And-þjóðleg skrif Morgunblaðsins


   Í sunnudagsblaði Morgunblaðisins birtast mjög and-þjóðleg skrif
í báðum  ritstjórnarpislum blaðsins. Í Reykjavíkurbréfinu hefur ESB-
trúboðið aldrei verið á hástemmdari nótum og einmitt nú. Því nú er
sérstaklega ákall til Sjálfstæðisflokksins um að kúvenda í Evrópu-
málum, með því að flokkurinn styðji umsókn að ESB og upptöku evru.
En sem kunnugt er þá er núverandi ritstjóri MBL félagi í Evrópusam-
tökunum sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB með þeim hörmulegu
afleðingum sem slíkt hefði fyrir land og þjóð. - Í hinum riststjórnar-
pislinum, Staksteinum, er þó gengið lengra í hinni and-þjóðlegri
lágkúru. En þar er hvatt til að bresk stjórnvöld annist loftrýmiseftir-
litið kringum Ísland í desember. Þau sömu stjórnvöld og beittu okkur
mestu efnahagslegum hryðjuverkum sem sögur fara af. Hryðjuverka-
lögum SEM ENN ERU Í GILDI, og sem fyrir löngu hefðu átt að hafa
leitt til stjórnmálasambandsslita Íslands við Bretland. - Að ákalla
hervernd Breta undir þessum kringumstæðum er svo GJÖRSAMLEGA
ÚT í hött að ekki fá orð lýst. Eða er undirlægjuhátturinn og  hin and-
þjóðlegu viðhorf engin takmörk sett ? -  Alla vega EKKI á ritstjórn
Morgunblaðsins þessa daganna.

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós þörfin fyrir ölfugan stjórn-
málaflokk sem kjósendur geta 100% treyst að muni ætið  standa
vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, þjóðmenningu og tungu, og
HAGSMUNI hins íslenzka almúga.  Almúga sem ASÍ hefur nú ENDAN-
LEGA svíkið með ESB-daðri sínu og evru, gjaldmiðli sem nú er nánast
í frjálsu falli.   
   
   

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er skrítið að ASÍ skuli leyfa sér að skipta sér af stjórnmálum fyrir hönd sinna félagsmanna, það er hneisa og skömm.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2008 kl. 01:16

2 identicon

Í hverju er þetta sjálfstæði fólgið?

Þú ert á algerum villigötum, þáttaka í alþjóðlegum samtökum hefur alltaf aukið sjálfstæði, NATO, Sameinuðu þjóðirnar...

Dettur einhverjum í hug að Danir, Svíar, Bretar og sv.fr. hafi ákveðið að fórna sínu sjálfstæði þegar þeir gengu í EB. 

Það er fráleitt að kenna þessar skoðanir við hægrisinnaðar, við sem trúum í raun frelsið erum ósammála mönnum eins og þér enda eru rök eins og þau sem þú berð á borð ekki orðin burðug og sagan nú endanlega dæmt þau. 

Eval (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eval. Miðstýrð sambönd eins og ESB hafa ætíð splundrast, ekki síst þegar
kreppir að. Evrusvæðið mun leysast upp innan skamms, því sama gengi
og sömu vextir ganga ALDREI til lengdar í jafn ólíkum hagkerfum og mynda
ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman að vita hvað sambönd haf splundrast. Ég man bara eftir Varsjárbandalaginu! Jú og svo öxulveldin í seinni heimstyrjöldinni.

Þú veist væntanlega að það eru ekki öll ríki Evrópu með evru held að það séu ekki nema 15 ríki með evru. Nokkur í viðbót eru með mynt sem er bundin evru. Svo eru nokkrar eins og Bretar með sína mynt.  En þau sem eru  evru eru ekkert að hugsa um að losa sig við hana. Bendi á að Írski forsætisráðherrann var að lýsa yfir því að hann væri feginn að vera með evru því annars væru Írar í sömu stöðu og við. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband