Uppstokkun í flokkakerfinu óumflýjanleg !


   Í öllu því mikla umróti sem nú er í íslenzku samfélagi eftir
hrun bankanna og fjármálakreppu í kjölfarið, hlýtur mikil
uppstokkun að eiga sér stað. Ekki bara á atvinnu- og
efnahagssviðinu, heldur ekki síður í stjórnmálunum. Þar
hlýtur að fara fram mikið uppgjör og mikil uppstokkun.
Það sem vekur þar mesta athygli er að  sú uppstokkun
mun aðallega verða á mið/hægri kanti íslenzkra stjórn-
mála. En oftar en ekki hafa slík pólitísk uppstokkun nær
einvörðungu verið bundin við vinstri-kanntinn s.l áratugi.

  Það sem mest veldur þessari óumflýjanlegri uppstokkun
á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála í dag er klofningur-
inn í Sjálfstæðisflokknum. Enda hrynur fylgið af flokknum í
dag. Sem stjórnarflokkur í 17 ár virðast kjósendur ætla að
refsa honum hvernig komið er umfram aðra flokka. Þá eru
Evrópumálin að kjlúfa flokkinn endanlega í dag. Það sama
má raunar segja um Framsóknarflokkinn. Honum er líka
refsað hafandi verið í ríkisstjórn í 12  ár. Evrópumálin hafa
svo reynst flokknum afar erfið, og stendur flokkurinn frammi
fyrir klofningi af þeim sökum. Enda fylgið hrunið. Þá er Frjáls-
lyndi flokkurinn  ekkert að  skora í  fylgisaukningu, heldur
þvert á móti. Tiltrú á flokknum virðist því afar lítil, þótt hann
hafi aldrei tekið þátt í ríkisstjórn.

   Af þessum sökum blasir við allsherjar uppstokkun á mið/
hægri vængi íslenzkra stjórnmála. Flokkarnir þar hafa um
það ekkert val lengur. Mið-hægrisinnaðir kjósendur munu
einfaldlega krefjast þess. Taka til  sinna ráða.

  Því yrði jarðvegur fyrir róttækan mið/hægrisinnaðan flokk
mjög frjór í dag. Flokkur sem myndi sækja til þjóðlegra
sinnaðra kjósenda Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og
Frjálslyndra. Enda flokkur sem hefði það aðalhlutverk sitt
að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, íslenzka
þjóðmenningu og tungu. Höfða til borgaralegra og félags-
legra þátta í senn á þjóðlegum grunni. - Heilsteyptur og
heiðarlegur flokkur hins almenna Íslendings, er m.a legði
ríka áherslu á þjóðareign á íslenzkum auðlindum og al-
gjörum yfirráðum Íslendinga yfir þeim. Flokkur sem höfðar
til samkenndar, samhjálpar, samstöðu og samvinnu þjóðar-
innar. Manngildi ofar auðgildi. Flokkur sem vill að Ísland
standi frjálst meðal  frjálsra þjóða, en einangri sig ekki
innan ríkjasambanda eins og ESB.

   Til að fyrirbyggja miskilning er hér ekki um að ræða flokk
kynþáttar-eða þjóðernishyggju þótt hin þjóðlegu gildi og
viðhorf séu sett í öndvegi. Þvert á móti á að líta til allra
þjóða, kynþátta og menningarheima á jafnréttisgrund-
velli.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það er rett hræra öllu spillingarliðinu i einn flokk. Og lata þa alla fa hvitbok og kyrtil þa gætuð þið blekkt einhverja.

Hörður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei þvert á móti spilltur krata-Hörður. Nýtt afl, nýtt fólk,  nýtt ÍSLAND!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Talandi um framsókn. Hann fer stöðugt batnandi:

Innlent | mbl.is | 3.11.2008 | 23:57

Vilja hefja aðildarviðræður

Kjördæmisþing framsóknarmanna í suðvesturkjördæmi ályktaði með þorra greiddra atkvæða í kvöld að hefja skuli viðræður um aðild að Evrópusambandinu og um upptöku evru, að sögn Sigfúsar I. Sigfússonar, framkvæmdastjóra flokksins.

Yfir 100 manns sóttu þingið en fyrr um kvöldið greiddu 98 atkvæði í kosningu til miðstjórnar flokksins. Kosið var um sextán kjördæmissæti.

Að sögn Sigfúsar var bekkurinn þétt setinn en þingið fór fram í hátíðasal íþróttahússins á Álftanesi

Þetta er meira að segja í mínu kjördæmi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn meiri þörf á uppstokkun í íslenzku flokkakerfi Magnús. Hvers vegna
gengur ekki þetta Evro-kratalið Framsóknar ekki í Samfylkinguna? Þar á
það heima!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek fram Magnús að þegar Halldór Ásgrímsson kom með þann spádóm að
Ísland yrði orðið aðili að ESB árið 2012 sagði ég mig úr flokknum. Þannig
í Guðana bænum ekki tengja mig við þennan augljósa Evró-krataflokk í
dag! Ber þó FULLA VIRÐINGU fyrir ESB-andstæðingunum í Framsókn,
eins og Guðna Ágútssyni og Bjarna Harðarsyni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 01:03

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara flokkslaus þá?

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já Magnús minn. En studdi samt minn  gamla flokk í síðustu Alþingiskosningum eins og þú mannst. Studdi  og trúði á ÞJÓÐHYGGJU
Jóns Sigurðssonar þáverandi formanns Framsóknar og sem bauð sig fram
í mínu kjördæmi. Trúði á að Þjóðhyggja Jóns sem hann boðaði grundvölluðust á ÞJÓÐLEGUM VIÐHORFUM. Heldur betur hefur nú annað
komið í ljós hjá þeim ágæta manni sem nú er fremstur í ESB-trúboðinu.
Er því í dag landlaus hvað flokksþátttöku varðar, en tel mig samt aldrei
sem fyrr fylgja jafn sterkt minni pólitískri sannfæringu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 01:36

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við hugsum greinilega báðir í sömu átt, Guðmundur Jónas, sbr. pistil minn: HÉR VANTAR NÝJAN STJÓRNMÁLAFLOKK
, sem ég hef trúlega verið að skrifa á sama tíma og þú þessa ágætu grein þína! Ég vil þó taka fram, að sá kristilegi þjóðarflokkur, sem ég ræði um, ætti líka að höfða til vinstri manna, sem vonsviknir mega vera með verk eða verkleysi vinstri flokkanna beggja og samþykkja ekki einsýni og vanhugsaðan ákafa Samfylkingarinnar í EBé-sókninni.

Jón Valur Jensson, 4.11.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband