé notuð til að skapa VERÐMÆTI til að standa
undir velferð og hagsæld landsmann, er litlu minni en öfganar hjá
Vinstri-grænum. - Hefði Tjarnarkvartettinn fengið nú meirihlutavöld
í borginni hefði það klárlega verið meiriháttar ávísun á stöðnun og
kreppu  í borginni. Þetta sá og skynjaði Óskar Bergsson og  sá  að
samstarf við slíkan afturhaldshóp gat aldrei gengið upp af hans hálfu.

   Eðlilega er mikill pirringur í vinstrisinnum í dag út í hinn nýja meiri-
hluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Andstaðan úr þeirri átt
er eindregin vísbending um að  þarna er góður meirihluti á ferð.

  Viðtalið í kvöld á Stöð 2 við Hönnu Birnu Kristjándóttir og Óskar
Begsson var frábært, enda hreinskilið og traustvekjandi. Ljóst er
að þarna eru komnir fram sterkir stjórnmálamenn sem munu koma
sterkri stjórn á borgarmálin, og  munu láta gott af sér leiða fyrir
borgarbúa til loka kjörtímabils.

  Það vita vinstrimenn. Það óttast þeir líka  hvað mest!




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ólafur F benti nú á OR hefur verið að undirbúa 2 virkjanir aðra en Bitru á fullu. Þannig að þeir hafa nú verið að vinna að því á fullu. Enda skapar það ekki nema nokkur hundruð störf. Sé ekki í fljótu bragði hvað d og B listar geta gert til að skapa atvinnu. Minni þig á að Borgin stendur ekki í atvinnurekstri sjálf.

Minni þig líka á að bæði Óskar og Hanna töluðu um að þau væru að undirbúa erfiðar aðgerðir og niðurskurð. Síðan skilst mér að vegna þess að krónan hefur fallið svo svakalega er OR í þannig stöðu að það er erfitt að ráðast í stórvirkjanir á næstunni.

Borgin getur jú skaffað lóðir undir húsbyggingar en markaðurinn er nú ekki upp á marga fiska. Og auk þess miklar framkvæmdir í gangi. Tónlistarhús, verslunarhúsnæði við Korpu og nágreni og fullt af öðrum framkvæmdum. Það er ekkert atvinnuleysi í Reykjavík. Svo hverjir eiga njóta þessarar svaka atvinnuaukningu sem þú boðar. Kannski að þetta dragi úr brottflutningi pólverja og annarra. En er það í verkahring Reykjavíkur að skaffa þeim vinnu og flytja þá inn?

Þannig að ég veit ekki hvað þú ert að tala um!

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hafi einhver selt sína pólítisku sannfæringu á altari valda á sínum tíma, þá var þar á ferð maður að nafni Björn Ingi , ásamt Margréti Sverrisdóttur sem gekk þar flokkslaus inn í þá borgarstjórn í umboði Ólafs Magnússonar sem var jafn flokkslaus í sinni setu við borgarstjórnartauma í Reykjavík.

Hafi einhverjum flokki einhvern tímann verið sýnilegt hve langt er hægt að ganga í að ég vil segja loddarahætti með umboð kjósenda undir formerkjum listakosningar þá veit Frjálslyndi flokkurinn það vel nú í dag.

því miður sýnsist mér fulltrúi Framsóknar, Marsibil vera með einhverja álíka leiksýningu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2008 kl. 01:54

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. Samfylkingin er búin að sýna og sanna að hún er dagbítur á
það að byggja hér upp ÖFLUGT atvinnulíf með því að nýta okkar orkulindir
að fullu, sem er undirstaða velferðar í landinu. Þverskallast nú að sækja
um undanþágur vegna Kyoto svo dæmið sé tekið. Þess vegna að að henda
svona flokki útúr ríkisstjórn enda hefur ENGA trú á ÍSLENZKRI framtíð með
því að vilja troða Íslandi inn í ESB, afhenda útlendingum auðlindir okkar og
stórskerða fullveldið.

Guðrún. Þetta er hárrétt hjá þér með Marsibil sem segist  heitbundnari
svokölluðum Tjarnarkvartett umfram Framsókn. Svona sólóistar eiga
ekki  heima í flokkum.

Nú er um að gera að heimfæra nýjan borgarstjórnarmeirihluta yfir í
ríkisstjórn með þátttöku Frjálslyndra, landi og þjóð til heilla.

Einangra hin afturhaldssömu vinstriöfl til frambúðar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 15:39

4 identicon

Ágætu spjallvinir mínir; Guðmundur Jónas og Guðrún María, líka sem Magnús Helgi, og aðrir ath !

Sýnist mér; sem þið Guðmundur, og Guðrún María, skjótið all föstum skotum, þá Marsibil Sæmundardóttir vill sýna fólki, að hún hafi þó, einhvern vott, af æru, í sinni skjóðu, eða,.......... finnst ykkur; Guðmundi og Guðrúnu Maríu boðlegt, að nágrannar mínir, í vestri,, Reykvízkir, þurfi að sitja uppi, með 15 menningana, eða stóran hluta þeirra, í Ráðhúsi Reykjavíkur, einnig; árin 2010 - 2014 ?

Spillingin er ætíð til staðar; hvort sem hún hentar málflutningi ykkar, þetta sinnið, eða hitt, gott fólk.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem og Óskar Bergsson eru, einhver ógeðfelldustu afsprengi sinna flokka, og skírskota svo sem, til vinnubragðanna, á landsvísu einnig.

Það er hart; að þurfa að kyngja sannleikanum, þótt undan honum kunni að svíða, að nokkru, gott fólk.

Magnús Helgi; getur svo vottfest sóðaskapinn, innan Samfylkingarinnar, glögglega, þykist hann hafa tóm til.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar minn. Finnst ég bara vera samkvæmur í minni pólitík sem Þóðlegur mið/hægri-sinni. Get ekki hugsað mér pólitískra áhrifa Samfylkingarinnar í
íslenzkum stjórnmálum hafandi það að markmiði sínu að stórskerða vort
fullveldi og sjálfstæði með ESB-aðild og afhenda útlendingum yfirráð yfir
okkar helstu auðlindum. Slíka öfgakenndu alþjóðahyggju á að berjast  gegn.

Sama er um Vinstri grænna að segja arftaka kommúniskra og sósíalsiskra viðhorfa, sem eru svo andþjóðernissinnaðir að þeir vilja Ísland eitt ríkja í heiminum berskjaldað og varnarlaust, neita að við nýtum okkar helstu auðlindir svo þjóðin hafi einhverju að bíta og brenna. Eða varla lifum við á
fjallagrösum og hundasúrum, eða hvað?. Varla verður velferðarkerfið
sterkt með slíkri pólitík.

Þess vegna er ég eindreginn stuðningsmaður þess að ÖLL ÞJÓÐLEG framfarasinnuð borgaralegu öfl í Sjálfstæðis-Framsóknar-og Frjálslynda-flokkum fari nú einu sinni að vinna saman landi og þjóð til heilla. Þessi þjóðlegu öfl eru til staðar í þessum 3 flokkum,  hvergi annars staðar, og þau þarf að virkja og sameina.  Bind miklar vonir við Hönnu Birnu og Óskar. Þetta eru heiðarlegar og heilsteyptar sjálfstæðar persónur sem ég veit að geta komið á festu og stjórn í borginni.

Þannig er það nú það Óskar minn!

Með þjóðlegri kveðju!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.8.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nýta orkulindir að fullu. Vona að það verði aldrei. Minni þig á að ef að við nýtum alla virkjanlega kosti nú og bindum þá í stóriðju til svona 40 ára þá hafa börn okkar og barnabörn enga möguleika aðra en að virkja Gullfoss og Geysi sem og aðrar náttúruperlur. Þau verða væntanlega að fá orku fyrir atvinnu uppbyggingu ef að eini möguleiki sem menn sjá eru að virkja fyrir stóriðju.

Minni þig t.d. á að við fullnýttum fiskimiðin hér ásamt útlendingum áður. Og m.a. útrýmdum síld nærri því og fórum þess vegna að reyna að stjórna veiðum. Og þá fór fiskurinn að verða verðmætari líka.

Nú er ljóst að orka er sífellt að verða dýrmætari en við eru óð og uppvæg að selja hana álbræðslum sem hreykja sér af því að fá orku hér á hálfvirði. Finnst það ekki góð meðferð á verðmætum.

Það er sagt m.a. í úrskurði/áliti Skipulagsstofnunar að orkubúskapur undir Hellisheið og nágreni er ekki að fullu kannaður. Gæti verið að Bitruvirkjun væri að  sækja í sama hitasvæði og við hreinlega mundum þurrka það upp. Þessi óhemjugangur varðandi virkjanir finnst mér bara út í hött.

Þá segir að ekki sé sýnt fram á OR geti hreinsað útblástur almennilega og því geti þetta valdið Hvergerðingum verulegum óþægindum.

Þá sé svæðið sem fer undir virkjun og því sem henni fylgir um það bil 285 hektarar akkúrat á útivistarsvæði sem fleiri og fleiri höfuðborgarbúar sækja og Hvergerðingar nýta í dag.

Þá er talað um miklar og óafturkræf umhverfisspjöll.

Síðan væri gaman að einhver skýrði út hvernig getur verið að orkuveitan sé búin að eyða milljarði í undirbúning að Bitruvirkjun og samt ekki búin að með rannsóknarvinnu. Þetta er eins og fólk lætur varðandi Þeystareyki og engin spyr í hvað þessir peningar hafa farið ef ekkert er búið að rannsaka. Eru þessir orkusnillingar farnir að bruðla með peninga eða stela?

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.8.2008 kl. 20:41

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur minn ! Þakka þér; einarðlegt svar, sem þér var lagið, en....... hvernig leggur þú til, að grisjun þeirra, hver heil mega kallast (þótt mikill minnihluti sé), í flokkunum fari fram ?

Og hvaða líkindi telur þú; að nokkur þjóðernissinnuð sál kunni þar, að finnast, utan kannski Marsibilar, og örfárra annarra, mögulega ?

Stend; sem fyrr, með þér, óbilaður, í afstöðunni til ESB, svo ekki sé nú talað um mestu spellvirkja þessa heims, bandarísku heimsvaldasinnanna, Guðmundur minn, og aðrir skrifarar.

Með beztu kveðjum, sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 21:37

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Óskar. Tel að Marsibill geti alls ekki verið þjóðernissinni. Til þess er hún
allt of vinstrsinnuð og því í vitlausum flokki.

Óskar. Þjóðlega sinnað fólk er einungis til í 3 íslenzkum flokkum í dag.
Þetta fólk á að sameina. Fyrsta skrefið í því er að þessir 3 flokkar fari nú að
vinna saman. Tel ekki þörf á neinni grisjun í því, enda óframkvæmaleg.

Í  pólitík fáum við aldrei neitt 100% fram í því stjórnskipulagi sem við búum
við. Því eigum við að velja næst besta kostinn, sé sá besti ekki fyrir
hendi. Og þessi næst besti kostur er sá að mínu viti að hin ÞJÓÐLEGU
framfarasinnuðu borgaralegu öfl fari nú að vinna  saman m.a  gegn
öfga-aljóðahygju vinstriaflanna. Svo einfalt er það  sbr grein mín í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.8.2008 kl. 13:07

9 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Guðmundur Jónas; ágæti spjallvinur ! Mér þykir miður; að siðferðileg gildi, sem og kristið siðgæði, eigi að vera skör lægra, en persónulegt framapot og eiginhagsmunagæzla fólks; eins og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskars Bergssonar, sem einnig má heimfæra, á landsvísu, almennt. Á einnig við; um vinstri öflin, svo einskis misskilnings gæti !

Minnir á; fjörbrot Vestur- Rómverska ríkisins (árið 476); þá almenn siðblinda, sem perónulegt skæklatog, varð öllu siðferði, sem heiðarleika ofar, Guðmundur minn.

Því fór; sem fór, í því plássi.

Stend enn; við mína sannfæringu, meðan ég tóri, Guðmundur minn !

Með kærum kveðjum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband