Gott hjá forsætisráðherra, en ekki hjá forsetanum !


   Geir H Haarde forsætisráðherra á hrós skilið að koma með þá
yfirlýsingu að Íslendingar láti hvorki  Breta eða ESB kúga sig 
varðandi lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. En allt bendir
til að Bretar og einstök ríki ESB ætli að koma í veg fyrir lánið
nema Íslendingar gangi að afarkostum Breta og Hollindinga.
Kröfum sem eru gjörsamlega út úr kortinu, auk þess að stand-
ast engar alþjóðlegar reglur eða skuldbindingar.

  Komi það í ljós eftir helgi að Bretar og ríki ESB ætla að misnota
stöðu sína í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hlýtur það að hafa víðtæk-
ar pólitískar afleiðingar. Stjórnmálasamband við Bretland væri sjálf-
krafa hætt. Viðhorf þjóðarinnar myndi gjörbreytast til ESB. Ísland
yrði í kjölfarið að leita sér nýrra vina, eins og raunar forsætisráð-
herra gaf í skyn við upphaf deilunar við Breta og beitingu hryðju-
verkalaga þeirra gegn íslenzkum hagsmunum. - Nato-aðild yrði
sömuleiðis í hættu. Því það að annað Nato-ríki beiti öðru Nato-
ríki hryðjuverkalögum er einsdæmi, og verður ekki þolað lengur.

   Forseti Íslands skuldar enn þjóðinni skýringa. Hvers vegna
hætti hann opinberri heimsókn sinni til Þýzkalnds nú í lok
október? Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir forseta að
heimsækja vinveitta öfluga þjóð þá er það einmitt á þessum
tímum. Útskýra málstað Íslands og fá stuðning, en Þýzkaland
er eitt áhrifamesta ríki ESB. - Hvers vegna aflýsti forsetinn
þessari mikilvægu heimsókn á ögurstundu?  Þjóðin á heimt-
ingu að fá svar við því !
mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar hefur sennilega verið á fundi í einkaþotunni með vini sínum að skála fyrir fjölmiðlunum sem vinur hans er að kaupa

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:28

2 identicon

Ég er sammála því að Geir hefur staðið sig afburða vel í þessu máli. Framganga forsetanns allt frá því hann gerðist fánaberi og ferðafélagi þotuliðsinns þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin hefur verið  til háborinnar skammar. Fólk hefur verið óspart að lýsa því yfir að hinn og þessi eigi að segja af sér. Stígið nú fram og krefjist þess að guðfaðirinn segi af sér og það strax.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér sýnist að hann hafi nóg að gera. Það er aldrei hægt að gera fólki til hæfis. Í fyrra var það talinn einn af kostum Ólafs að hann var að aðstoða útrásarfyrirtæki við að vinna nýja markaði. Nú er það honum að kenna. Áður var 70% af þjóðinni á móti fjölmiðlalögum og Ólafur neytaði að samþykkja þau sem átti að leiða til þjóðaratkvæðagreiðslu en stjórnin dró það þá til baka. Og nú er Ólafi kennt um það.´

Nú þegar allir eru að tala um sparnað og erfiðleika og Ólafur vill vera hér heima til að vinna með fólki þá eru allir að rífast út af því.

Fréttatilkynning
frá
skrifstofu forseta Íslands
OPINBERRI HEIMSÓKN TIL ÞÝSKALANDS FRESTAÐ
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í samráði við
ríkisstjórnina ákveðið að fresta opinberri heimsókn sinni til Þýskalands,
en hún var fyrirhuguð síðar í þessum mánuði. Forsetinn sendi Horst
Köhler forseta Þýskalands bréf þessa efnis í gær.

Sýnist að Ólafur hafi haft nóg að ger skv. þessu hér fyrir neðan frá 14 okt og

FRÉTTASAFN

06.11.2008  

Forvarnardagur - Útvarp Saga

06.11.2008  

Forvarnardagur - Húsaskóli, Varmárskóli

05.11.2008  

Dagskrá Forvarnardagsins 2008

05.11.2008  

Heillaóskir til Obama

05.11.2008  

Markaðsverðlaun ÍMARKS

04.11.2008  

Indefence

04.11.2008  

Norðurljósafélagið

04.11.2008  

Sendiherra Suður-Afríku

03.11.2008  

Vöruhönnun

03.11.2008  

Sendiherra Víetnams

01.11.2008  

Afmæli Barnahúss

01.11.2008  

Kynning á Forvarnardegi

31.10.2008  

Neyðarkallinn. Söfnun Landsbjargar

31.10.2008  

Forvarnardagurinn 2008 - Fréttamannafundur í Austurbæjarskóla

31.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Vaki

30.10.2008  

Landsleikur

30.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Útflutningsráð

29.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Prologus

28.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Landspítali-háskólasjúkrahús

28.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Borgarholtsskóli

27.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Bæjarskrifstofur Þorlákshafnar

27.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Vatnsverksmiðja

26.10.2008  

Fulltrúar á Kirkjuþingi

26.10.2008  

Hátíðarmessa

25.10.2008  

IceMUN

25.10.2008  

Háskóli Íslands: Útskrift

25.10.2008  

Kirkjuþing

23.10.2008  

Dagens Industri

23.10.2008  

Rajnish Mehra

23.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Fjölblendir

23.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Gogogic

22.10.2008  

Vettvangsheimsókn: SPRON

22.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Glitnir

21.10.2008  

Vettvangsheimsókn: Byr

21.10.2008  

Japönsk sjónvarpsstöð

21.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Hafnarfjörður

20.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Akureyri

18.10.2008  

Framhaldsskólinn á Laugum

18.10.2008  

Hugspretta - Landnám nýrra hugmynda

17.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Kópavogur

16.10.2008  

Sendiherra Írans

16.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Marel og Múlalundur

16.10.2008  

Loftslagsbreytingar - Wally Broecker

15.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: FB, HR og Hrafnista

14.10.2008  

Staða smáríkja í veröldinni

14.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Sparisjóðirnir og Mjólkursamsalan

14.10.2008  

Opinberri heimsókn forseta frestað

13.10.2008  

Kastljós

13.10.2008  

Íslenskir dagar í New York

13.10.2008  

Vettvangsheimsóknir: Sjávarútvegur og hugbúnaður

12.10.2008  

Vettvangsheimsóknir forseta Íslands

12.10.2008  

Þýsk-íslensk orðabók

12.10.2008  

Myndlistarsýning - Würth safnið

10.10.2008  

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2008 kl. 09:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Heimsferðir forsetans á liðnum árum hafa nú ekki alltaf verið
þjóðhagslegar nuðsýnlegar, þó ekki sé meira sagt. (nefni ekki allar ferðirnar
með þotuliði ,,útrásavikinganna) - Hins vegar hefði þessi Þýzkalandsför
forsetans verið okkur MJÖG nauðsynleg í ljósi aðstæðna í dag. Hvers vegna
hann fór ekki í þessa Þýzkalandsför er engin skýring á. Trú ekki á að  það
sé vegna fordóma á Bessastöðum.. Því ákvörðunin var forsetans... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það stendur í samráði við ríkisstjórn. Það gæti verið að sú ferð mundi snúast upp í deilur um skuldir bankana við þýska banka. Það verður að horfa sérstaklega til þess.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi heimsókn var löngu ákveðin.  Aflýsing hennar án haldbærra skýringa
getur virkað á okkar bestu vinarþjóð, Þjóðverja, sem móðgun. Held að
við þurfum á öllu öðru að halda í dag.  Því er þessi aflýsing út í hött og
krefst skýringa...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 09:54

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. skv. frétt á mbl.is

Þar af námu lán frá þýskum fjármálafyrirtækjum um 2.516 milljörðum íslenskra króna og voru um 28,4 prósent af öllum skuldum íslensku fyrirtækjanna.

Ekki víst að við viljum fara að ræða þessa stöðu strax

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2008 kl. 09:58

8 identicon

Hlutverk Ólafs er skýrt, leysa upp þing og ríkisstjórn.  Einn mánuður fyrir nýtt fólk að aðlagast kostar ekkert miðað við tap síðasta mánaðar og þá eyðileggingu sem þessir stjórnarherrar hafa valdið.

Strumpur (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband