Sérsveit í kljölfar þjóðvarðliðs



     Hugmyndir um að færa sérsveit lögreglunnar undir lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins er fráleit. Sérsveitin er hugsuð sem löggæsla
á landsvísu þegar erfið mál  koma upp. Hins vegar þarf að stórefla
hina almennu löggæslu. Um það þarf pólitískan vilja. Því miður hefur
hann skort hingað til.

    Sérsveitin, svokölluð Víkingasveit  þarf einnig að  stórefla frá  því
sem nú er. Allt tenigist þetta öryggismálum þjóðarinnar. Landhelgis-
gæslan leikur  þar  lykilhlutverk. - Hana  þarf  einnig að stórefla á
næstu árum. - Framlag  okkar til öryggis-og varnarmála  þarf  að
aukast að því marki sem NATO telur ásættanlegt miðað við þjóð-
artekjur. Erum langt undir því í dag. - Sem sjálfstæð og fullvalda
þjóð verðum við að hafa eigin varnir eins og allar aðrar sjálfstæðar
og fullvalda þjóðir.  Varalið lögreglu sem kalla má þjóðvarðlið þarf
því að koma á fót sem fyrst. Inn í það þjóðvarðlið á svo sérsveitin
að fara.

   Allt kostar þetta mikla peninga. Þeim er hægt að útvega úr öðrum
liðum ríkisrekstrar.  Hægt er að spara t.d fleiri milljarða úr utanríkis-
ráðuneytinu í dag. Þar er hægt að hagræða stórlega t. d í fækkun
sendiráða og framlaga til allskyns gæluverkefna og hégómlegra
málefni, sbr. ruglið í sambandi við öryggisráðið.  Schengen ber að
legga niður sem fyrst sem kostar okkur offjár en skilar engu í landa-
mæragæslu, heldur þvert á móti. - Og svona má lengi telja.

   And-þjóðleg vinstrisinnuð viðhorf sem á enga sín lík nema á Ís-
landi varðandi öryggis-og varnarmál þarf því að kveða í kútinn.  
Núverandi ástand gengur ekki lengur! - Erum að verða að alþjóð-
legu viðundri í þessum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að lögregla og her er í öllum löndum aðskilið. Enda eru verkefni þeirra aðskilin. Lögregla heldur uppi lögum og reglu og er því borgaraleg. Her er eitthvað sem ver land eða fer með hernað á hendur öðrum löndum. Og þeirra verkefni fara ekki saman. Ísland hefur frá því að lýðveldið var stofnað lýst því yfir að við erum herlaus þjóð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.9.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Er hér að tala um ÞjÓÐVARÐLIÐ! Ekki að rangtúlka að vinstrimanna
sið í þessum málum......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband