Tek ofan fyrir Eiriki Bergmann


   Allt getur gerst undir sólinni. Aldrei hafði ég haldið að
eiga eftir að taka ofan fyrir mesta ESB-sinna á Íslandi,
Eiriki Bergmann, prófesser á Bifröst. En í dag birtist
grein eftir hann í breska blaðinu Guardian, þar sem
hann m.a gagnrýnir bresk stjórnvöld harkalega fyrir
að hafa  sett hryðjuverkalög á saklausan íslenzkan
banka í Bretlandi, með þeim skelfilegum afleiðingum
að móðurbankinn á Íslandi, langstærsta fyrirtæki
Íslands, fór í þrot. Stórhluti þjóðarinnar varð fyrir
stórskaða, m.a vegna lífeyrissjóðanna.

  Margar spurningar vakna í þessu sambandi.  Ekki
síst varðandi regluverk ESB sem við erum hluti af,
varðandi fjórfreslið, og starfsemi fyrirtæja á markaði.
Er hægt að ÞVERBRJÓTA það á GRUNDVELLI HRYÐJU-
VERKALAGA, og svo bara BINGÓ?

  Í dag hefur aðild Íslands  að ESB ALDREI verið eins
víðsfjarri og einmitt nú. Meðan eitt af stærstu ESB-ríkja
kemst upp með það að þverbrjóta grunnregluverk ESB 
á smáþjóð með þeim stórkostlegu afleðingum sem það
hefur haft í för með sér, hljóta Íslendingar að verða frá-
hverfari ESB-aðild sem aldrei fyrr!
mbl.is Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hver hefur sagt að bretar komist upp með það?

Gestur Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gestur. Meðan íslenzk stjórnvöld eða aðrir hafa ekki kært brezk stjórnvöld
fyrir árásana hafa þeir komist upp með það hingað til. Jafnvel Brussel
sér ENGA ástæðu til að afhafast.  Væri betur ef ESB-andstæðingurinn
Guðni Ágústsson hefði ráðið för.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Við áttum að loka sendiráðinu okkar í bretlandi, vísa öllum breskum þegnum úr landi og vísa þessari nefnd sem kom frá bretlandi til baka með tilvísun í þessi hryðjuverkalög þeirra og fara STRAX í að kæra þá fyrir efnahagsárás á ísland. Núna er tími til kominn að sýna þessum lufsum hvar Davíð keypti ölið ! Bretar eru búnir að smána ísland svo mikið að þeirra aðgerð á eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir efnahag okkar og traust okkar er rúið inn að skinni næstu árin.

Sævar Einarsson, 14.10.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammala Sævar. Enginn and-þjóðleg kratavelgja!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Sammála þessari færslu þinni Guðmundur.

Það sem hefur sært mitt stolt sem Íslendingur er að Brown og Darling geri ekki greinamun á Icesaves og öðrum íslenskum fyrirtækjum. Darling sagði "they are not going to pay" og vísaði þar til Íslands ... sem varð til þess að Kaupþing varð fyrir árásum, að manni finnst, bara vegna þess að það er íslenskt fyrirtæki. 

Þetta finnst mér (án þess að hafa mikið vit á lögum) vera hrein og klár meiðyrði gagnvart íslenskum fyrirtækjum og íslensku þjóðinni.

Lilja Ingimundardóttir, 14.10.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband