Hættum við lán IMF


   Ljóst er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er misbeitt í pólitískum
tilgangi. Ljóst er að Íslendingar geta ekki látið draga sig á asna-
eyrunum hvað þessa lánveitingu varðar öllu lengur. Forsætisráð-
herra  hefur sagt að niðurstaða í málið verði að fást næstu daga.
Tökum af skarið, og afturköllum lánið með viðeigandi mótmælum
við málsmeðferð sjóðsins af lánaferlinu.

  Í kjölfarið á Seðlabanki Íslands að snarlækka vexti, og hefja
seðlaprentun til að stórauka eftirspurn innanlands. Örva at-
vinnulífið, en EKKI drepa það endanlega í boði Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. - Í framhaldinu látum reyna á vinveittar þjóðir
í ljósi framkomu IMF, um bráðabirgðaaðstoð  við  að koma
gjaldeyrismálum í eðlilegt hörf. - Komið verði á framfæri þau
skýru skilaboð til  umheimsins að  Íslendingar munu  ekki
láta  kúga  sig, og hafa  alla  möguleika á til að komast yfir
tímabundna erfiðleika. Bara  sú staðreynd  að  miklar líkur
eru nú taldar á að Ísland verði  orðið stórt olíuframleiðslu-
ríki innan fárra ára, sbr fréttaflutningar Stöðvar 2 undan-
farna daga, á  að styrkja stöðu Íslands mjög þegar til fram-
tíðar er litið.

   Núverandi pattstaða í tengslum við IMF er hins vegar von-
laus.  Þá pattstöðu verður nú að rjúfa! 
mbl.is Engar útskýringar á frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur vandin við þetta er að til að fyrirtæki gangi þurfa þau að geta flutt inn. Og þar sem að við fáum ekki gjaldeyri þá er það erftitt. Las meira að segja að þeir sem eru að flytja út t.d. útgerðir geymi greiðslur fyrir sölu á reikningum erlendis. Þannig að það er að ganga á þann takmarkaða gjaldeyri sem við eigum. Og við fáum ekki neitt í viðbót nema með lánum. Því engin vill skipta krónum.

Síðan hafa þeir sem benda á peningaprentun á að þvi mundi fylgja verðbólga auk þess sem að krónan mundi falla og verðbólga aukast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2008 kl. 13:14

2 identicon

Með peningaprentun myndi þetta enda eins og í Zimbabwe.

GK (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Eins og sumir virtir hagfræðingar hafa bent á í sambandi við
seðlaprentun að hún gæti hugsanlega eitthvað viðhaldið verðbólgu. En
hvað er það saman borið við fjölda aftvinnuleysi og fjölda fyrirtækja og
einstaklyega verða gjaldþrota með þessum okurvöxtum. ? Kröfur Alþjóða-
gjaleyrissjóðsins virðast gera illt miklu verra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.11.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Ég er sammála þér í þessu efni.

Það er nóg komið nú þegar af skilaboðum erlendis frá, jafnframt væri ekki úr vegi að endurskoða EES samninginn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband