Sjálfstæðisflokkur stórtapar við að vinna með Samfylkingunni



   Það er alveg  ljóst  að  Sjálfstæðisflokkurinn  er  að  stórtapa
á ríkisstjórnarsamstarfinu  við  Samfylkinguna  skv.  þjóðarpúlis
Gallupps. Enda  gerði  flokksforysta  Sjálfstæðisflokksins  með
vara-formann flokksins  í  broddi  fylkingar  hrikaleg  mistök á s.l
ári  að mynda ríkisstjórn með  ábyrgðarlausum  krötum, í  stað 
þess að halda áfram með hina borgaralegu ríkisstjórn með Fram-
sókn og þá með innkomu Frjálslyndra.

  Samfylkiningin er óábyrgasti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi í
dag. Hefur ENGA sýn á efnahagsmálin önnur en þau að koma
Íslandi innn í ESB og taka upp evru. En með ESB-aðild myndi
fullveldi og sjálfstæði Íslands stórskerðast, og helstu auðlindir
þjóðarinnar myndu með tíð og tíma komast í hendur útlendinga,
sbr. hinn framseljanlegi kvóti á Íslandsmiðum. Sjálfstæð peninga-
stefna yrði úr sögunni með upptöku evru með tilheyrandi atvinnu-
leysi, stöðnun og kreppu til langframa. - En samhliða þessu virðist
Sjálfstæðisflokkurinn láta Samfylkinguna komast upp með að leika
tveim skjöldum í ríkisstjórnarsamstarfinu. Oftar en ekki virðist Sam-
fylkingin vera í stjórnarandstöðu, útata samstarfsaðila sinn  í ríkis-
stjórn pólitískum auri þegar hentar þýkir. Virðist ALLS EKKI viður-
kenna það alvarlega ástand sem er að skapast í efnahagsmálum,
og virðist heldur  ekki koma efnahagsmálin neitt við, þau séu höfuð-
verkur sjálfstæðismanna. - Já það er alveg með ólíkindum hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn lætur Samfylkinguna teyma sig á asnareyrunum, 
og ekki síst nú í orku-og stóriðjumálum.

    Fylkisaukning Samfylkingarinnar er vissulega áhyggjuefni, því þar
með fá hin öfgafulla  alþjóðahyggja sósíaldemókratismans byr undir
báða vængi í íslenzkum stjórnmálum, landi og þjóð til mikillar bölvunar.

   Hvernig væri að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins færu nú að vakna
af hinum pólitíska þyrnirósarsvefni?  Að það sé ALLS EKKI hennar hlut-
verk að innleiða hér sósíaldemókratiskt trúleysi á land og þjóð. Heldur
miklu fremur öfluga, framfarasinnaða og borgaralega sýn á þjóðlegum
grunni til að stórauka hér halgsæld og velferð á ný.

  Sjálfstæðismenn! Litið til  hins nýja borgarstjórnarmeirihluta. Þar virð-
ast margir jákvæðir hlutir í gangi skv. sömu þjóðarpúlskönnun, enda
vinna þar nú samhent borgaraleg öfl!!!
mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...ekki sjálfstæðismaður! Kanntu annan?

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 00:37

2 identicon

Mig langaði bara að segja þér að þú ert dúlla.

Hej, Pal.

Pal I Sander (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Auðvitað er það áhyggjuefni fyrir forpokaðar þjóðrembur og afturhaldsöfl að alltumvefjandi og rómantískri jafnaðarstefnu vaxi fiskur um hrygg.

Yfir litlu kætist þú ef þér finnst þinn flokkur vinna stór vígi í borgarmálunum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.9.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ætli mein Sjálfstæðiflokksins sé ekki eitthvað annað og meira en bara samstarfið við Samfylkinguna! Hvernig er farið fyrir Framsókn? Mér sýnist sjálfstæðismenn stefna í sömu átt.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 06:14

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er það ekki frekar að Samfylking eykur fylgi sitt þrátt fyrir að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Segir líka til um að þjóðin vill í meira mæli fara að skoða Evrópumálin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Komið þið sælir kratar. Alveg ótrúlegt er að lesa t.d hjá þér Arnþór, að það
skipti ekki máli hvort kvótinn á Íslndsmiðum sé í eigu Íslendinga eða útlendinga. Þvílík óþjóðhollusta af versta tagi, sem gæti ekki komið en úr
sóslíaldenókratisku hjarta. Fyrir mér er það ALGJÖRT aukaatriði hver höndlar  með kvótann á Íslandsmiðum svo framarlega sem ALLUR VIRÐIS-

AUKI og tekjur skili sér 100% í íslenzkt þjóðarbú til að byggja hér upp
hagvöxt og velferð. En það gerir hann svo sannarlega ekki þegar hann
er komin í erlenda eigu sem mun fljótlega gerast göngum við í  ESB.        
Að þú skulir VOGA þér Arnþór að bera svona and-íslenzk
sjónarmið á borð er með hreinum ólíkindum. Enda virðist það grunnhugsun
ykkar krata að grafa undan nánast ÖLLU sem íslenzkt er, enda var
stór hluti ykkar á móti lýðveldisstofnuninni 1944, og svo drógu þið ætíð
lappirnar í hvert skipti sem íslenzk landhelgi var færð út. Þetta
bara sannar eins og hér hefur verið haldið fram, ykkur er fjandans sama
um hvort íslenzk þjóð hafi eitthvað til að bíta og brenna, og komast af
sem slík. Þess vegna þarf að útiloka ykkur sem mest til áhrifa í íslenzkum
stjórnmálum, því þið vinnið klárlega gegn hagsmunum þjóðarinnar á svo
fjölmörgum sviðum. 

Gunnlaugur. Ef það er þjóðremba að vilja að Íslendingar haldi fullum
yfirráðum sínum yfir sínum helstu auðlindum til að komast af, og vilja
halda í hið íslenzka lífsrými með fullu sjálfstæði og fullveldi, þá er
það falleg og góð þjóðremba, andstæð hinum andþjóðlegum viðhorfum
ykkar krata á nær öllum sviðum, sem gengur klárlega út á það að
murka lífið úr þjóðinni og gera hana að ölmusuhjáleigu innan ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta blogg hlýtur að vera grín. Nema hér sé um að að ræða "öfgatrúarmann". Aðeins öfgatrúarmenn eru svona svarthvítir. Í stuttu máli er maðurinn að segja: "Samfylkingin er djöfullinn!". "Kratar eru vondir!". "Helvíti er til vinstri og himnaríki til hægri!" "Djöflar og árar eru sósíalískir!" "Allt vinstrital er guðlast!" "Drottins orð er Framsókn og Sjálfstæðistal!" o.s.frv.

Til athugunar: Ef menn eru ekki jafnaðarmenn eru þeir eðli málsins samkvæmt ójafnaðarmenn. Flettu endilega upp ójafnaðarmaður í orðabók!

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sall Páll jafnaðarmaður sem virðist ekki alveg í jafnvægi. Já það kemur
stundum við kaunin hjá sumum að heyra sannleikann. Fyrir mér rekur
Samfylkingin öfgafulla alþjóðahyggju, sem ber að berjast á móti, og
hef fært fyrir því ótal rök. - Þá getur jafnaðarmennska verið afstætt hugtak.
Ef það er jafnaðarmennska hvernig lífskjörinn hafa STÓRVERSNAÐ síðan
,,Jafnaðarmannaflokkur Ísland" komst loks til áhrifa í ríkisstjórn er það skrítin jafnarmennska, enda vinnur Samfylkingin  á móti því að þjóðin nýti auðlindir sínar á fullu til að stuðla að hagvexti og öflugri velferð meðal
þjóðarinnar..
sem einnig á að berjast hart á móti.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 11:40

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Guðmundur, þetta er einfaldlega rangt hjá þér. En þar sem þú ert öfgatrúarmaður er lítil von til að þér snúist hugur því þeir taka engum rökum. Fyrirfram mótuð skoðun er höggvin í heilabörkinn á þér og verður ekki haggað.

Lífskjörin í dag er afleiðing stjórnarsambands D og B. Slíku klúðri verður ekki kippt í lag í einu vetfangi. Rembihnúturinn sem það samstarf skilaði þjóðinni í er slíkur að einhver misseri tekur aðleysa hann.

Annars er ég í ágætu jafnvægi. Aðeins að reyna að hrista upp í þér. Reyna að fá þig til að sjá að pólitíkin er ekki svona svarthvít. Gott og hæft fólk er í öllum flokkum. Eins eru ónytjungar og vitleysingar í öllum flokkum.

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 12:07

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Páll. Alveg dæmigert fyrir þröngsýni ykkar vinstrisinna. Sjái allt í svart/hvítu.  Ef það eru ekki ÖFGAR þá veit ég ekki hvað öfgar eru. Þetta er einfaldlega
rangt hjá þér varðandi efnahagsástndið í dag. Búum við handónýta ríkis-
stjórn síðan Samfylkingin kom þarna inn. Þurfum ekki á neinum endalausum
samræðustjórnmálum að halda sem ganga út á það AÐ GERA EKKI NEITT,
enda hefur Samfylkingin verið AÐAL  DRAGBÍTURINN í íslenzku efnahagslífi
í dag. Þvælist endalaust fyrir atvinnulegri uppbyggingu, eins og nú síðast
þegar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar tókst loks að fresta álvers-
uppbyggingu á Bakka um a.m.k ár eða ALFARIÐ. Svona er með ALLT sem
kratar koma nálagt. Var það kannski tilviljun að fyrir 13 árum þegar
kratar voru við völd var hér eymd og kreppa og þá vantaði um 12.000
störf. Um leið og krötum var hent úrúr ríkisstjórninni fór allt á fullt
og aldrei hefur verið meiri hagvöxtur og kaupmáttaraukning í Íslands-
sögunni þegar borgarastjórn Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks voru við
völd. Tilviljun?  Nei, alls ekki!  Þannig að ástæðan fyrir  krepunni í dag
er fyrst og fremst ónýt ríkisstjórn, enda helmingur ráðhennar hennar sem
hafa ENGA trú á ÍSLENSKRI FRAMTÍÐ, heldur vilja þröngva Íslandi
inn í OFUR-MIÐSTÝRT Sanbandsríki Evrópu ESB þar sem þessi 300 þúsnd
manna þjóð (eins og ein breiðgata Berlínar) mun endanlega týnast og
farast.  - Þetta er ekkert flóknara en það! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þurrkaðu froðuna úr munnvikunum væni. Eins og þú réttilega bendir á erum við eins og breiðgata í Berlín. Líkt og breiðgata í Berlín erum við háð ástandi á alþjóðavettvangi. Það var ekkert öðruvísi fyrir 13 árum og klassískt fyrir blinda öfgatrú þína að kenna krötum um allt sem illa fer. Enda er það fráleit fullyrðing og alröng. Og að kenna nýskipaðri stjórn um ástandið í dag er álíka gáfulegt og að ásaka ólétta konu um að vera feita.

Að þjóðin týnist og farist í EB er auðvitað raklaus þvæla. Líkt og aðrar þjóðir höfum við okkar andmæla-, ákvörðunar- og atkvæðisrétt. Raddir okkar fulltrúa eru ekkert lægri en raddir annarra. Þetta er tómur hræðsluáróður til að verja hagmunatengs gömlu Sjálfstæðismafíunnar.

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 17:00

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Páll. Hvernig ætlar þú að hafa áhrif innan ESB með langt innan við l% þingmanna á Evrópuþinginu og ENGAN fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB?
Sérhver hænuhaus myndi hrista haus og sjá slíkt vonlaust dæmi fyrir örþjóð
eins og Íslendinga. Enda vitið þið betur og sem öfgasinnuð alþjóðahyggja
sósíaldemókratismans segir ykkur að sættast á!  Bara staðreyndir!

Skil ekki alveg ,,húmorinn" hjá þér Arnþór. Hins vegar veit ég um FJÖLMARGA sem bíða spenntir  við að komast á alala spenana í kringum
ESB-aðildina.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.9.2008 kl. 20:30

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...hræðsluáróður. En það þýðir lítið að tala við þig, slík er blind heiftin. Hverjir bíða eftir að komast á EB-spena? Komdu með nöfn og á hverju þeir munu hagnast.

Páll Geir Bjarnason, 2.9.2008 kl. 23:50

14 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, og aðrir skrifarar !

Páll Geir ! Alveg er ljóst; á þínum sora skrifum, að þú hefir fengið pólitíska uppeldið, hjá þeim Aragötu feðgum, Gylfa heitnum, og Þorvaldi syni hans. Þið krata skrattar; ættuð að hundskast úr landi, yfir í Paradís ykkar, á Brussel völlum, og dúsa þar, í alsæluríki ykkar. 

Þið eruð; líkast til, verstu fjendur bænda, á íslenzkri grundu, hverjir fóðra ykkur þó, helvítis afæturnar ykkar, á framleiðslu sinni, og svona viljið þið launa þeim, sem öðrum löndum ykkar, með skriðdýrshætti algjörum, fyrir Evrópu stássinu.

Hitt er annað; Guðmundur minn, að ég frábið mér, að lesa öllu lengur, einhverjar lofrullur, um samstarf við andskotans Sjálfstæðisflokkinn, hver; ásamt áðurnefndum krötum, rær að því öllum árum, að gera land okkar óbyggilegt okkur, sem okkar afkomendum.

Arnþór - Gunnlaugur B og Magnús Helgi eru við það heygarðshorn, sem vænta mátti, að venju.

Rétt; að viðurkenna þau ærlegheit, raunverulegra vinstri- manna, að þeir eru þó hugsjónamenn, og baráttumenn fyrir þá, sem minna mega sín. Krata hyskið er; froðusnakkar reglugerða - sjálfhælni og einka afturenda hyggju, sem dæmin sanna bezt. Kostuleg er; sýndarmennska Jóhönnu Sigurðardóttur, og,, hversu hún kokgleypir tilskipanir Valhallar draslaranna, svo eitt dæmi sé tekið, af þúsundum ! 

Ég ætla ekki; að biðja neinn afsökunar á, þótt ég hafi skrifað, á tæpi tungulausri íslenzku, piltar !  

Með ennþá blendnari þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:54

15 identicon

Og lestu betur; fyrri athugasemdir mínar, hér hjá Guðmundi; Arnþór minn.

Fyrir nokkrum dögum; hvatti ég til byltingar, hér á síðu Guðmundar, hvar bændur - sjómenn - verkamenn og iðnaðarmenn tækju við stjórnartaumum, og Alþingi yrði aflagt, ÞÓTT FYRR HEFÐI VERIÐ !

Það er svívirða; Arnþór minn, hversu flokks fjandi þinn, hefir svikið íslenzka alþýðu, með mélrófuhættinum, við viðurstyggð Sjálfstæðis flokksins !

Og kveðjur; snubbóttar enn / hinar beztu samt; til Guðmundar Jónasar !

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 00:17

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hahaha. Þú hefur sett andlitið heldur nálægt mjaltarvélinni í þetta skiptið...

Páll Geir Bjarnason, 3.9.2008 kl. 01:54

17 identicon

O; ræfillinn, Páll Geir !

Beinir þú þessarri aulahæðni, til mín, verð ég að viðurkenna, að ég kann lítt til starfa, í sveit. Miklu fremur; er ég lítillega að mér, í fræðum sjávarútvegsins, hvar ég starfaði, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf, í eina tíð.

Met samt mikils; framlag bænda, til allrar framleiðslu, og atvinnulífs, í landinu. Og gættu að; kratatetur ! Að baki starfs hvers bónda, eru allt að 5 - 6 störf, frá slátrara til bókara, vel að merkja. Þau skipta ykkur; engisprettuplágu Íslands (Samfylkinguna) líkast til, ekki miklu máli heldur, Páll Geir, eða er það ekki rétt ágizkun mín ?

Þið eruð; þrátt fyrir allt, aumkunarverð sníkjudýr, á samfélagi okkar, krata skrattarnir, og bezt geymdir, í grasbiti, eða japli, á Spánarsnigli, suður á Brussel völlum, Belgum og nágrönnum þeirra til leiðinda - okkur; hér heima á Íslandi til ánægjuauka !!!

Með fremur; köldum kveðjum - hinum beztu samt, til Guðmundar

Óskar Helgi Helgason   

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:12

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Haha, slakaðu á næturblogginu. Ertu að taka Össur félaga þinn þér til fyrirmyndar? Stórkostlegt að þú skulir halda mig krata. Þú hljómar eins og náungi sem myndi hengja bakara fyrir smið. Dásamleg gremja og biturð sem kraumar þarna hjá Stokkseyringum.

Páll Geir Bjarnason, 3.9.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband