Bág staða öryrkja undir stjórn Samfylkingar
5.9.2008 | 12:52
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum sínum yfir
slæmri fjárhagsstöðu öryrkja. Aðalástæðan sé vaxandi verðbólga sem reyn-
ist öryrkjum illmögulegt að láta enda ná saman. - En þetta á ekki bara við
öryrkja, þetta á við alla sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Kjör þessa
fólks hafa snarversnað s.l ár, þrátt fyrir ýmissa aðgerða stjórnvalda til
að bæta kjör þessara þjóðfélagshópa. Má segja að staða þessara hópa
hafi aldrei verið verri í áratugi.
Og allt skuli þetta gerast undir stjórn og ábyrgðar Jafnaðarmannaflokks
Íslands, Samfylkingunni. Flokki sem lofaði stórbættum kjörum til handa
hinum verrsettu fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir núverandi fél-
agsmálaráðherra fór þar fremst í loforðaflauminu. Hver er útskýring
hennar nú á stórversnandi lífskjörum hinna verst settu undir HENNAR
stjórn? Hvar eru nú allar efndirnar um að hagur þessa fólks verði stór-
bættur kæmist Samfylkingin og Jóhanna til valda ?´Ætti ekki stjórnmála-
maður eins og Jóhanna Sigurðurðardóttir nú að segja af sér þegar stað-
reyndirnar blasa nú við og sem eru svo GJÖRSAMLEGA þvert á það sem
lofað var fyrir kosningar?
Ekki geta svikin verið út af kreppunni á Íslandi, því formaður Samfylk-
ingarinnar lýsti því yfir fyrir örfáaum dögum að á Íslandi í dag væri engin
kreppa. Og varla voru ríkisfjármálin í klandri þegar Samfylkingin komst
til valda? Höfðu reyndar aldrei staðið eins vel í sögu lýðveldisins!
ÖBÍ: Þungar áhyggjur af fjárhagsstöðu öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin hefur stórbætt kjör öryrkja: t.d.
Og ef við miðum við að Framsókn hefur farið með málflokk fatlaðra og öryrkja síðustu þar til í síðustu kosningum þá segi ég bara öryrkjar mega vera fegnir að Jóhanna er með þennan málaflokk núna. Því ef þér finnst ástandið vera slæmt nú eftir allar þær lagfæringar sem hún er búin að gera, hvernig væri það þá ef að framsókn væri enn með málaflokkinn. Hún hafði jú 12 ár til að bæta hann.Magnús Helgi Björgvinsson, 5.9.2008 kl. 16:00
Magnús. Það að Aðalstjórn ÖBÍ sjái sig tilknúna að senda frá sér SÉRSTAKA
yfirlýsingu það sem lýst er ÞUNGUM áhyggjum af versnandi fjarhagstöðu
öryrkja, ÞRÁTT fyrir upptalningu þína, sem er góð eins langt sem hún nær,
segir allt sem segja þarf um hríðversnadi stöðu öryrkja og þeirra sem
verst eru settir í dag. Þetta eru bara blákaldar staðreyndir. Vegna
óðaverðbólgu og stjórnleysi í efnahagsmálum, stórminnkandi kaupmáttar
og alles sem Samfylkingin ber FULLA ábyrgð á.
Hversu ljótt sem segja má um Framsókn jókst samt kaupmáttur í hennar
stjórnartíð hvorki meir ne minna en hátt í 70% og sem betur fer jóks kaup-
máttur öryrkja og þeirra verr-settu umtalsvert á þeim tíma. En
núna fer hann snar-minnkandi. Ekki að reyna að verja þetta Magnús!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.