Óskar sterkur leiðtogi!


   Óskar Bergsson nýr leiðtogi Framsóknar í Reykjavík er sá leiðtogi
sem Framsókn hefði svo mjög þurft á að halda á síðustu árum í
Reykjavík . Hann er heiðarlegur, málefnalegur, rökfastur og fylginn
sér, með mikla og langa reynslu af borgarmálefnum. - Enda hefur
hann  í hinu mikla pólitíska umróti síðustu daga sýnt mikla staðfestu
og forystuhæfileika. Þannig hefur fylgi flokksins tvöfaldast á einni viku
milli  kannana Gallups og Fréttablaðsins. Þá nýtur Óskar einróma
stuðnings baklandsins í Reykjavík, sem er afar mikilvægt veganesti.
Er nú sá maður sem bersýnilega getur sameinað flokkinn á ný.
Af vísu skar Marsibil Sæmundardóttir sig úr leik. Hún hefur berlega
verið í flokknum á fölskum forsendum, enda hleypur nú í fang krata
og annara vinstrisinna eins og hún hafi ætið átt þar heima. Alla
vega hefur upphlaup hennar alls ekki skaðað fylgi flokksins, heldur
þvert á móti. 

  Nýr meitihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru stórmerk póli-
tísk tíðindi, sem klárlega hafa víðtæk áhrif. Hér getur haglega verið
komin uppskrift að nýju ríkisstjórnarmynstri, með þátttöku Frjáls-
lyndra. Upphaf sögulegrar  samvinnu hinna framfarasinnuðu borg-
aralegu flokka á Íslandi. Skarpra skila í íslenzkum stjórnmálum.

  Ekki að furða þótt vinstrisinnar séu æfir í borginni og hóta aftur
skrílslátum í Ráðhúsinu n.k fimmtudag þegar hinn nýi meirihluti
tekur við. - Gangi það eftir  er komin full ástæða til hjá Sjálfstæðis-
flokknum að losa sig við hina máttlausu og duglausu vinstrisinnuðu
Samfylkingu úr ríkisstjórn. Og þó fyrr hefði verið !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Yfir litlu má gleðjast Guðmundur. Á bak við Dag er ríflega tífalt fylgi Framsóknar og Óskars. Hann hlítur að vera ofurmenni samkvæmt þínum viðmiðum.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.8.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur. 

Til handa Reykvíkingum vonar maður að þessi meirihluti sem nú er sitji út kjörtímabilið.

Jafnframt vildi maður óska þess að menn tileinki sér málefni ofar mönnum í borgarstjórnarpólítikinni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.8.2008 kl. 01:32

3 identicon

Fyrst hann er svona rosalegur leiðtogi, því var hann þá í þriðja sæti og röðin komin að honum, loksins?

Og þetta með baklandið, hvaða bakland eru frammararnir alltaf að tala um? Við vitum að þetta eru örfáar hræður.

En það er gaman að lesa þessi skrif ykkar, endilega haldið því áfram.

steini (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála sem oftar Guðrún.

Ekki nema von að mörgum krötum sé órótt núna. Sjá nú fram á dugmiklan
og sterkan borgarstjórnarmeirihluta til loka kjörtímabils undir samhentri
forustu Óskars og Hönnu Birnu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.8.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband