Egill Helga fúll


  Eftirtektarvert var í Sílfri Egils í dag hvað stjórnandinn var fúll að
fá ekki hreint út hjá bankastjóra Glitnis Lárusi Weldings um að
krónan væri handónýt og yrðum því að henda henni og ganga í
Evrópusambandið. Þvert á  móti sagði  bankastjórinn  krónuna
einungis endurspegla það efnahagsástand sem við hefðum komið
okkur í. Viðfangsefnið í dag væri því að komast út úr því ástandi
með lækkandi verðbólgu og að nýta okkar orkulindir til að skapa
hagsæld fyrir framtíðina. Krónan sem slík væri þar ekki fyrirstaða.
Var bjartsýnn á að það tækist

   Egill Helgason hefur gegnum tíðina allt of litast af ESB-trú-
boðinu. - Vonandi að viðtalið í dag við bankastjóra Glitnis
breyti því a.m.k að nokkru.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þetta hjá þér, Guðmundur.  Aumingja Egill!

Jón Valur Jensson, 21.9.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvapa líkur ætli séu á því að fjölmiðlar muni básuna þessu á næstunni. Ef skilaboðin hefði verið önnur hefði það hins vegar vafalítið verið gert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 16:09

3 identicon

Krónan er víst handónýt.  Það er ekki vona að þeir viðurkenni það þeir hinir sömu og eru að leika sér með hana til hagsbóta fyrir sjálfan sig og þau fyrirtæki sem þeir stýra.  Leikur Lárusar Welding og toppanna í bönkunum hefur m.a. verið þess valdandi að 45% gengisfall krónunnar á 9 mánuðum er staðreynd.  Það er nú meira heilbrigðisvottorðið eða hitt þó heldur.

ÞJ (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú ÞJ. Skora á þig að koma hingað undir fullu nafni og standa fyrir máli
þínu. Það veit það hver sæmilegur hænuhaus að það er gjörsamlega út í
hött að fara að taka hér upp erlenda mynt sem mun ALDREI taka mið af
okkar efnahag og þess vanda sem við er að stríða hverju sinni. Enda er
það að koma í ljós að SAMA gengi og SAMA vaxtastig mun ALDREI til
lengdar ganga upp á evrusvæðinu eins ólíkt og það er samansett af
ólíkum efnahagslegum einingum þeirra ríkja sem það myndar.  Bara sem betur fer höfum við okkar eigin mynt núna sem er að afrugla fyrri misstök í
hagstjórn. Hins vegar er sjálfsagt að breyta peningastefnunni og þótt
fyrr hefði verið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 17:03

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tekur krónan mið af okkar efnahagsástandi? Held að það séu vogunasjóðir og íslensku bankarnir sem leika sér að gengi hennar! Nú í dag er sagt að krónan sé langt undir raunvirði. Hún hefur sveiflast um 40% á nokkrum mánuðum. Er það þannig ástand sem fólk vill?

Og hvernig eigum við að verja krónuna þegar að gjaldeyrismarkaðurinn er svo lítill að menn geta leikið sér með krónuna eins og þeir vilja?

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Krónan er víst handónýt


Já sumir Íslendingar segja það, þeir segja það sama og íbúar sögðu á evrusvæðinu þegar samfelldur 22 mánuða gengislækkunarferill evru hófst hérna á evrusvæði árið 1999. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð í samtals 22 mánuði féll evran, hún féll og hún féll, og féll og féll og féll og féll. Ergelsi þegnanna hófst með undrun, breyttist svo í vonbrigði og þar á eftir í reiði þar sem myntinni var kennt um allt og margir vildu henda myntinni út því þeir sögðu að evran væri "ónýtur gjaldmiðill". En þessir mann steinþegja núna þegar evran er svo há að hún er búin að skera undan samkeppnishæfni evrusvæðið.

Núna er íslenska krónan að verða búin að ná þessu falli hennar evru, ca 33-34%, en munurinn er bara sá að íslenska krónan tók ekki 22 mánuði í þetta heldur gerði hún það hraðar því hún er beintengd við hagstærðir íslenska hagkerfisins og ekki við ekki mikið annað eins og fall evru var. Fall evru byggðist nefnilega að miklu leyti á vantrausti og spákaupmennsku.

Hún er kringlótt en ekki flöt. Sama hvað sölumenn ESB á Íslandi, Samfylkingin, segir og sama þó svo að Samfylkingin sé núna búin að hafa næg not af íslenskum athafnamönnum sjálfri sér til framdráttar og þar á eftir að henda þeim á ruslahaugana sem einnota pappírsþurrkum. Makann til þvílíkrar tækifærismennsku og falsheita hef ég aldrei á æfi minni séð. Þarna gengisfelldi Samfylkingin sig um alla eilífð sem þeir verstu tækifærissinnar sem Ísland hefur lengi átt. Hvað ætlar Samfylkingin að nota næst sem lepp sjálfri sér til framdráttar og þjóðinni til skaða. Þetta er ömurlegt að horfa á.

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2008 kl. 18:14

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin. Jú Gunnar það reynist oft erfitt að tala trúarsöfnuði til,
sérstaklega þegar þeir eru strangtrúaðir.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.9.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband