And-þjóðfélagsleg afstaða ungra Vinstri grænna


   Ef  Ung vinstri græn láta verða af því að hvetja fólk til að
henda reikningum sínum í ruslið fyrir farman Alþingi í dag,
eru það vítaverð and-þjóðfélagsleg afstaða. Því verður
ekki annað trúað en að Steingrímur J. Sigfússon formaður
flokksins, grípi í taumanna, og komi vitinu fyrir ungliðanna.

  Ef allir færu að dæmi Ungra vinstri grænna myndi hér verða
þjóðargjaldþrot á skömmum tíma. Allt færi í endalegt strand.
Er það slíkt ástand sem Ungir vinstri grænir eru að kalla
eftir? Nú þegar peninga- og gjaldeyriskreppa varir? Er það
aðal hugsjón hinna alþjóðasinnuðu ungliða í Vinstri grænum
að keyra Ísland í endanlegt gjaldþot?

  Í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld við hagfræðing kom skýrt fram
að ef fólk í einhverju mæli hætti að borga reikninga sína
myndi það strax hafa keðjuverkandi áhrif og þjóðargjald-
þrot blasti við. Ellilífeyrisþegar myndu t.d hætta ð fá greið-
slur úr lífeyrissjóðum sínum og allt í þeim dúr.

  Auðvitað eiga margir erfitt í dag að standa í skilum. En að
hvetja almennt til vanskila og að reikningum sé hent  í
rúslið, er svo and-þjóðfélagsleg afstaða, að ekki fá orð
lýst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Tek heilshugar undir þessi þín orð, það er slæmt ef stjórnmálahreyfingar standa að slíku.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.11.2008 kl. 01:39

2 identicon

Hvað með að kynna sér málið?

(Af gefnu tilefni vilja Ung vinstri græn taka það fram að ekki er verið að hvetja fólk til að standa ekki í skilum heldur er gjörningurinn táknræn ádeila á það fordæmi sem sett er þegar að skuldir ákveðins forréttindahóps eru felldar niður en almenningur þarf enn að greiða sínar skuldir).

Sjá hér

Erlendur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Erlendur. Skif mín standa 100% Lestu sjálfur tilkynninguna að fullla. Fólk
er hvatt að koma með reikninga sína. Síðan virðist renna á þessa blessaða
and-þjóðfeálgssinnaða ungliða bakþankar.  Kunna ekki að skammast sín!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband