Guðm.Ólafsson missir ESB-trúna


   Sá söguleigi atburður gerðist í morgunþætti Útvarps Sögu hjá
Sigurði G Tómanssyni, að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, og
mikill ESB-og evrusinni til margra ára, lýsti frati á hvort tveggja.
Sagði að með inngöngu A-Evrópuríkja í ESB væri sambandið orðið
nánast gjaldþrota, og mikill krepputími þar framundan. Þá sagði
Guðmundur það allt of langan tíma taka að Ísland tæki upp evru.
Alls konar hindranir væru í því sambandi. Í stað þess ættu Íslend-
ingar að taka upp dollar. Það tæki bara nokkra mánuði.

   Þessi yfirlýsing Guðmundar kom fram í lok þáttarins, sem verður
endurtekinn.  Vert er að vekja athygli á þessu, því Guðmundur hefur
farið fyrir öflugu ESB-trúboði á s.l árum.
mbl.is Gjaldþrotum fjölgar í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að hann hafi gleymt að geta þess þegar hann vitnaði í hvernig ríki í Suður Ameríku gerðu þetta þá var það í óþökk USA og eins þá ætti fólk kannski að taka eftir því að hann talaði um að taka upp dollar á háu gengi. Það þýðir þá líka að hér verður kaupmáttarrýrnun upp á 30 til 40%. Gaman að vita hvað fólk styngur upp á þá. Því að svo mikil launalækkun mundi nú heldur betur stuða heimili.

Vegna þessa þá vonast ég til að náist að koma krónunni í eitthvað verð áður en skipt er um gjaldmiðil hér.

Hann spurði líka í þættinum af hverju að Jón Daníels og Gylfi hagfræðingar hefðu nær ekkert látið heyra í sér um þessi mál fyrr en akkúrat núna. Hann spurði af hverju ekkert hefði heyrst í þeim fyrr en á þessu ári. Hvar voru þeir fyrir 3 árum spurði hann.

Hann vitnar í einhvern Heinz varðandi þessa hugmynd að taka upp dollar á stuttum tíma.. Á eftir að finna eitthvað um þennan mann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta eru hugmyndir nafna um dollar án þess að ég sé að taka undir það.
En hann fullyrti að upptaka dollar gæti gerst innan 2 mánaða án þess að
spyrja Bandaríkamenn að því. ´Hins vegar kom mér meiriháttar á  óvart
fullyrðing hans að ESB væri gjaldþrota og langt krepputímabil væri í
uppsiglingu innan ESB. Þetta er þvert á það sem hann hefur sagt hingað
til. -  Athyglisvert mjög af ESB-sinna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.11.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta voru góð tíðindi. Guðmundur Ólafsson er greindur og með fróðari og áheyrilegri mönnum.  Þegar ég heyrði að hann lýsa áhuga á evru þóttist ég vita að það stafaði af því að hann er ekki sérfróður um sjávarútvegsmál þó vissulega sé hann góður hagfræðingur.

Sigurður Þórðarson, 7.11.2008 kl. 21:54

4 identicon

Vill bara í þessu samhengi benda á grein sem byrt er á bloggi Sigurðar Kára og hann tók upp úr Fréttablaðinu. Fynst þetta mjög áhugavert án þess að taka frekar afstöðu til þessa máls.

http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/704450/

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband