Framsókn skilar auðu í myntmálinu
16.9.2008 | 15:50
Efling krónu eða upptaka evru er niðurstaða nýrrar skýrslu
gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins sem kynnt var í dag. En
hver er stefna Framsóknarflokksins í þessu stórpólitíska hitamáli
komin með slíka skýrslu í hendur og hafa rætt hana innan flokksins?
BINGÓ ! Engin ! En er það ekki einmitt eðli og hlutverk og jafnvel
FRUMSKYLDA stjórnmálaflokka að hafa skýra pólitíska afstöðu til
a.m.k þeirra stórpólitisku mála sem uppi eru meðal þjóðarinnar
hverju sinni? Og ÁKVEÐA LEIÐIR? Ef ekki, HVERRA ÞÁ ?
EKKERT nýtt kemur fram í skýrslu Framsóknar. EKKERT! Hins vegar
hefði Framsóknarflokkurinn í dag hafandi kannað þessi mál átt að
vera að kynna þjóðinni SÍNA stefnu í þessu stórpólitíska máli. En
það gerði Framsókn aldeilis ekki! Segir það þjóðarinnar að ákveða
það! Að sjálfsögðu verður það meirihluti Alþings og þjóðin sem
ákveður hvernig hún vilji haga sínum peningamálum. En það breytir
því ekki að ALLIR stjórnmálaflokkar VERÐA að hafa skoðun á því máli.
Líka Framsóknarflokkurinn.
Svona skýrsla hefði betur verið stungin undir stól en að fara með
hana fram fyrir þjóðina HAFANDI ENGA skoðun á henni.
Enn eitt dæmið hvernig hinn ESB-sinnaði minnihluti innan Framsóknar
er komin langt með að gera þennan annars ágæta flokk að pólitísku
viðundri, með fylgi samkvæt því!
Efling krónu eða upptaka evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að misskilja stöðu þessarar skýrslu. Hún er unnin að beiðni miðstjórnar Framsóknar og felur ekki í sér stefnumörkun og á ekki að gera það. Hennar hlutverk er að greina stöðuna og upplýsa um þá möguleika sem fyrir hendi eru.
Hún mun verða góður grunnur að umræðunni og vandaðri stefnumörkun, sem fer fram á flokksþinginu í mars. Þá mun stefna til næstu tveggja ára verða mótuð.
Gestur Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 16:21
Er ekki að misskilja neitt Gestur. Ef þetta er VINNUPLAGG innan flokksins
þá á hún að sjálfsögðu að ræðast þar, - þar sem reynt sé að komast að
vitlegri niðurstöfu OG MÓTA STEFNU. Ekki að halda svona OPINBERAN fund um hana eingöngu til að opinbera STEFNULEYSI flokksins í málinu. Sem er
afar óheppilegt pólítískt séð. Því það kemur EKKERT nýtt fram í skýrsluuni.
EKKERT! Því eftir sem áður er það PÓLITÍSKT mat sem mun ráð för í
máli þessu og ekkert annað. Málið er einfalflega þannig vaxið!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 16:30
Þú ert sem sagt að gagnrýna að skýrslan hafi verið kynnt?
Það er reyndar formið sem hefur verið á öllum þeim skýrslum sem unnar hafa verið fyrir miðstjórn flokksins hingað til. Evrópuskýrslurnar báðar, sjávarútvegsskýrslan osfrv. Þær hafa verið kynntar á opnum fundum.
Hins vegar hlýtur þessi skýrsla hugsanlega meiri athygli í fjölmiðlum ein hinar skýrslurnar. Er það slæmt í þínum augum?
Gestur Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 16:50
Gestur. Eins og ég sagði í písli mínum er það FRUMSKYLDA stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna að hafa SKOÐANIR a.m.k á helztu
pólitísku átakamálunum hverju sinni, og útskýra slíka stefnu fyrir þjóðinni.
Sé hins vegar ÁGREININGUR innan flokks um slík stjórmál er SJÁLFSAGT að
innan viðkomandi flokks fara fram umræða og upplýsingaöflun um málið og
reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu, INNAN FLOKKSINS.Lít á þessa skýrslu sem VINNUPLAGG INNAN flokksins til að auðvelda mönnum að komast að niðurstöðu. Kjósendur og þjóðin VILJA VITA um stefnu flokka og stjórnmálamanna til hinna ýmsu mála, ekki síst um afstöðu til STÓRPÓLITISKRA mála eins og í þessu tilfelli. Hlutverk stjórn-
málaflokks er FYRST OG FREMST STEFNUMÁTANDI starf til hinna ýmsu
mála, og KOMA ÞVÍ TIL SKILA hjá þjóðinni. Ekki að útdeila einhverjum
skýrslum og vinnuplöggum, þar sem engin pólitísk afstaða kemur fram.
Til hvers? Þær eru til INNANFLOKKSBRÚKAR við stefnumótunar. Og þegar stefnan liggur fyrir er sjálfsagt og SKYLT að halda fundi og kynna þjóðinni niðurstöðuna. - Ekki eins og nú var gert í dag! Ég vil vita STEFNUNA
Gestur! NÚNA! Kjósendur og þjóðin á heimtingu á slíku!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 17:17
Sælir.
Allir þeir sem skyggnast í íslenskt fjármálalíf sjá að margt er flóknari en þeir virðast. Þessi einfalda umræða að krónan sé okkar megin efnahagsvandamál er ekki rétt.
Þetta væri einfalt ef rétt væri við erum því miður með miklu alvarlegri og djúpstæðari efnahagsvanda og það er því miður ekki allt fram komið ennþá. Stórfeld skuldasöfnun, 9500 miljarðar í skuld. Lélegt viðskifasiðgæði þar sem menn (og konur) komast nánast upp með hvað sem er. Léleg hagstjórn síðustu ára og það er nú að renna upp fyrir fólki þvílik glópska sum af þessum "útrásar" viðskiptum voru. "Silly money and silly investors." Það liggja margar "djúpsprengjur" í íslenska fjármálakerfinu og það sem er vont nú getur orðið mikið mikið verra.
Það að taka upp erlendan gjaldmiðil gerir það að verkum að við missum öll tök á hagstjórninni og það getur í versta falli framleng og dypkað þessa óumræðilegu niðursveiflu sem við erum í.
Get ekki ímyndað mér neina þjóð sem hefur eitthvað upp úr myntsamstarfi við Íslendinga að gera og það gæti verið hættulegt að taka einhliða upp annara gjaldmiðil í tráss við Evrópska Seðlabankann.
Virðingarvert að Framsóknarmenn leggja í þessa vinnu en kemur mér raun ekki á óvart að niðurstaðan verði ekki afdráttarlaus. Ögurstundin fyrir íslenskt efnahagslíf er að koma núna núna þarf að sýna styrk og festu, fá jafnvægi á þjóðarbúskapinn og það verður ekki auðvelt. Ef þetta verður ekki gert og vaxtatappinn tekinn úr íslenska hagkerfinu þá borgar það sig ekki lengur að spara og krónan kemmur til með að falla og falla og hver veit hvar hún stoppar þá. Nú þarf að binda sig við mastrið og keyra í storminn og vonast eftir að það verði brátt lygnara. Hér er enginn einföld lausn til að mínu viti.
Það má því miður segja að við höfum
Gunn (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:37
Þetta sem Framsókn er að gera, er hárrétt! Það eru þá til stjórnmálaflokkar sem virkilega leggja í vinnu við að rannsaka hlutina, ekki þetta eilífa djö.... kjaftæði sem engu hefur skilað. Það sem Ísland á að gera er að sækja um aðild að ESB og gerast fullgildir aðilar þar með myntbandalaginu. Þetta er að vísu ferli sem taka um 4-5 ár, þar sem fyrsti fasinn er inngangan, annar fasinn er efnahagssvæðið og sá þriðji myntbandalagið. Til þess að fá evruna sem mynt þarf að hafa ríkt stöðugleiki í 2 ár, og verðbólgan stöðug innan fráviksmarka.
Ísland hefur alltof lítið hagkerfi m.v. umsvif bankanna og annarra viðskipta, til að geta haldið krónunni. Þannig að ég vona að farið í það að hefja aðildarviðræður við ESB og menn fari að vinna fyrir alvöru að því. Ísland hefur þegar viðtekið á milli 70 og 80% ESB löggjafarinnar en það þarf að fara í málefnanlega kynningu á sambandinu hér heima. Það er ekki verið að fórna sjálfstæðinu, þvert á móti verðum við alvöru partur af viðskiptaumhverfinu með stuðningi og aðhaldi hinna ESB-landanna.
Hvernig væri að fá alvöru fagmenn til að kanna möguleika og áhrif þess, að láta af fljótandi gengi og fasttengja krónuna við evru? Hvort það sé betra heldur en fljótandi króna, hve langan tíma tæki að ná að halda 2ja ára stöðugleika svo við getum orðið aðilar að myntbandalaginu? Ekki þetta eilífa þjark um þetta og hitt, heldur fara í alvöru að skoða málið.
Gjaldmiðill þjóða er mikið tilfinningamál þegnanna, rétt eins og danir og svíar sem ekki hafa tekið evruna til sín, vegna sterkra tilfinninga til krónunnar sinnar.
SH (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:45
Þú SH. Þetta er gjörsamlega allt út í hött hjá þér. Við getum í dag snarbreytt okkar peningastefnu, ef menn vilja svo, m.a með því að taka upp myntsamstarf við Norðmenn, bundið gengið við ákveðna myntkörfu og allt slíkt frameftir götunum. En að fara að kasta okkar mynt og taka upp aðra sem við myndum ALDREI hafa nein áhrif á er GJÖRSAMLEGA út í hött, og bein ávísun á ævarandi kreppu og atvinnuleysi. Mörg ríki td innan evrusvæðisins í dag eru að komast í bullandi vandræði. Einfaldlega vegna þess að EIN mynt, EITT gengi og EITT vaxtastig fyrir ÖLL hin svo MISMUNANDI evruríki getur ALDREI gengið upp til lengdar. Og ætla að fara að troða Íslandi inn í slikt RUGL-kerfi með ALLT aðrar efnahagssveiflur en á meginlandinu ER SVO GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT að jafnvel meðalgreindur hænuhaus sér það og skilur það.
Það er meginhlutverk stjórnmálamanna og flokka að HAFA SKOÐANIR
á hlutunum. Gera þeir það ekki, hafa þeir engu hlutverki að gegna og
eiga að hverfa úr stjórnmálum. Sem þér gera, því kjósendur kalla
á skoðanir til að VELJA ÚR enn ekkert þvoglukennt MOÐ sem enginn
skilur eða botnar í.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 20:24
Jæja Guðmundur. Er það kannski vegna skoðana eins og þinna að ekkert er hægt að halda áfram með að ræða þessi mál. Flokkar eru, eða eiga í það minnsta að vera, lýðræðislegir. Þess vegna er verið að reyna að koma þessari umræðu á rekispöl en þú ert sem betur fer búinn að mynda þér skoðun á þessu öllu, þannig að þú þarft ekki frekari vangaveltur. En það er fullt af öðru fólki sem ekki hefur myndað sér skoðun og verið að reyna að koma umræðunni á flot. Mjög gott að þú hafir þína:-)
Ég biðst afsökunar á því að hafa vogað mér að skrifa inn á síðuna þína og þú hefur frjálsar hendur með það að henda því út. Langaði bara að setja inn mína skoðun á málinu, þar sem ég sé á kynningunni þinni að við erum bæði miðju/hægri manneskjur, en ég samþykki ekki að ég sé heimskur hænuhaus, þó svo við séum ekki sammála.
Góðar stundir og vonandi batnar skapið fljótlega
SH (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:10
Þú nafnlausi SH sem treystir þér ekki einu sinni að koma hér fram undir
fullu nafni og tjá þínar skoðanir. En virði alllar skoðanir og málfrelsi svo
þú þarft ekki að óttast brottkast þér.
Það sem ég er að reyna að segja. Stjórnmálaflokkar eru til að koma fram
með STEFNUR, ekki síst í stórpólitiskum málum. Skoðanaskiptin og umræður
EIGA að fara fram INNAN flokka. Þegar NIÐURSTAÐA er ÞAR fengin er við-
komandi STEFNA kynnt á opinberum vettvangi. Í dag var þetta alls ekki svo
hjá Framsókn um myntmál. ENGIN stefna kynnt. Málin bara reifuð út og
súður. Engin niðurstaða í málinu. Hvað koma kjósendum það við hvernig
mál eru til likta leidd innan flokka? Við kjósendur viljum flokka með SKÝRA
og KLÁRA stefnu til helstu mála, ekki síst til stórpólitiskra mála eins og
evru og ESB. ER það til of mikils mælst til stjórnmálaflokks og þeirra
sem í honum starfa? Að hafa PÓLITÍSKA SÝN á málefnin, ekki síst þau
stærstu? Það var ekki gert í dag. Það er það sem ég er að gangrýna.
Flokkur sem hefur enga fastmótaða stefnu í jafn stórbrotnum mála-
flokki og ESB-og myntmálum hefur takmarkað erindi við þjóð og kjós-
endur. Enda þurrkast slíkir flokkar út og hverfa! Undantekningarlaust!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 21:45
Ég kann bara vel við SH, vona að það sé í lagi að vera það áfram. Það er akkúrat það sem gerðist eins og í Danmörku með ESB inngönguna á sínum tíma, að það var ekki samstaða í neinum flokki þegar þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Þetta er svo mikið stórmál fyrir þjóðir og það næst aldrei 100% samstaða í neinum flokki. Þess vegna ætti að leggja fyrir þjóðina að kjósa um aðildarviðræður og ef það yrði samþykkt, þá aftur þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það eigi að ganga í ESB ef okkur yrði vel tekið í aðildarviðræðunum.
Ísland er að sveiflast eins og hin löndin í þessari niðursveiflu, verðbólgan hækkar í ESB löndunum eins og hérna. En þar eru ekki 14-15% verðbólga eins og hjá okkur. Ísland er hluti af alþjóðaumhverfinu, sama hvort okkur líkar það betur eða verr. Þess vegna vil ég að fagfólk fari í gegnum þessa hluti og kynni fyrir þjóðinni möguleikana og áhættuna, síðan metur fólk það í þjóðaratkvæðagreiðslunni hvað það vill gera. Þetta snýst um tilfinningar og því eiga einstaklingarnir sjálfir að taka ákvörðun um þetta, því þetta er stórt mál, jafnvel stærsta málið á þessari öld.
Hafðu það gott
SH (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.