Bregst Ingibjörg Sólrún þjóðinni ?


    Nú þegar ný fjárlög verða lögð fyrir Alþingi innan skamms mun koma
í ljós hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar muni illilega bregðast þjóðinni eða ekki. Því þjóðin
mun nú sem aldrei fyrr krefjast mikils aðhalds og beinilíns niðurskurðar
á ÖLLUM þarflausum málaflokkum. Efnahagsástandið hér heima og er-
lendis beinlínis krefst þess. Ingibjörg Sólrún ræður nefnilega því ráðu-
neyti sem almest er hægt að stórspara í  svo  að  um fleiri MILLJARÐA
varðar. Því utanríkisráðuneytið hefur þanist svo gjörsamlega stjórnlaust  
út á umliðnum árum, að halda mætti að um fleiri milljóna þjóð væri að
ræða. Niðurskurður að lágmarki 6-7 milljarðar er lágmark. Ef ekki, hefur
Ingibjörg Sólrún gjörsamlega brugðist þjóð sinni á erfiðum tímum og
ætti að segja af sér.

  Eða. Hvernig ætlar,, Jafnaðarmannaflokkur Íslands" að verja það að
standa fyrir stórfeldum lífskjaraniðurskurði, einkum meðal hinna verst
settu, en á sama tíma  að sólunda af almannafé svo milljörðum króna
varðar, í allskyns hégóma og rugl erlendis? - Þegar í stað ætti að hætta
við framboðið til Öryggisráðsins og segja Íslandi úr Schengen-ruglinu.
Selja rándýrt sendiráð í Japan fyrir á annan milljarð! ( Halldór Ásgrímsson
lét kaupa það á 900.000 kr fyrir nokkrum árum) - Og minnka sendiherrum
a.m.k um helming! Já það er svo sannarlega  hægt að hagræða og stór-
spara í utanríkisráðuneytinu og veita fjármagninu til þarfara hluta hér
heima, sérstaklega til þeirra sem minnst hafa og eiga,  ef vilji er fyrir hendi.

   Fjárlagafrumvarpð  verður því spennandi lesning !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Já, satt segir þú. það verður athygglivert að fylgjast með henni, hvort hún er yfirhöfuð nokkuð betri en forverar hennar í starfi sem hún var svo ósínk að deila á,..... til dæmis útaf bruðlinu í Halldóri.

Nú verður hún í Speglinum..

Takk fyrir færsluna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já það verður mjög fróðlegt að sjá það plagg í ljósi þessa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.9.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði nú haldið að Landbúnaðarráðuneytið gæti nú sparað töluvert líka. Sem og Samgönguráðuneytið. Síðan eins og þú veist þá er það fjármálaráðuneyti sem setur ráðuneytum ákveðin skilyrði um hvað þau verða að spara. Það á ábyrgð Árna Matt að leggja fram ábyrg fjárlög. Og það er hans að stýra þeim almennt.

En ég er sammála þér um það má spara í hennar ráðuneyti líka. Minni líka á að Halldór lét byggja bústað fyrir sendiherra okkar í Þýskalandi fyrir fleiri hundruð milljónir. Sem og að við tókum þátt í að byggja sendiráð þar með Norðurlöndunum sem kostaði líka fleirihundruð milljónir.

En finnst leiðinlegt þegar þú persónugerir óvild þína gagnvart Samfylkingunni í Ingibjörgu. Sem og að þú lætur vera að gagnrýna sjálfstæðisflokkinn sem þó leiðir þessa ríkistjórn sem og fer með yfirstjórn efnahagslífsins bæði fjármálaráðherra og seðlabankastjóra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Fór inn á www.fjarlog.isog sá þá að heildarupphæð Utanríkisráðuneytis fyrir 2008 er 11,7 milljarðar og það er því mikið í lagt að krefjast niðurskurðar upp á 6 til 7 milljarða.

Bendi á að landbúnaðarráðuneyti er með um yfir 14 milljarða
Dómsmálaráðuneyti yfir 23 milljarða. Samgönguráðuneyti yfir 42 milljarða, Heilbrigðisráðuneytið yfir 152 milljarða og menntamálaráðuneyti 52 milljarða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 02:11

5 identicon

Geir Haarde hefur sagt beint út að ekki verði um niðurskurðarfjárlög að ræða, heldur verði ríkissjóður rekinn með halla.

Egill (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:04

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það er alveg stórmerkilegt með þig. Það má ekki anda á þessa
Samfylkingu þína og höfuð hennar Ingibjargar Sólrúnar. Veit ekki betur en
ég væri að hundskamma Framsókn í gær út  af myntmálum og það að sumir
frammarar kveinkuðu sér. Þar áður var ég að deila á Björn Bjarna  og
Geir Haarde fyrir kaldastríðsótta þeirra. Þannig vísa þessu algjörlega á bug.

Útgjöld til utanríkismála eiga eftir að verða töluvert umfram fjárlög. Svo má
túlka kostnaðinn við forsetaembættið sem stórt framlag til utanríkismála
eins og utanlandsferðir forsetans eru tíðar. Þannig að í raun mun þessi
kostnaður  slaga hátt í 20 milljarða.  Þannig þarna er hægt að spara
mjög mikla peninga.

Mikils huti landbúnaðarframlagsins skila sér að stórum hluta í ríkiskassan
aftur í formi veltu-og tekjuskatta og lægra verðs til neytenda. Auk þess
er þessu ólíku saman að jafna við hégóman og ruglið allt í utanríkisráðu-
neytinu GEGNUM ÁRIN, og undanskil engan utanríkisráðherra.  Jú
Halldór Ásgrímsson var okkur mjög dýr, sendiherrabústaðurinn í Berlín og Japan, og hinn mikli kostnaður við Öryggisráðs-og Schengen ruglið.
En bara, Ingibjörg er EKKERT skárri Magnús og átt að vera maður til að
viðurkenna það! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 09:14

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo er alveg makalaust hvað þið kratar vilji ekki kannast við 100% ábyrgð
ykkar á stjórn efnahagsmála. Beru SÖMU og JAFN MIKLA ábyrgð á því
og sjálfstæðismenn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 09:16

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur. Afhverju helduru að kratarnir þrái það svo heitt að komast inn í ESB? Þar fá þeir að halda völdum en þurfa ekki að bera nokkurntíman ábyrgð. ef þeir komast í feit skrifstofustörf þá þurfa þeir ekki einu sinni að vera vesenast með vitleysu eins og kosningar til þess að halda í völd.

lýðræðið er nefnilega með þann leiðinlega galla að þeir sem hafa völdin þurfa að bera ábyrgð gagnvart kjósendum sínum. 

Fannar frá Rifi, 17.9.2008 kl. 09:20

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fannar. Kostnaðurinn við utanríkisþjónustuna mun hækka stórkostlega
göngum við inn í skrifræðisbatterí ESB. Þá eigum við sko heldur betur eftir
að sjá kostnaðinn hækka þegar þotulið Brusselsliðsins fer á stjá. Og ekki
síst ef við samþykkjum losnunarkvóta ESB á flugflota okkar, eyþjóðina
langt úti á Atlantshafi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 09:37

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Forsætisembættið kemur ríkisstjórn ekki við. Það er sjálfstætt á fjárlögum frá Alþingi.

Þú gerir þér grein fyrir að kannski um 3 milljarðar af þessum 11 milljörðum sem utanríkisráðuneyti hefur til ráðstöfunar er þrónuaraðstoð sem og neyðaraðstoð.

Auðvita ber Samfylkingin ábyrgð en fyrst þarf að finna glæpin sem hún hefur framið annan en að taka við ömurlegu ástandi sem m.a. er vegna óstjórnar Framsóknar sbr. að kosnigaloforð Framsóknar um húsnæðislán og virkjun á Austfjörðum eru talin eiga stóran hluta af því vandamáli sem við eigum við að etja núna.

Og samfylking tekur ekki ein ákvarðanir í utanríkismálum. Það er meirihluti Alþingis sem markar meginmarkmið og ráðstafar fé í það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 09:40

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Ríkisstjórn og Alþingi ákveður í fjárlögum framlög til forseta-
embættisins og bera því FULLA ábyrgð á því.  Magnús. Ástands erfnahags-
mála í dag er að stærstum hluta aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem
Samfylkingin ber 100% ábyrgð á og svo þessi alþjóðlega fjármálakreppa
sem hvorki er núverandi né fyrrverandi ríkisstjórn að kenna. Aðskilnaður
fyrrverandi ríkisstjórnar var frábær, nánast skuldllaus ríkissjóður og
yfir 60& kaupmáttaraukning þau 3  kjörtímabil sem sú ágæta borgaralega
ríkisstjórn sat.

Ef Ingibjörg myndi koma með 5 milljarða sparnað í utanríkisþjónustu
fengi hún þjóðarstuðning og þverpólitiskan stuðning í því. HÚN ræður
sínu fagráðuneyti! Sjálfur myndi ég taka minn Tíról-hatt ofan fyrir frú
Ingibjörgu og skrifa um lana lofgrein í Moggann gerði hún það.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 10:25

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru nú fleiri en kratar sem vilja inn í ESB. Þetta las ég á www.eyjan.is 

valgerdursverrisdottir.jpgValgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í Fréttablaðinu aðeins eina leið færa ef tekin sé hliðsjón af nýrri skýrslu og mati hagfræðinganna Gylfa Magnússonar og Björns Rúnars Guðmundssonar.

Það sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Hún segir Framsóknarflokkinn hafa ályktað um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Sjálf segist hún vilja undirbúa aðildarumsókn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 12:41

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Landráðsmenn eru víða í samfélaginu.

og já ESB sinnar eru Landráðsmenn. Að vilja afsala fullveldi landsins er landráð. Sama hvað þið reynið að fegra ESB þá munu við glata fullveldi okkar og sjálfsákvörðunarrétt. og til hvers? til þess að fá hvað? aðganga að innrimarkaði sem við höfum þegar aðgang að? lokun á markaði utan evrópu? 

skriffinsku lýðveldi þar sem kjósendur skipta engu máli og skattpeningar þeirra enn minna máli. eða geturu Magnús svarað því útaf hverju bókhald ESB er verra heldur en hjá Enron forðum daga? 

hvað höfum við að sækja í heimsálfu þar sem stöðnun og aftur för hefur verið í áraraðir? hvað höfum við að sækja í samband sem byggir tollamúra í kringum sig. eigum við að kaupa rangdýraveffnaðarvöru frá Ítalíu þegar við getum fengið hana fyrir slikk og ingenting frá Kína? 

Að ganga í ESB er eins og að flytjast heim til mömmu og pabba á fertugsaldri. viðurkenning á því að viðkomandi treystir sér ekki til þess að standa í eigin lappir og vill að einhver annar sjái um bókhaldið hjá honum, eldi ofan í viðkomandi og segi honum hvað hann eigi að gera í lífinu. 

Fannar frá Rifi, 17.9.2008 kl. 14:09

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar byrjar þetta fullveldisraus. Ég vill bara benda þér á að:

  • Svíþjóð
  • Finnland
  • Bretland
  • Írland
  • Frakkland
  • Þýskaland
  • Spánn
  • Portúgal
  • Ítalía
  • og fleiri og fleiri

Þessi lönd mundu nú seint samþykkja að þau hefðu ekki fullveldi. Ef svo væri væru væntalega mörg af þessu löndum löngu búin að segja sig úr ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband