Bjarni Harðar snúi sem fyrst aftur á þing !


    Framsóknarflokkurinn er í dag klofinn í herðar niður. Innan
hans hafa hreiðrað um sig and-þjóðleg öfl sem hika ekki við
að stórskerða fullveldi og frelsi þjóðarinnar, með því að vilja
ganga Brusselvaldinu á hönd. Alveg ótrúlegt að þetta hafi
geta gerst innan Framsóknarflokksins. Elsta stjórnmálaflokks
Íslands, sem varð til úr íslenzkum jarðvegi og íslenzkri rót
í upphafi síðustu aldar. Eftir að Halldór Ásgrímsson fyrrver-
andi formaður hóf ESB-daðrið innan flokksins hefur fylgið og
stuðningurinn við flokkinn legið hratt niður.Sem nú hefur end-
að með flokkinn í nánast rjúkandi rúst.

   Bjarni Harðarson á heiður skilið að hafa reynt að halda uppi
hinum góðu og gildu þjóðlegum viðhorfum innan flokksins. En
nú hafa þau sjónarmið berlega verið borin ofurliði. Allt bendir
til að Framsókn endi nú sem örsmár Evrókrataflokkur við
hliðina á móðurfleyinu, Samfylkingunni. Spurning er einungis,
hvenær flokksbrotið sem eftir er sameinast Samfylkingunni
að fullu. - Því þar á þetta flokksbrot hvergi annars staðar
heima eins og komið er.

   Bjarni Harðarson hefur nú axlað sína pólitíska ábyrgð, hafi
hún nokkurn tíman verið fyrir hendi. Því liggur beinast við að
Bjarni segi sig formlega sem fyrst úr þessum augljósa Evró-
krataflokki. - Og taki sæti á Alþingi á ný. Sem utanflokka, en
málsvari nýrra tíma. Þjóðlegra  hugsjóna. Því  það  er  alveg
klárt að mikil uppstokkun er að verða í íslenzkum stjórnmálum.
Mikil átök eiga eftir að verða eftir bankahrunið mikla og í Evrópu-
málum. Flokkar eiga eftir að klofna, og allsherjar uppstokkun á
eftir að verða á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Upp úr
þeirri uppstokkun á eftir að rísa heilsteyptur þjóðlega sinnaður
stjórnmálaflokkur, með tröllatrú á frjálst ísland og íslenzka til-
veru. Innkoma Bjarna Harðarsonar á Alþingi Íslendinga yrði því
hægt að skoða sem upphaf slíkrar fjöldahreyfingar þjóðhollra
Íslendinga.  

  Áfram á þing Bjarni !  Áfram Ísland!
mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt ! Gaman að í þessu landi er einhvern sem kann að standa mannorði sýnu til sóma. Nú skal koma með ný andlit með nýju landi. Ó já, Bjarni þú mátt líka vera með 

Tommi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni er góður maður og alls góðs verðugur. Tek undir með þér, Guðmundur, að Bjarni ætti heima í öðrum og þjóðlegri flokki, ef Valgerðar- og Halldórsliðið ætlar sér að gera hallarbyltingu á flokksþinginu í marz. Bjarni gæti orðið styrk stoð í þjóðlegum flokki og Guðni raunar líka, ef hann hættir að gjalda þessu evrókratagengi í flokknum hræðslugæði eins og þau sem hann sýndi í fréttum í kvöld – þau fara honum, karlmenninu, ekki vel.

Jón Valur Jensson, 12.11.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er missir að Bjarna en ég efa það ekki að hann mun halda áfram  að ræða og rita um mál, og það skyldi þó aldrei vera að hann yrði nú í þeirri einstöku stöðu að standa enn frekar vörð um þau sjónarmið sem þú hér nefnir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband