Davíð sterkur Seðlabankastjóri !
8.10.2008 | 00:21
Verð að játa það að hafa horft og hlustað á Davíð Oddsson
formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands í Kastljósi í kvöld,
hefur Davíð styrkt stöðu sína verulega sem Seðlabankastjóri,
og gefið þjóðinni mun meiri von á að sigrast á þeim risavöxnu
vanndamálum í efnahagsmálum, sem íslenzk þjóð hefur nokkru
sinni orðið að standa frammi fyrir. Davíð fékk góðan tíma að
útskýra fyrir þjóðinni á mannamáli hvernig málin stæðu, og
hvernig þjóðin mun vinna sig út úr vandanum hratt og örugg-
lega. - Kastljósþátturinn var meiriháttar dæmi um hvað það
er mikilvægt að helstu ráðamenn þjóðarinnar útskýri mál vel
og skýrt á ögurstundu fyrir þjóðinni. Það gerði Davíð í kvöld.
Var í þeim hópi sem var verulega farinn að efast um hæfni
Davíðs sem Seðlabankastjóra. Sá efi er nú úr sögunni. Þarna
fer maður sem hugsar fyrst og fremst um hagsmuni þjóðarinnar.
Maður sem þjóðin getur tryst. Maður sem ætlar að sjá til þess
að þjóðin borgi EKKI erlendar skuldir óreiðumannanna.
Styð og treysti í dag Davíð Oddssyni heilshugar í því vandasama
verki að stýra þjóðarskútunni ásamt öðrum góðum mönnum út
úr þeim brimskafli sem þjóðin er nú í. Þurfum á sterkum leiðtogum
að halda með þjóðlega sýn og ábyrgð. Davíð er einn af þeim!
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þessi orð þín
Brynja skordal, 8.10.2008 kl. 00:55
Þeim í Krossinum finnst líka öllum Gunnar æðislegur.
Þorvaldur Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 00:56
Þú hlýtur nú að vera að grínast. Mannst þú eftir að hafa séð einhvern bankastjóra nokkurs lands í slíku viðtali að reyna að réttlæta gjörðir sínar eða tala um einhver fyrirtæki. Paul Bernenke í USA hefur ekki sagt orð um AIG. Það er starfssvið stjórnmálamanna... ahhh augnablik. Er Davíð kansi svo ruglaður að hann skilur ekki muninn.
Bankastjórn og stjórnmálamaður... sitt hvort starfið. Þetta viðtal var náttúrulega fínt fyrir stjórnmálamann, vonlaust fyrir bankastjóra.
Jón (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:09
Já ég er sammála að þessi þáttur skipti verulegu máli nú um stundir og það atriði að menn komi fram og þeim sé gefinn tími til þess að útskýra hlutina svo almenningur skilji er gott.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.10.2008 kl. 01:46
Sammála.
Eyþór Laxdal Arnalds, 8.10.2008 kl. 02:06
Á Davíð hafa dunið ásakanir um að hann hafi setið með hendur í skaut og hoft á Róm brenna. Hann var bara að svara fyrir sig, og það kom í ljós að hann (þeir í seðlabankanum) voru búnir að tala við fjölda ríkja og seðlabanka, en enginn vildi tryggja pókerspil bankamannanna. Er einhver hissa þótt þeir hafi ekki viljað koma nærri spilafíklunum.
Kristinn Sigurjónsson, 8.10.2008 kl. 02:07
Þátturinn í gær kom mér ekkert á óvart, þetta er Davíð í hnotskurn, hann er langsterkasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur átt, en vissulega hefur hann eflaust gert einhver mistök eins og allir aðrir í þessu ferli, það er því miður óhjákvæmilegt. Árásirnar á Davíð hafa því miður verið hjákátlegar finnst mér og fólk hefur verið að kasta grjóti úr glerhúsi.
Fólk verður að vara á sig á því að dæma aðra án þess að hafa til þess nægar forsendur, það er hættulegt.
Gleymum ekki að standa saman núna, það er mikilvægast og styðjumst hvert annað.
Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 07:20
Benedikt. Þú hefur sýnilega ekki hlustað á Davíð....
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 09:47
Benedikt. Sænski Seðlabankinn veitti Kaupþingi lán sem ekki bendir til vantrausts á bankann. Hins vegar er titringurinn á fjármálamörkuðum heims
þannig að enginn virðist treysta neinum. Lífum á mjög alvarlegum tímum
Benedikt þar sem allir hugsa um sjálfa sig. Þess vegna er svo mikilvægt að
allir Íslendingar standi saman í dag og hugsi um það eitt komast í gegnum
erfiðleikanna.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 10:03
Ég mundi nú kannski í þessu gjörningaveðri kalla hann sterkan seðlabankastjóra en hann kann að svara fyrir sig. Kom vel út úr þessu viðtali en ég sagði einhverstaðar:
Fannst nú ódýr svör hjá honum að
- vandamálið hafi verið að menn kunnu ekki með frelsi að fara. Og hann væri búin að vara við þessu lengi. Af hverju óskaði hann þá ekki eftir auknu eftirliti og reglum
- þetta væri nú góð þróun þar sem við værum með þessu að losna við skuldi erlendis. Gleymdi Icesave og fleiru
-Gleymdi líka öllum þeim peningum sem við eigum eftir að þurfa að kosta til.
-Var það ekki ríkisstjórn hans eða hann sem seðlabankastjóri sem lækkaði bindiskildu bankana.?
- vantaði ííka inn í þetta af hverju ekki var gripið fyrr inn í þessa þróun
-vantaði líka að hann talaði t.d. um það að einstaklingar sem fengu þessa banka næstum gefins, hafa skuldsett þá í topp. Var Landsbankinn ekki seldur á 10 milljarða og Búnaðarbanki fyrir 10 milljarða sem voru borgaðir eftir minni eða alls ekki og nú er ríkið að taka þá yfir og leggja þeim til tugi eða hundruði milljarða!
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2008 kl. 10:10
Og ekki ræður hann betur við ástandið en svo:
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.10.2008 kl. 12:27
Ég er þér algerlega ósammála Guðmundur. Davíð Oddsson talaði eins og stjórnmálamaður í þessu viðtali, ekki eins og seðlabankastjóri.
Ég bendi á muninn á framgöngu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans í þessu fárviðri.
Hvorum treystir þú betur?
Gestur Guðjónsson, 8.10.2008 kl. 21:28
Gestur minn. Virðumst oftar en ekki ósammála núorðið. Ég treysti bæði
seðlabanka og frjármálaeftirliti 100% í þessu fjármálalegu hafróti. Það
var kominn tími til að seðlabankastjóri talaði til þjóðarinnar umbúðarlaust
og á mannamáli. Færi betur að fleiri gerðu það!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 22:11
Það er hlutverk forsætisráðherra og viðskiptaráðherra að gera það, ekki þess sem situr í stóli seðlabankastjóra.
Davíð gerði það aftur á móti fantavel í viðtalinu, en sleppti reyndar nokkrum óþægilegum hlutum púsluspilsins, en náði að búa til trúverðuga mynd með þeim hlutum sögunnar sem hann kaus að segja frá.
Gestur Guðjónsson, 8.10.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.