Stórlækkun vaxta og stórhækkun gengis


   Í kjölfar neyðarráðstafanna  ríkisstjórnarinnar  þarf að  koma strax
í kjölfarið stórlækkun vaxta og stórhækkun gengis. Hvort tveggja á
að framkvæma á  grundvelli  Þjóðarhagsmuna. Seðlabankinn á strax
í dag  að tilkynna verulega lækkun stýrivaxta, a.m.k um helming. Þá
á ríkisstjórninn tafarlaust að boða  gjörbreytta  peningamálastefnu,
því núverandi peningamálastefna er gjaldþrota. Meðan unnið er að
henni á að stórhækka gengið í átt að eðlilegu jafnvægisgengi, c.a
150-160 gengisvísitölu með handafli, og binda það þar við ákveðna
myntkörfu. Samhliða þessu á að vinna á fullu að koma álversfram-
kvæmdum við Helguvík og Húsavík af stað, stórauka þorsveiðikvótann,
og nýta okkar orkuauðlindir eins og frekast er unnt til gjaldeyrisöflun-
ar.

   Í þeirri heimskreppu sem nú ríður yfir heimsbyggð alla hafa flest
markaðslögmál komist í þrot, og víðtækar stjórnvaldsaðgerðir  og
inngríp ríkisstjórna til bjargar efnahag viðkomandi ríkis orðið ofan
á. Nú reyna ALLIR að bjarga SÉR.  Enginn bjargar okkur nema VIÐ
SJÁLFIR ÍSLENDINGAR. - Því verður að grípa til neyðarúrræða á
sem flestum sviðum til bjargar íslenzkri þjóð og íslenzkum þjóðar-
hagsmunum. RÍKISVALDINU verður því að beita með FULLUM ÞUNGA
til bjargar íslenzkri framtíð.

  Já. Íslendingar þurfa nú að beita ÞJÓÐLEGRI STJÓNLYNDISSTEFNU
í þágu lands og þjóðar!
 
mbl.is Atvinnulífið fái súrefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíl þess að koma þessu í lag þarf hæfa menn.

 Skrifið undir!
http://www.PetitionOnline.com/fab423/

Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ragnar. Þarna ert þú EKKI á ÞJÓÐLEGUM nótum!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.10.2008 kl. 00:53

3 identicon

Það á að reka þá sem ekki standa sig.

Davíð Oddson kann ekkert í hagfræði og hann er búinn að klúðra þessu algjörlega.

Hann er ALGJÖRLEGA rúinn öllu trausti bæði innanlands og utan.

Það er skaðlegt fyrir framtíð þjóðarinnar að hafa þennan mann áfram.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.10.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. LOKSINS LOKSINS LOKSINS. Seðlabankinn hefur beitt handaflinu og fest gengið!  Nú þarf vaxtalækkun að koma í kjölfarið,
og það veruleg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.10.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband