Óli Björn:Samstarfið við Samfylkingu stórpólitísk mistök !


     Í nýjasta hefti Þjóðmála gerir Óli Björn Kárason uppgjör við
Sjálfstæðisflokkinn. Segir hann flokkinn glíma við  innri  og  ytri
vanda sem geti ógnað stöðu hans sem stærsta og áhrifamesta
stjórnmálaafls landsins. Og á Rás 2 í gær sagði Óli Björn í tilefni
þessa uppgjörs að samstarf við Samfylkingu að afloknum síðustu
kosningum hefðu verið  mikil  pólitísk mistök. Samfylkingin hefði
verið í sárum eftir fylgistap og Ingibjörg Sólrún hefði verið á leið
úr pólitíkinni þegar forysta Sjálfstæðisflokksins hefði kastað til
hennar og Samfylkingarinnar pólitískum bjarghringi. Mjög margir
sjálfstæðismenn hefðu verið og eru mjög andvígir samstarfi við
Samfylkingunna. Og nú er þetta allt að hefna sín . Flokkurinn
stórtapar skv skoðanakönnunum en Samfylkingin fleytir rjómann
af ríkisstjórnarsamstarfinu.  

  Allt er þetta hárrétt hjá Óla Birni. Þetta er einmitt það sem hér
á þessu bloggi hefur margoft verið bent á. Auðvitað átti Sjálf-
stæðisflokkurinn sem borgaralegur flokkur að vinna áfram á
mið/hægri pólitískri braut,  á grundvelli fyrri ríkisstjórnar með
Framsókn, og með innkomu Frjálslyndra til að styrkja þingmeiri-
hlutann. Þarna hefði geta orðið söguleigir viðburðir í íslenzkri
stjórnmálasögu. Öflug þjóðleg borgaraleg pólitísk blokk væri
mynduð til frambúðar. Ekki bara á ríkisstjórnarstígi, heldur
einnig á sveitarstjórnarstígi, sbr. núverandi meirihluti í borg-
arstjón Reykjavíkur. - Þar með hefðu vinstriöflin hafið hina
endalausu pólitísku eyðimerkurgöngu í íslenzkum stjórnmálum.

  Já mistök flokksforystu Sjálfstæðisflokksins voru mikil.  En
enn er ekki öll nótt úti. Enn er hægt að snúa við á hina réttu
pólitiska braut.  En klukkan tifar ! 
mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það hlaut að koma að því að Sjálfstæðismenn færu að ræða málin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það gæti nú verið erfitt samstaf xD með Xb og XF. Jón Magnússon á móti verðtryggingu, xF á móti kvótakerfinu, Kristinn H með sýnar skoðanir á flestum málum. Guðjón sem formaður flokks gæti ekki vegna þess að hann tók þátt í að mynda flokkinn setst í stjórn og gert ekkert í kvótakefinu sem flokkur hans er myndaður utan um.

Þá sé ekki hvað þú heldur að þessir 3 flokkar geri sem ekki er gert í dag. Þarna í hópnum er bara enginn með reynslu eða þekkingu á efnahagsstjórn. Sá sem hafði það er fyrrverandi formaður sem er hættur. Sé ekki hvað þau ættu að geta gert. Þarna er Siv sjúkraþjálfi Valgerður með einhverja menntun í þýsku og ensku. Guðni með búfræðimenntun, Magnús reyndar með rekstarfræðipróf frá Samvinnuháskólanum gamla. Höskuldur er eini sem er með menntun í viðskipa og stjórnmálafræði en hann hefur litla reynslu.

Og framsókn ber jú sinn hluta af þessari þennslu sem fylgdi kosningaloforði um risaframkvæmdir á Austurlandi sem og 90% lán íbúðarlánasjóðs sem bæði eru ráðstafanir sem eru taldar hafa komið þennsluni af stað.

Sjálfstæðisflokkurinn væri nærri 2 fallt stærri en þessir flokkar saman. Sjálfstæðisflokkurinn færi eins og nú með Forsetis og fjármálaráðuneytið sem eru jú þau helstu sem taka stórar ákvarðanir varðandi efnahagslíf.

Sem og að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokks er síðan að stýra í Seðlabankanum. Einkavinir Framsóknar og Sjálfstæðismann fengu síðan bankana gefins og hafa alið hér á þennslunni með endalausum lánum. Sbr. S hópinn frá framsókn og svo Björgúlfur og co fyrir sjálfstæðisflokk.

Og síðan væri gaman að vita hvað þeir mundu gera annað en að rífast kannski við frjálslynda um innflytjendur.

Síðan væri nú gaman að vita hvað þú villt að stjórnvöld geri nú? Hvaða ráðstafanir mundu redda hér öllu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2008 kl. 01:12

3 identicon

Ef Sjálfstæðisflokkurinn er bara hagsmunasamtök er þjónar bara ákveðnum aðilum og þeirra hagsmunum, þá var ekki svo vitlaust(hjá þessum aðilum) að plögga samkrullið og Ingibjörgu.

Hvers vegna? Nær ekki allt fram að ganga, eins og í sögu? NATO og lögregluvæðing sem aldrei fyrr, og frjálshyggja í heilbrigðismálum.....

Hefði verið hægt að virkja svona mikið með samfó í minnihluta? Get ekki betur séð en að samfó vinni sitt verk alveg jafn vel og framsókn á sínum tíma? Samfó er bara stærri flokkur en framsókn, og ennþá spilltari..... 

Kannski var feril Ingibjargar bjargað svona til styttri tíma, en er hún og samfó ekki búin að drepa endanlega vinstri hugsjónir sínar, og trúverðuleika?

Hvernig verður þetta til lengri tíma, þegar horft er til baka á verk samfó og Ingibjargar? Held ef vinstrimenn vakna af værum blundi sínum, verði bannað að minnast á Ingibjörgu og samfylkingu vel og lengi........

Sem og valdagræðgi.

Kannski verður vinsælt að horfa á gamlar ræður Ingibjargar, td ræður um bláu höndina og valdagræðgi, svona á tyllidögum ef menn vilja hlægja mikið.....

svipað og áramótaskaup..... 

magus (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:13

4 identicon

Uhuu aumingja mennirnir! Já þú villt borgaralega hægri stjórn með áframhaldandi vonlausri einkavinavæðingu sem gagnast ekki neinum nema vinum og vandamönnum. Ég finn til með ykkur.

Valsól (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin öll. Magnús, aldrei verður hætt að koma í veg fyrir einstakan skoðanamun milli þinngmanna, en heilt yfir eru þessir flokkar
líkir, B.D og F enda allir mið/hægriflokkar. Tel það mikinn kost að sem
skörpust skil séu í pólitík, þannig að kjósandin hafa raunverulegt val.
T.d milli tveggja helstu blokka til hægri og vinstri.  Guðni, Valgerður og
Siv hafa mikla reynslu af ríkisstjórnarsetu, mun meiri en ráðherrar
Samfylkingar, sem auk þess hafa enga skoðun á efnahagsmálum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 16:33

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi nú að Framsókn fór mikinn fyrir nokkrum vikum og heimtaði að tekið yrði stórlán upp á 500 milljarða strax. Talað um að nú yrði bara að virkja og virkja. Síðan þá hefur verið bent á að þessar aðgerðir hefðu orðið til þess að ríkissjóður hefði þurft að borga 20 milljarða á ári í vexti á þeim kjörum sem honum bíðst. Og að miklar framkvæmdir yrðu sem olía á verðbólgubálið með víxlhækkunum launa og verðlags.

Þá væri gaman að vita hvern þú sæir innan Frjálslyndra sem ráðherra og í hvaða ráðuneyti? Frálslyndir eru: Guðjón, Grétar Mar báðir skipstjórar, Jón Magnússon lögfræðingur og Kristinn H Gunnarsson. Stúdent og hefur starfað sem kennari og viti menn við bókhald. Bendi líka á að nú eru líkur á að formannslagur sé framundan hjá xF og það hefur nú ekki alltaf gengið vel.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Eins og þú hefur kynnst með mig tek ég sjálfstæðar skoðnir og
oft samrýmast þær alls ekki skoðunum Framsóknar. Hef td lýst yfir mínum
skoðunum í peningamálum sbr myntsamstarf við Norðmenn, þá myndi t.d
þessi ofur-gjaldeyrislán til  eflingar gjaldeyrisvarasjóðsins vera nær óþörf.
Er þar ósammála tja ÖLLUM stjórnmálaflokkum. Ég vildi t.d sjá Guðjón sem
sjávarútvegsráðherra til að hrista upp í þessu steingelda sjávarútvegs-
kerfi. Kristin er kommi og ætti að vera hjá VG. Eigum svo að halda áfram
að nýta okkar orkulindir á fullu og skapa gjaædeyrir og hagsæd. Nú er
t.d áliðnaðurinn að gera mikla aukningu í hagvexti upp að 5% miklu meira
en spáð var.  Sem betur fer!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s.

Var að lesa þetta hjá Agli Helgasyni:

"Það væri gaman að vita hvort Óli Björn og félagar – því hann er alls ekki einn um þessa skoðun – telja að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að slíta samstarfinu við Samfylkinguna og reyna þá væntanlega að stofna stjórn með Vinstri grænum?

Aðrir kostir virðast ekki í boði fyrir flokkinn. Nema að þrauka"

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2008 kl. 17:57

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Egill er stundum rugludallur í spádómum og stöðumati. Eitt
HELSTA báráttumál sjálfstæðismanna er að nýta okkar orkulindir, ÞVERT
á stefnu VG. Himinn og haf aðskilja grunnhugmyndir þessara flokka.
Því segi ég. Borgaralega ríkisstjórn D.B og F á ÞJÓÐLEGUM grunni til
frambúðar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband