Aðförin að Guðna hafin


   Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að aðförnin að Guðna
Ágústssyni formanni Framsóknarflokksins er opinberlega
hafin. Guðni upplýsir þar að hann hefði ekki haft hugmynd
um skoðanakönnun sem hópur innan flokksins lét gera um
Evrópumál og  birt var  í  gær. Hún var algjörlega  gerð af
honum forspurðum. Og niðurstaðan  ekki  einu sinni  kynnt
honum. Slíkt er fáheyrt ef ekki einsdæmi í stjórnmálum að 
formaður flokks sé niðurlægður af flokksmönnum sínum á
svo afgerandi og opinberan hátt eins og þarna hefur verið
gert. - En þarna er hópur manna sem hefur ESB-trúboðið
að leiðarljósi, og sem hefur stórskaðað ímynd flokksins á
undanförnumn árum. Hópur kringum Hallór Ásgrímsson sem
skilaði flokknum í rjúkandi rúst. Hópurinn sem ALDREI hefur
sætt sig við Guðna sem formann. Hópurinn sem vill gera
það sem eftir er af Framsókn að hjáleigu- ESB-krataflokki
við hliðina á móðurfleyinu, Samfylkingunni, með Valgerði
Sverrisdóttir í forystu.  

   Ljóst er að Framsókn er nú endanlega og opinberlega
þverklofinn flokkur. Uppgjörið fer fram á miðstjórnarfundi
flokksins í nóvember n.k. - Þar kemur fram hvor fylkingin
hefur yfirhöndina. Hvort Guðna takist að hreinsa ESB-krata-
liðið úr flokknum, eða sjálfur með öðrum þjóðhollum  fram-
sóknarmönnum gangi til líðs við þjóðlega hreyfingu Íslend-
inga, sem senn hlýtur að sjá dagsins ljós í hinni miklu upp-
stokkun sem framundan er í íslenzkum stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil taka undir með þér ekki fær Páll Magnússon mitt atkvæði hér í Kópavogi, hvorki í bæjarstjórn eða á þing. Þau vinnubrögð að ætla að fá samþykkt flokksins til að fara í könnunarviðræður við ESB er til að frýja sig allri ábyrgð, eggið kemur á undan hænunni? Eðlilegra að stjórnmálamenn kanni hvað er í boði og þjóðin kjósi þá?

ESB er þverpólitískt mál og mun kljúfa stórnmálaflokka ekki það sem er vænlegt við núverandi aðstæður. Vonandi koma þá sterk ný stjórnmálaöfl út úr því.

 Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Framsóknarflokkurinn á orðið það mörg óuppgerð mál sem lúta ríkistjórnartíð hans og mun sennileg ekki takast að gera sig trúverðugan með gömlu refunum.

Þessa ESB skoðanakönnun er í raun smámál fyrir flokkinn því að flestir flokkar eiga við svipaðan skoðanamun að etja.  

Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við hverju er að búast þegar að formaðurinn fylgir ekki stórum hluta flokksins að málum Formaður og varaformaður ekki sammála og eru ekki til lansfundarsamþykktir fyrir því að þjóðkosning um aðildarviðræður um inngöngu í ESB eigi að fara í þjóðarakvæði

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús Helgi og Benedkt. Það sem ég skil ekki. Hvers vegna gengur þessi
ESB-kratahópur sem hefur myndast innan Framsóknar ekki í Samfylkinguna? - Þar á þetta fólk heima!  Þetta fólk er búið að rústa
flokkinn undir forystu ESB-kratans Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar
Sverrisdóttir. - Alla vega er það á hreinu að ég mun ALDREI kjósa Framsókn
meðan þetta ESB-kratalið er þar innandýra.  ALDREI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.10.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

EBé-innlimunarsinnar úr þingflokki VG yrðu nú blessunarlega rýrir í roðinu, nógu fáir ásamt ósjálfstæðissinnum úr Framsókn til að geta EKKI myndað ríkisstjórn með Samfylkingu.

Guðni er greinilega óvirtur af þessum óþjóðlega lýð í hans eigin flokki, en ekki niðurlægður í reynd, því að hans er ekki sökin, það eru þessir upphlaupsmenn með moldvörpuvinnubrögðin sem niðurlægja sjálfa sig í augum flokksmanna og landsmanna með þessu.

Svo þarf að fara að kanna, hvaða prógramm er í gangi til að 'skóla' þetta lið í EBé-"fræðum" með Brusselferðum. Utanstefnur viljum vér engar hafa!

Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verður ekki kosið um hvort íslendingar eigi að hefja samninga við ESB um inngöngu í ESB.Einfaldlega vegna þess að það er ekki meirihluti fyrir því á Alþingi og verður ekki fram að kosningum 2011.Það verður heldur ekki kosið til Alþingis fyrr en 2011.Einfaldlega vegna þess að Geir hefur þingrosfvaldið og hvað sem sagt verður um Geir þá hefur hann þó vit til þess að  sjá að það versta fyrir Ísland er að steypa þjóðinni út í meira rugl en hún er nú í með kosningumEf Samfylkingin hrökklast úr ríkisstjórn og ekki tekst að mynda starfhæfa ríkisstjórn þá er það enginn spurning að forseti Íslands mun mynda utanþingsstjórn.Framsóknarmenn geta gleymt ESB fram að næstu kosningum 2011.Guðni Ágústsson á ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum.En það er fáránlegt að ætla einhverri persónu sem vill teyma okkur hjálparlaus inn ESB þegar við erum ekki í neinni aðstöðu til að semja um eitt né neitt, að verða formaður Framsóknarflokksins. sama hvað hún heitir.Og það þegar ESB hefur ekkert að bjóða okkur og við höfum enga mögukeika til að taka upp evru næstu 10 árin í það minnsta.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband