Valgerður Sverrisdóttir stórskaðar Framsókn !


  Í Fréttablaðinu í dag segir Valgerður Sverrisdóttir varaformaður
Framsóknarflokksins, að eina leðin sé að ganga í Evrópusambandið
og taka upp evru. En í gær var kynnt skýrsla Gjaldeyrisnefndar
Framsóknarflokksins í myntmálum.

  Yflýsing varaformanns Framsóknarflokksins er afgerandi og skýr. En
þegar varaformaður Famsóknarflokksins setur fram svo afgerandi
hápólitiskar yfirlýsingar  í einu mesta pólitísku hitamáli lýðveldisins, 
er þá til of mikils mælst að varaformaðurinn hafa þá hliðsjón af flokks-
samþykktum Framsóknarflokksins í Evrópumálum?  Því HVERGI er
þar að  finna  að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið og taka
upp evru! HVERGI!  Yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttir er því í ALGJÖRU 
andstöðu við núverandi stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum.
Hvað gengur Valgerði eiginlega til?  Hvers konar framgangsmáti er
þetta eiginlega ? Hafa flokkssamþykktir og grundvallarstefna flokks-
ins bara EKKERET að segja hjá varaformanni Framsóknarflokksins?
Eru helstu stofnanir flokksins eins og flokksþing og miðstjórn  bara
varaformanninum ALGJÖRLEGA óviðkomandi?

   Það er alveg ljóst að með svona framgangsmáta eins og varaformaður
Framsóknarflokksins viðhefur er varaformaðurinn að stórskaða ímynd
og trúverðugleika Framsóknarflokksins. Er það eitthvað sem Framsókn
þarf svo á að halda í dag? Því það hlýtur að vera mjög alvarlegur hlutur
þegar varaformaður flokks fer fram ÞVERT á allar flokkssamþykktir í
einu mesta pólitísku hitamáli lýðveldisins  eins og Valgerður Sverris-
dóttir hefur nú gert. 
  
   Er að furða þótt Framsókn gangi ekki sem best í skoðanakönnunum?

   Svo er sökinni allri skellt á  formanninn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Guðmundur lestu flokkssamþykktirnar, t.d. frá síðasta miðstjórnarfundi áður en þú missir þig alveg.    Það eru skiptar skoðanir í Framsóknarflokknum um aðild að ESB.   Því var ályktað á þann veg að eðlilegt sé að setja spurninguna um hvort sækja eigi um aðild í þjóðaratkvæði.   Þetta er gert til þess að bæði andstæðingar aðildar og þeir sem aðhyllast aðild að ESB geti talað fyrir sínum skoðunum án þess að skaða flokkinn. 

Framsóknarlokkurinn viðurkennir ágreining og bindur ekki hendur flokksmanna í því að gera grein fyrir sínum skoðunum.   Í því er fólginn þroski og skilningur á leikreglum lýðræðis.   Ritskoðun eins og sú sem þú ert að fara hér framá er ekki í anda Framsóknarflokksins og heyrir vonandi sögunni til.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll G Valdimar. Það er bara ALLT annar hlutur. Valgerður er að hvetja til
aðildar af ESB og upptöku evru, þá 100% á skjön við samþykktir flokksins.
Er það ekki hlutverk forystumanna í flokki að halda honum saman? Ekki
síst ef um alvarleg deilumál og viðkvæm er að ræða ? Er það þá heillanvæn-
legt að annar aðal forystumaðurinn komi með svona AFGERANDI yfirlýsingu
vitandi það hversu eldfim hún er?  Og hendi fram nánast stríðshanska
milli deiluhópa? 

Gott og vel. Það á alltaf að heita ritskoðun og heft á tjáningarfrelsi
ef ekki er talað í anda ESB-trúboðsins innan raða ESB-sinna. Gott og
vel. Þá ætla érg bara að vera í þeim hópi og tjá mig með FRJÁLSUM
vilja um þessi mál hvað sem trúboðinu finnst. Sem betur fer er hér
enn málfrelsi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já, en eigum við ekki að láta málfrelsið ná líka til Valgerðar Sverrisdóttur ?

Vek athygli þína á því að flokkurinn hefur ekki samþykkt að ganga ekki í ESB og þessvegna ættu báðir hópar að geta tjáð sig án þess að skaða flokinn. 

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Valdimar. Valgerður á að hafa fullt málfrelsi. En í þeirri stöðu sem hún
er í dag ásamt Guðna eiga þau að gæta orða sinna einmitt í ljósi þess
hversu eldfimt þetta mál er. Í ljósi þess var kveikjan að þessum pisli.
Ummælin hreinlega kveiktu í mér. Því þetta mál er ekki bara pólitískt,
heldur og ekki síður tilfinnalegt hjá fjölmörgum.  Þess vegna er svo stutt
í tundurþráðinn hjá mörgum. Því það er alveg ljóst, að  þjóðin mun
þverklofna í máli þessu og miklu hatrammari áttök verða en varðandi
banadariska herinn og Nato á sínum tíma, verður þetta mál keyrt fram
með offorsi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem Valgerður hefur, það hefur Guðni ekki.Því miður gerir Guðni sér ekki grein fyrir því að það er verra en ekkert að segja að við þurfum annað hvort að hafa evru, eða krónu.Það er aðhlátursefni að svara á þann hátt.Valgerður er að bjarga því sem bjargað verður af Framsóknarflokknum og Guðni gerir sér grein fyrir því.Guðna tekst vel upp í því að hafa fiskiskipstjóra sér við hlið.Sú tilhögun er algeng við stjórn skipa og mér sýnist Guðni vera að ná tökum á að stýra Framsóknarflokknum á þann hátt.En það er alger grundvöllur til þess að árangur náist með tvo skipstjóra, þótt annar hafi hærri titil en hinn að þeir geti unnið saman og mér sýnist það ganga betur en ég átti von á.

Sigurgeir Jónsson, 17.9.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já þetta er og verður erfitt mál, og þess vegna kannski eðlilegt að það sé hiti í mönnum.  Ég hef skilning á því.  En við megum ekki missa umræðuna alfarið á tilfinningastigið, stjórnmál snúast um að leita lausna á vandamálum samtímans og við getum ekki látið tilfinningarnar einar ráða hvorki þegar við veljum lausnir eða höfnum ákveðnum lausnum.   Þar þarf að leggja á kalt mat og stundum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í mínni afstöðu Valdimar ráða tilfinningar mjög litlu heldur hreint og klárt
efnahagslegt mat. Yrðum að greiða fl.milljarða umfram það sem við fáum.
Framseljanlegi kvótinn allur á Íslandsmiðum færi sjálfkrafa á frjálsan
markað innan ESB með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleðingum.
Og hafandi erl. mynt, gengi og vaxtastig sem tæki EKKERT mark á því
sem gerist í ísl. þjóðarbúi og efnahagsmálum er út í hött að mínu mati.
Fyrir utan stórskert fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Skil hins vegar mæta vel t.d afstöðu hinna alþjóðasinnuðu krata sem
voru bæði hálfvolgir í lýðveldisstofnuninni og útfærslu fiskveiðalögsögunar.

Hins vegar skil ég ekki í þessum hópi framsóknarmanna sem eru komnir
með ESB-vírusinn. Hafði haldið að framsóknarmenn væru yfir-höfuð
þjóðlega sinnaðir.  En, svo virðist ekki lengur vera.  Því miður !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Þú kemur hér fram með fullyrðingar Guðmundur sem ég hef miklar efasemdir um að standist.   Nettó kostnaður okkar við aðild, gjöld umfram tekjur var reiknaður 2,9 - 4 milljarðar fyrir örfáum árum af virtri alþjóðlegri endurskoðunarstofu..   Nú er búið að slá á kostnað okkar við halda krónunni og hann er áætlaður 15 - 25 milljarðar við bestu aðstæður á lánsfjármarkaði.   Varðandi fullyrðingar um sjávarútveg vísa ég til margvíslegra undanþága sem þegar eru við lýði og treysti Íslenskum samningamönnum, öðrum en krötum, til að ná þar viðunandi árangri. 

G. Valdimar Valdemarsson, 17.9.2008 kl. 17:38

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Guðmundur ekki gleyma kostnaði okkar við t.d. að hafa krónuna. Bara í dag skv. stöð 2 hækkuðu erlend lán heimilana um 5 milljarða. Þá má heldur ekki gleyma að talið er að matarverð almennt lækki hér við inngöngu í ESB jafnvel um 25%. Það vegur nú upp á móti nokkrum milljörðum sem við greiðum til ESB

Auk þess er ljóst að landbúnaður fær styrki frá ESB, samgögnur eru styrktar. Það er sérstakur styrkur fyrir dreybýli og eins fyrir byggð á norðlægum slóðum. Því er tali að það gæti í versta falli verið um 3 til 4 milljarðar sem við mundum greiða. En á  móti kemur lægra matvöruverð, stöðugari gjaldmiðill

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.9.2008 kl. 20:20

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Valdimar. EITT ER 100% víst.  Ísland fengi ALDREI að komast upp með það
að banna meirihlutaeign erl. aðila innan ESB að fjárfesta í íslenzkum útgerðum. Þannig kæmust erl útgerðir með tíð og tíma yfir hin framseljanlega kvóta á Íslandsmiðum. Þetta er alþekkt innan sambandsins og hefur verið kallað kvótahopp, sem hefur m.a leitt til þess að leggja breskan sjávarútveg í rúst. Í dag er ísl. sjávarútvegur algjörlega fyrir utan
EES samninginn og þess vegna getum við varist því  í dag að erl.útgerðir
komist þannig bakdyramegin inn í okkar landhelgi.  Þetta er gríðarlegt
þýðingarmikið atriði fyrir okkar þjóðarbú að tryggja það að hver
einasti uggi mælist sem virðisauki inn í okkar hagkerfi í dag. Allt yrði
þetta galopið með aðild að ESB og aldeilis furðulegt hvað þetta stórmál
er litið rætt varðandi ESB. Þá missum við ALLA samningsstöðu til Brussel
varðandi alla flökkustofna við Ísland.  Þannig að bara út frá þessu tel
ég aðild ekki koma til greina.

Það liggur fyrir að við munum þurfa að greiða þó nokkra milljarða í
sukksjóði sambandsins umfram þá sem við fengjum til baka. Í mínum
huga er 1 milljarður einum milljarði allt of mikill.

Þar fyrir hefðum við ENGIN áhrif innan þessa Sambandsríki Evrópu.
Langt innan við 1% á Evrópuþinginu og engan fulltrúa í Framkvæmda-
stjórnina.  ESB er á fullu að verða eitt Sambanadsríki, með sameiginlega
ríkisstjórn, forseta, þjóðsöng, fána, mynt, her, utanríkisstefnu, við-
skiptasamninga við önnur ríki, og bara nefndu það.  Telur þú virkilega að hagsmunum 300.000 manna þjóðar (eins og ein breiðgata í Berlín)
sé betur borgið þar algjörlega áhrifalaus, heldur en frjáls og fullvalda
úti á Atlantshafi?  Svar mitt er klárt NEI!  Þess vegna mun ég ALDREI
kjósa flokk eða stjórnmálamann sem aðhyllast ESB aðild eins og mál
standa í dag.  Mun raunar berjast á móti þeim af öllu krafti. Því ESB
á í fyllingu tímas eftir að splundrast sbr það sjaldan sem þjóðir þess
fá að tjá sig um sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslum, sbr Írland
síðast, og gera uppreisn. Evrusvæðið á einnig eftir að springa
því sérhver meðalgreindur hænuhaus skilur að eitt gengi og eitt vaxtastig
gengur aldrei upp til lengdar í jafnólíkum hagkerfum og evrusvæðið
skipar.




Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Verð á matvælum hefur EKKERT með aðild að ESB að gera. Getum


lækkað matvælaverð til samræðmis við okkar helztu viðskiptalönd ef
pólitískur vilji væri fyrir hendi. Hins vegar tengist matvælaverð yfirleitt
kaupmætti í viðkomandi ríki. Hluti af skýringunni á háu matvöruverði hér
er að hluta til hár kaupmættur.

Í staðin mætti spyrja. Þegar gengið var hátt hvað græddu húseigendur
og almenningur marga þúsundir milljarða af krónunni þá? Svona er
ekki hægt að spyrja. Krónan er í ákveðinni lægð núna vegna öngþveitis
á erl peningarmörkuðum. En hvers vegna í andskotanum Magnús breytir
ekki ríkisstjórnin peningastefnunni meðan þetta fjármálaöngþveiti er
á peningamörkuðum og hætti við flotgengisstefnuna? Miði gengið t.d
við ákveðna myntkörfu meðan ósköpin ganga yfir? Eða skrái hana bara
með ákveðnu gengi frá morgundeginum í ljósi öngþveitisins á erl.
mörkuðum?  Það má ríkisstjórnin gera Magnús. Skrá t.d gengisvísi-
töluna í 145-150 stigum, BINGÓ!  Ekkert sem bannar það. Sorglegt að
vera með svona HANDÓNÝTA ríkisstjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 21:21

12 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Guðmundur ég virði alveg skoðanir þínar, en ætlast til þess á móti að þú virðir mínar.   Ég sé ekki inn í framtíðina með sama hætti og þú og mín skoðanamyndun byggir á staðreyndum en ekki framtíðarspám. 

Ef að aðildarsamningur að ESB verður óhagstæður Íslendingum treysti ég þjóðinni alveg til þess að segja nei.   Kjósendur á Íslandi eru ekki fífl og eru fullfærir um að mynda sér sjálfstæða skoðun hver og einn út frá sínum forsendum.

Andstæðingar aðildar berjast fyrst og fremst í dag gegn því að við fáum svör við brennandi spurningum um hvaða kjör þjóðinni bjóðast í aðildarviðræðum.  Hversvegna ?   Hversvegna er skrattinn málaður á vegginn í stað þess að fara í viðræður fá niðurstöðu þeirra á borðið og taka svo slaginn?   Er það kannski vegna þess að sannfæringin ristir ekkert voðalega djúpt þegar svarta myndin af aðild er dregin upp?

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 11:09

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Valdimar. Við vitum a.m.k 95% tilfalla í hverju ESB-aðild fellst. Mikil
vinna og samantekt upplýsinga um þetta allt liggur fyrir. Það eina sem
skortir er að taka pólitíska afstöðu.  Hvaða svo telur þú að vanti?
Íslenzkir stjórnmálamenn og embættismenn hafa átt ótal fundi með
toppunum í Brussel um þessi mál. Bara dæmi. Það liggur 100% fyrir að
Ísland hefi 0.4-0.5% þingfulltrúa á Evrópuþinginu. Það liggur fyrir að
við' fengum engann fulltrúa í Framkvæmdastjórnina. Sem þýðir hvað?
ENGIN ÁHRIF. Þar fyrir liggur fyrir að bann við fjárfetingum útlendinga
í ísl útgerð yrði afnumin. Sem þýðir hvað? Með tíð og tíma hverfur
kvótinn af Íslandsmiðum í hendur útlendinga. Allt eru þetta veigamiklar
staðreyndir sem segir mér að inn í þetta ESB höfum við EKKERT að
gera.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 13:05

14 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Já Þetta segir þér að við höfum ekkert inn að gera.  Þetta segir mér ekki nóg, ég vil vita nákvæmlega hvað hangir á spítunni.   Sé til dæmis engan mun á því fyrir sveitunga mína á Skagaströnd hvort kvótinn sem þeir áttu sé í eigu Sauðkrækinga eða t.d. auðmanns í París. 

Hversvegna viltu ekki að þjóðin fái að segja sinn hug?   Treystir þú ekki íslendingum til að vita hvað þeim er fyrir bestu?

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband