Samfylkingin undirbýr stórpólitísk átök


    Það er alveg ljóst  að  Samfylkingin undirbýr  nú  stjórnarslit
og stórpólitísk átök.  Látlausar árásir forystumanna hennar
á Seðlabankann, krafan um aðkomu Aðþjóðagjaldeyrissjóðsins
algjörlega burtséð hvaða skilyrði hann setur, andstaða gegn
Rússaláni, en þess í stað lofsöngur um ESB og evru, allt ber
þetta að sama brunni. - EKKERT er hugsað um þjóðarhag og
þjóðarsamstöðu á einum erfiðustu tímum sem íslenzk þjóð
hefur orið að ganga í gegnum. - Blind  sérhagsmunapólitík án
neinna tengsla við íslenzka hagsmuni. Enda hefur Samfylkingin
með yfirráðum sínum yfir utanríkisráðuneytinu sýnt vítaverða
óþjóðhollustu gagnvart hryðjuverkaárás Breta á íslenska hags-
muni og ímynd þjóðarinnar í samfélagi þjóðanna með AÐGERÐAR-
LEYSI sýnu. Öll málsvörn utanríkisráðuneytisins gagnvart t.d
bresku pressunni og breskum stjórnvöldum hefur til þessa verið
í molum og í skötulíki. Enda hefur nú hópur Íslendinga með teng-
ingu til Bretlands neyðst til ð stofna tiil aðgera til að bjarga ímynd
Íslands í Bretlandi. Það er engu líkara en að Samfylkingin sé
orðin ein af flokksdeildum  í breska Verkamannaflokknum. Enda
situr viðskiptaráðherra oft flokksþing breska Verkamannaflokksins.
Hinum breska flokki sem ákvað hina afdrífaríku hryðjuverkaárás á
Ísland með stórkostlegu tjóni á efnahag þjóðarinnar. - Þar er
kannski komin skýringin á aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í því
að verja íslenzka hagsmuni og málstað. Því Samfylkingin er í eðli
sínu and-þjóðlegur stjórnmálaflokkur.

   Athygli vekur að helsti hérlendi kratinn, Jón Bldvin Hannibalsson
virðist komin í heilagt stríð gegn samstarfsflokki Samfylgingarinnar
í ríkisstjórn. Froðufellir af bræði og krefst stjórnarslita ef þetta eða
hitt fáist ekki fram. Heilindi innan ríkisstjórnarinnar virðast  engin
lengur. Enda útilokar Björn Bjarnson ekki kosningar í vetur.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Held að þú hittir naglann hundrað prósent á höfuðið í þessu efni.

Jón var á fundi hjá okkur í Landssambandinu í gær þar sem nokkur hluti erindis hans fór í að tala um efnahagsmálin sem dvöl á strandstað ..... sem og hver væri að flækjast fyrir þar....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Stefanía

Ég er nú ekki viss um að Samfylkingin riði feitum hesti frá kosningum.

Stefanía, 20.10.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef nú heyrt að það verði ekkert rússalán nema þeir sjái áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum. Það hafa líka komið yfirlýsingar frá t.d. Norska seðalbankanum og ríkisstjórn að hún sé tilbúin að hjálpa en ekki fyrr en IMF hafi komið að málinu. Norski seðlabankastjórinn sagði að það væri hefð fyrir því að seðalbankar biðu eftir niðurstöðu IMF áður en þeir kæmu til skjalana. Enda verða þeir að vita að við getum á raunhæfan hátt greitt þetta til baka.

Vona síðan að samfylkingin láti brjóta á aðildarumræðum við ESB. Þegar við erum með gjaldmiðil sem engin vill sjá í viðskiptum og enga möguleika á að verja hann sveiflum þá er því sjálfhætt. Bendi á að bjór í Danmörku á Strikinu kostar nú í Íslenskum krónum um 1400 kr.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Einar G. Harðarson

Þessi stjórn er búin með máefnasamningin fyrir nokkru, svo ekkert er framkvæmt lengur nema að það sé samið um það.

Það er líka afleit stjórn þar sem stjórnandinn er ekki í stjórninni.

Einar G. Harðarson, 20.10.2008 kl. 02:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps búið að semja við IMF

FT hefur eftir heimildarmönnum að um milljarður dala muni koma frá seðlabönkum á Norðurlöndunum en restin frá Japan. Þá er tekið fram í frétt FT að ekki sé ljóst hvort Rússland sé hluti af samningnum.

Þá er tekið fram að stjórnvöld hafi enn ekki óskað með formlegum hætti eftir aðstoð en á vef FT er reiknað með því að það verði gert í dag eða á morgun.

Samkvæmt frétt FT hafa viðræður staðið yfir í nokkra daga og hafa þær aðallega snúist um þær kröfur sem IMF muni gera til íslenskra stjórnvalda í kjölfar aðstoðarinnar.

Viðræðurnar eru sagðar snúast um bankageirann, ríkisfjármál og gjaldeyrisstefnu yfirvalda. Að sögn FT hefur sjóðurinn krafist þess að sjá plön um hvernig byggja eigi upp bankakerfið á ný og hvernig bankarnir munu verða í samanburði við aðra banka í alþjóðakerfinu.

Að sögn FT hefur IMF ekki krafist áætlana um það hvort og þá hvenær bankarnir verði seldir á ný og sérstaklega er vakin athygli á því að IMF hafi ekki farið fram á einkavæðingu Íbúðalánasjóðs.

Hvað ríkisfjármál varðar hefur IMF krafið yfirvöld um aðgerðaráætlun vegna mikillar skuldsetningar hins opinbera í kjölfar hruns bankanna. Þá herma heimildir blaðsins að skuldir ríkisins verði svipaðar ársþjóðarframleiðsu Íslands sem er um 1.400 milljarðar króna en skuldir ríkisins eru litlar sem engar nú.

Þá kemur fram í frétt FT að búist er við því að fljótandi gengi verði tekið upp á ný sem fyrst og búist er við því að gengið muni styrkjast í kjölfarið.

Ekki lítur þetta út fyrir að vera neinir afarkostir hjá IMF þannig að þetta var náttúrulega rétt hjá Samfylkingu að leita til þeirra. Og það eru norðulönd og Japan sem lána okkur að mestu skv. þessu.

Þeir gera kröfur um endurskoðaða peningasetefnu. Að lög um fjármálafyrirtæki séu hert. Er það ekki það sem allir hafa talað um. Og svo þarf að endurskoða fjárhagsáætlun því eftir þetta skuldar ríkið um 100% af landsframleiðslu og þarf að borga það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband