Þorgerður Katrín út úr ESB-skápnum


   Það er alltaf gott þegar fólk kemur hreint fram og játar
sín viðhorf og tilfinningar til manna og málefna. Það gerði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vara-formaður Sjálfstæðis-
flokksins í kvöld í þættinum á Mannamáli á Stöð 2. Þar kom
fram skýr vilji hennar til að ræða aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu í ljósi breyttra aðstæðna eins og hún orðaði
það.

  Þessi ESB-sýn Þogerðar Katrínar kemur alls ekki á óvart.
Raunar má segja að ætíð hafi runnið í æðum hennar krata-
blóð, því það var fyrir hennar verknað fyrst og fremst  að
Sjálfstæ'isflokkurinn gekk til samstarf við hina ESB-sinnuðu
Samfylkingu. Brást herfilega sínum borgaralegum skyldum
að mynda borgaralega ríkisstjórn á þjóðlegum grunni. Bjarg-
aði þar pólitískri framtíð vinkonu sinnar Ingibjargar Sólrúnar
og þar með framtíðartilveru Samfylkingarinnar. Og nú er
staðan þannig.  Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum  en
Samfylkingin nýtur góðs af öllu saman, m.a vegna þess að
hún hefur aldrei verið af heilindum í stjórnarsamstarfinu.
Og til að bæta svo gráu ofan á svart stefnir Þorgerður Kat-
rín að því að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. ESB-
yfirlýsing hennar í kvöld ber öll merki þess. Því Björn Bjarna-
son hefur sagt að taki flokkurinn þá stefnu sem Þorgerður
Katrín talar nú fyrir, muni flokkurinn klofna. 

   Allt bendir til að landslagið í íslenzkum stjórnmálum muni
gjörbreytast á næstu misserum. Allsherjar uppstokkun
verður í þeim eins og í þjóðfélaginu öllu eftir þau ósköp sem
yfir hina íslenzka þjóð hefur dunið. Í þeirri uppstokkun á
rótækur þjóðlegur stjórnmálaflokkur á mið/hægri-kanti ís-
lenzkra stjórnmála klárlega mikla möguleika. Ekki síst í
ljósi þess hvað nú er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. 

   Íslenzkur Þjóðlegur stjórnmálaflokkur! Hvenær kemur þú?

  Áfram Ísland!
 
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er nokkuð ljóst að mikil uppstokkun er að verða í íslensku þjóðfélagi eftir efnahagshörmungarnar. Þorgerður fer fyrir þeim innan Sjálfstæ'isflokksins sem eru tilbúnir að fórna fiskveiðiauðlindinni fyrir óljósa von um baunadisk eða kannski "súpu og brauð" hjá Evrópusambandinu.  Afsalið á fiskveiðiauðlindinni er augljóst en súpudiskurinn er líklega tálsýn.

Sigurður Þórðarson, 3.11.2008 kl. 00:25

2 identicon

Jájá Sigurður og Samfylkingarfólk er fólk sem aldrei hefur flakað ýsu og migið í saltan sjó....við höfum heyrt þetta hjá þér áður...........take a break....

Séra Jón (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og eru þið að halda því fram að við eigum fiskinn!!!!! Held að nokkuð ljóst að bankar hérlendis og erlendis eiga hann og útgerðafyrirtæki fá að nota hann svo fremi sem þau greiða af lánunum. Og þeir sem fengu lánin notuðu þau til að borga þeim sem voru færð fiskveiðiréttindi til að braska með 1982. Þannig að það er ekki miklu að tapa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 00:58

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guðmundur minn þú og þín "borgaralegu" öfl hljóta að þurfa áfallahjálp. Augljóst að Davíðsmenn og ættarveldin fiska ekki fyrir Sjálfstæðismenn. Guðni og þjóðrembur í Framsókn fiska ekki heldur. Fylgið hrynur af "borgaralegu" flokkunum þínum. Stjarna Þorgerðar Katrínar og stjarna Valgerðar Sverris færast ofar á himinhvelfingunni og gefa þessum flokkum von. En von þín og framtíðarsýn um einangrað og sjálfstætt eyland við heimskautsbaug á varla framtíðina fyrir sér. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.11.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Makalaus þvættingur. Mér er andskotans sama hver á kvótann
svo framarlega sem hann er í íslenzkri eigu og virðisauki hans skili sér 100% inn í íslenska hagkerfið eins og nú gerist. Ykkur ESB sinnum er hins
vegar andskotans sama þótt kvótinn lendi alfarið í hendur útlendinga og
virðisaukiinn þar með.  Landráðaplön ykkar er svvo gjörsamlega augljós.
Þið eruð að boða hérlendis til stórfeldar átaka. Borgarastyrjaldar að hætti
sturlunga. Gott og vel. Hin þjóðlegu íslenzku öfl eru tilbúin í stríðið! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 01:16

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús minn, VIÐ eigum bankana – búinn að gleyma því svona fljótt?! Ertu í alvöru kominn á þann aldur, að skammtímaminnið sé farið að bila?

Mér finnst að gervipersónur eins og "séra Jón" eigi ekki að tala upphátt svo að þjóðin heyri. 

Gott var innlegg þitt, Sigurður, kemst vel að orði, en vitaskuld á EBé fullt af súpudiskum og líka baunadiskum handa þeim, sem eru tilbúnir að þiggja hann og gefa í staðinn frá sér frumburðarréttinn til landsins. Átta þeir sig ekki á því, að það væri landhreinsun að þeim sjálfum?

Umfram allt er það, sem "í boði er", þó sýnd veiði, en ekki gefin. Það fæst t.d. engin evra sjálfkrafa með EBé-"aðild". Fjarri því. Sjá grein mína hér.

En Guðmundi Jónasi þakka ég umfram allt fyrir mjög skýra og hnitmiðaða grein, sem endar alveg ágætlega!

Jón Valur Jensson, 3.11.2008 kl. 01:17

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og þú Gunnlaugur með þína ofga-alþjóðakyggju og rasistaáróður gegn þinni eigin þjóð.  Það er sörglegt að svona öfgahyggja gegn íslenzkri
tilveru skuli heyrast í þeirri meiriháttar sjálfstæðisbaráttu sem íslenzk þjóð
háir í dag......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk kærlega fyrir innlegg þitt hér  minn kæri Jón Valur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

"En von þín og framtíðarsýn um einangrað og sjálfstætt eyland við heimskautsbaug á varla framtíðina fyrir sér," segir Gunnlaugur hér ofar við Guðmund Jónas og sýnir þar með á augljósan hátt æpandi óþjóðhollustu sína, sviksemishugarfar við það lýðveldi sem hann tilheyrir. Þeir, sem vilja Evrópusambandið, geta farið þangað – geta t.d. "notið" ÞAR evrunnar, en ekki hér, enda er ekki séns á því, að hún kæmist hér í brúk fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár og það með miklum harmkvælum. Og hvað væri svo unnið með því?! Jú, gjaldmiðill, hvers skráning og flökt og dýfur færu fyrst og fremst eftir ástandi efnahags Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu, en ekki smærri ríkja (síðar í reynd: fylkja) sem hafa allt annan atvinnuvega-strúktúr. M.a.s. hentaði evran svo stóru landi sem Spáni illa, og vegna hennar hefur verðlag hækkað mikið í Grikklandi, Portúgal, á Spáni og víðar. Svo halda sumir, að á Íslandi með þess okurhefð myndi eitthvað þveröfugt gerast!

Jón Valur Jensson, 3.11.2008 kl. 01:31

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innilegar þakkir sjálfur, minn kæri Guðmundur.

Jón Valur Jensson, 3.11.2008 kl. 01:32

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Jón við vorum að eignast bankana en á meðan að menn borga af lánum höfum við ekkert um fiskinn að segja.  Einnig skilst mér að einhver hluti af þessum lánum sé erlendur þannig að erlendir bankar eiga þá hluta af fisknum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 02:30

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þó vöruverð hafi eitthað hækkað í evru löndum, þá er það langt fyrir neðan það sem við borgum. Einnig ber þess að geta að í þessum löndum þarf fólk ekki að borga verðtryggingu af lánum, háa vexti og er ekki með verðlausa mynt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 02:32

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verðlaus er mynt okkar ekki og á eftir að ná betri stöðugleika, sannaðu til, Magnús, þegar varnar- og uppbyggingarúrræði okkar, m.a. með erlendum lánum, hafa komizt í gagnið. En verðlag á Íslandi verður aldrei það sama og í Suður-Evrópu; fámennið og farmgjöldin sjá einkum fyrir því.

1. svarsetning þín kl. 2.30 er nú ekki beinlínis angandi af rökhyggju, og ég ætla ekki að gera þér það til geðs að hlaupa á þennan ályktunarvagn með þér.

Við þurfum ekki að ganga í Tröllabandalag Evrópu til að afnema verðtryggingu af lánum eða háa vexti. Værum við að stefna á evru, yrðu við fyrst að uppfylla eftirfarandi skilyrði af sjálfsdáðum: "Langtímanafnvextir (á mælikvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa minnsta verðbólgu" (sjá Birgi Ármannsson í Mbl. 31. okt., HÉR). Og ef við getum þetta af sjálfsdáðum og ef þetta var mikilvægt markmið fyrir skuldara, þá þurfum við enga evru til þess – og þaðan af síður að afsala fullveldisréttindum okkar til þessa yfirþjóðabandalags, sem er alltaf að færa sig meira upp á skaftið og stefna að allsherjarríki, þar sem t.d. neitunarvald einstakra þjóða heyrir sögunni til og sjálf grundvallarstefnan í meginmálum eins og sjávarútvegi verður á valdi bandalagsins og endurskoðuð reglulega á 10 ára fresti – sjálfsákvörðunarréttur okkar – t.a.m. til friðunar, kvótamála, heildaraflamagns, veiðiréttar o.fl. – þar með fyrir bí, með hrikalegum afleiðingum.

Jón Valur Jensson, 3.11.2008 kl. 03:26

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég geri mér grein fyrir að sumum markmiðum til að að ganga í evru samstarfið verður erfitt að ná eins og þessi vikmörk varðandi vexti í ESB. En í dag eru vextir hér á landi miðað við verðtryggða vexti samsvarandi um 20 til 25% þ.e. verðtrygging + vextir. Og hér hafa verið 5 til 8% hærri vextir en í Evru löndum bæði á styttri og lengri lánum.

Það sem ég horfi hinsvegar til að ástandið nú þar sem reiknað er með að neysla og fjárfestingar hrapi skapi grundvöll til að vextir lækki hér snarlega á næstu mánuðum sem og að viðskiptahalli verði Jákvæður og að 2012 eða 13 getum við greitt upp skuldir að hluta þannig að við uppfyllum skilyrði fyrir að taka upp evru. Minni líka á að við kæmumst mun fyrr inn í myntsamstarf þar sem Evrópubanki yrði að hluta til bakhjarl okkar í að ná þessum markmiðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 10:52

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja Magnús Helgi reynir að vera bjartsýnn og ímynda sér, að við höfum greitt upp svo miklar ofurskuldir ríkisins svo fljótt sem 2012–13, að úr því verði leiðin greið inn í sæluland evrunnar, en annað kemst hann að raun um í þessari grein: Að veðja á vitlausan hest: Viltu EBé án evru?

Hann ætti einnig að líta til greinar Birgis Ármannssonar í Mbl. föstudag 31. okt.: Getum við sameinast um Maastricht-skilyrðin? – þar kemur glögglega í ljós, að þetta er einfaldlega ekki hægt (fyrir nú utan hversu vitlaust það væri og þjóðhættulegt). "Það að vilja vera með er ekki nóg," eins og Birgir segir. Komdu þér niður á jörðina, Magnús minn.

Jón Valur Jensson, 3.11.2008 kl. 13:06

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka þér Jón Valur að hafa staðið vaktina hér.

Númer eitt og tvö og þrju er að standa vörð um fyrirtækin og atvinnu fólks.
Stýrivaxtahækkunin nú sem ræikisstjórn Samfylkingarinnar samþykkti að
beiðni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var skelfileg og út úr öllu korti. Linkind
ríisstjórnar Samfylkingarinnar enn og aftur gagnvart erlendu valdi olli því.
Til að bjarga efnahag Íslands, fyrirtækjum og atvinnu fólks var því að
snar lækka vexti, og að setja ísl. seðla í umferð eins og sumir hagfræðingar
hafa bent á. Þ.s við höfum enn Seðlabanka og ísl. mynt getum við prentað
seðla og ýtt þannig undir eftirspurn og þennslu innan ísl. hagkerfisins.
Því þótt það kunni að leiða til einhverrar verðbólgu er hitt margfallt verra,
kreppa, bullandi atvinnuleysi og eymd. En ríkisstjórn Samfylkingarinnar
kaus stýrivaxtahækkunina sem er að hafa gríðarleg neikvæð áhrif á
atvinnustígið í dag og heimilin í landinu.

Þá er komið á daginn að bankamálaráðherra var full kunnugt fyrir mörgum
mánuðum að hverfu stefndi með bankanna. En hvorki hann né fjármála-
eftirlitið gerðu í því til að lágmarka tjónið í tíma. Þannig að sök
Samfylkingarinnar í því hvernig komið er - er gríðarlegt.

Uppgjöf Samfylkingarinnar er svo ALGJÖRT. Hrópandi á ESB og evru sem
lausn. - Sem yrði klárlega að fara úr öskunni í eldinn. Afhenda útlendingum
besti mjólkurkýrnar, auðlindirnar, og okkar dýrmæta þjóðfresli. Að það
skuli verða til menn og flokkur hér á Íslandi með slíka framtíðarsýn fyrir
íslenzka þjóð er skelfilegt, ömurleg og sorglegt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 19:55

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Stýrivaxtahækkunin nú sem ræikisstjórn Samfylkingarinnar samþykkti að
beiðni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var skelfileg og út úr öllu korti." heldur þú að Sjálfstæðismenn hafi bara ekkert komið nállægt þessu. Þeir fara jú með ráðuneyti efnahagsmála, fjármálaráðuneyti og stjórn Seðlabanka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 21:28

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú jú Magnús minn. Báðir flokkarinr eiga sök á þessu, þótt sumir Samfylkingarmenn vildu alfarið kenna Seðlabankanum um. Sem er alls
ekki rétt eins og fram hefur komið. - Þess vegna orðaði ég þetta þannig.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 21:36

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef að Seðlabankastjóri var ekki ánægður með stýrivaxtahækkun átti hann náttúrulega að segja af sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2008 kl. 21:44

20 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og Samfylkingin þar með!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband