Í hvaða heimi er Gísli Marteinn ?


   Sagt er frá því á Mbl.is að Gísli Marteinn sé tortrygginn varðandi
það lán sem Rússar hafa gefið Íslendingum vilyrði um  nú  á
ögurstundu, eftir mesta efnahagslega hryðjuverkaárás, sem
ESB-ríkið Bretland gerði á Ísland í s.l víku. Í hvers konar heimi
er Gísli Marteinn eiginlega? Í heiminum er meiriháttar lánsfjár-
kreppa. Hefur það algjörlega farið framhjá Gísla Marteini? Er
nokkuð óeðlilegt við  það  að  Íslendingar leiti  til sinnar vina-
þjóðar, Rússa, þegar Íslendingar  hafa komið að lokuðum
dyrum nánast hjá öllum öðrum þjóðum utan Norðurlandanna?
Og hvað er svo að óttast Rússa umfram aðrar þjóðir? Er Gísli
Marteinn ennþá á ,,kaldastríðs skónum". ? Hefur hann ekki
enn ekki tekið eftir að hann býr í dag í gjörbreyttri heimsmynd? 
mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Heiðar Sigtryggsson

Ekki ert þú það barnalegur að trúa því að Rússar séu að gera þetta af fúsum og góðum vilja einungis. Heldurru að smáa letrið innihaldi ekki eitthvað ? Það tel ég barnalegt.

Ragnar Heiðar Sigtryggsson, 12.10.2008 kl. 10:55

2 identicon

Ég held að talsmenn frjálshyggjunnar ættu að gera sér grein fyrir því að það er þeim og þjóðinni hollast að þeir grjóthaldi kjafti á meðan þeir gera sér ekki grein fyrir því í hvaða stöðu þeir eru búnir að setja íslenskan almenning. Þeir eru ekki mennirnir sem þjóðin þarfnast ráðgjafar frá núna. 

Brynjar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:02

3 identicon

Ég held að Gísli Marteinn búi í sama heimi og ég og þú. Á nú að fara að banna fólki að spyrja spurninga? Ef það er eitthvað sem við getum lært af öllu klúðrinu þá er það að spyrja spurninga. Gott hjá Gísla að staldra við og spyrja.

Guðríður (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:03

4 identicon

Gísli viðurkennir þó að hann hafi skellt skollaeyrum við öllum viðvörunum - hann viðurkennir sekt sína. Ef ekki hefði verið fyrir ötula framgöngu minnihlutans í Borgarstjórn væri Gísli nú búinn að framselja Bjarna Ármannssyni orkuauðlindir Reykvíkinga.

Ég legg til að Gísli verði einn þeirra fyrstu sem verði tjargaðir, vellt upp úr fiðri og settir í gapastokk á Austurvelli.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:15

5 identicon

Góður punktur.  Hvar er Bjarni Ármannsson núna, nú veitir ekki a ungum framsýnum mönnum með fulla vasa fjár og talanda eins og bændahöfðingja frá miðri síðustu öld.  Er hann fluttur?

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið er nú ekki svo einfalt að kalda stríðið sé búið, heldur hefur það frekar legið í dvala. Þeir sem hafa undanfarin 8 ár unnið við að móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna eru flestir gamlir kaldastriðs-haukar með hagsmunatengsl við stórar iðnaðar- og vopnaframleiðslu samsteypur, ein sú stærsta er British Aerospace eða BAE Systems sem er NB í eigu Breta! Aðilar í þessum geira fengu talsverðan skell þegar Sovétríkin urðu skyndilega gjaldþrota og mikill niðurskurður var gerður á vígbúnaði í kjölfarið. Á meðan Clinton sat í embætti notuðu þeir svo tímann til þess að skipuleggja valdaránið sem var framið í  bandarísku forseta"kosningunum" árið 2000, og undirbúa áætlanir til að hrinda í framkvæmd "endurkomu" kalda stríðsins. Til að geta hrint þeim í framkvæmd vantaði hinsvegar nógu gott tilefni, en það birtist þeim svo á silfurfati þann 11. september 2001 og síðan þá hefur allt stefnt á einn veg. Því miður hef ég illan grun um að efnahagslega séum við komin í sömu stöðu og Georgía er komin í hernaðarlegum skilningi, við erum aðeins peð í heimspólitísku endatafli!

Guð blessi Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2008 kl. 11:23

7 identicon

Það er algjör hroki af okkar hálfu sem þjóð að hunsa álit annarra þjóða eftir allt sem á undan er gengið. Þið sem ekki takið undir þá skoðun eruð hluti af vandanum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:27

8 identicon

Bendi Jóni Garðari hér fyrir ofan á að það voru Gísli Marteinn og Hanna Birna sem stoppuðu Björn Inga og Vilhjálm Þ. frá því að selja Bjarna Ármannssyni, Jóni Ásgeiri og Hannesi Smára orkuauðlindir Orkuveitunnar. Það ber að þakka Gísla Marteini og Hönnu Birnu sérstaklega fyrir það.

Helga (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband