Þátturinn Vikulokin á RÚV undarlegur !


   Verð  að  játa að  finnast hinn hefðbundni þáttur á RÚV,
Vikulokin í gær, harla undarlegan. Hef aldreii vitað  til  þess
að formaður flokks hafi setið þar í einkaviðtali. Og því síður
vara-formaður sama flokks í sama  þætti á  sama  tíma. Hef
aldrei áður heyrt hlustendur fá að hringja inn í þennan þátt
fyrr til að  spyrja  þátttakendur  spurninga. Hef auk  þessa
aldrey heyrt áður  tvö þáttarstjórnendur  stjórna og spyrja
í þessum þætti.

  Hef velt fyrir mér atburðarráðsinni hvernig þetta gerðist.

  Í ljósi sögulegs viðsnúnings forystu Sjálfstæðisflokksins
í Evrópumálum hringdi menntamálaráðherra sem æðsta
vald yfir RÚV, Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, í Pál Magnús-
son útvarpsstjóra, og bað hann um einaviðtal við forystu
Sjálfstæðisflokksins í þættinum í Vikulokin. Páll brást skjótt
við og fyrirskipaði Hallgrími Thorsteinssyni að verða við
slíkri beiðni. Og sér til halds og trausts fékk Hallgrímur
Vigdísi Jóhönnu Hjaltadóttir að vera með sér sem stjórn-
andi og fyrirspyrjandi. - Kannski út af ósk forystu Sjálf-
stæðisflokksins, því Vígdís kom í lokin með hina mikilvægu
spurningu um Evrópumálin, sem virðist hafa verið aðal til-
gangur viðtalsins. Það er : Að undirbúa þjóðina undir gjör-
breytta stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

  Merkileg vikulok! Stórmerkileg!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The bigot

Þú hefur væntanlega verið of upptekinn í debit og kredit til að taka eftir öllum kjósendum sem hafa verið úti að mótmæla, skrifa greinar og spyrja spurninga til að láta þér detta í hug að þáttastjórnendur hafi átt frumkvæði að þessum þætti? Of upptekinn til að sjá að helst vilja þau skötuhjú sem lengst frá kjósendum og fréttamönnum vera til að forðast þessar sömu spurningar? Of upptekinn til að sjá að óheilbrigð skynsemi kjósenda hefur verið að læknast og fylgið fellur af Sjálftöku, fyrirgefið Sjálfstæðisflokknum?

The bigot, 7.12.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrirgefðu hugleysingi bigot sem þorir ekki að koma fram undfir nafni. Get þó auðveldlega rakið tölvunúmer þitt.  Get uppýst þó þig um að vera ekki
sjálfstæðismaður.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hallgrímur var búinn að auglýsa að þátturinn yrði með öðru sniði að þessu sinni.

Sbr!! af bloggi Hallgríms á Eyjunni:

5. desember, 2008 12:21 * Ummæli (7)

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verða gestir Vikulokanna á Rás 1 í fyrramálið kl. 11-12.

Þátturinn á morgun með formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins verður með eins lýðræðislegu sniði og hugsast getur: Geir og Þorgerður Katrín svara spurningum hlustenda á beinni línu. Ótal spurningar brenna á vörum landsmanna um fall bankanna og hrikaleg áhrif þess á hag heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins, um ábyrgð stjórnvalda, forsætisráðherra, ríkisstjórnarinnar.

Ég reyni að koma sem flestum spurningum innhringjenda i loftið og ganga eftir svörum.

Innhringinúmerið verður 568-4500.

Spyrjandi í þættinum með mér verður Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þingfréttamaður RÚV.

—0—

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þetta er grundvallarbreyting á þættinum. Og hafa formann og
varaformann SAMA flokks í drottningaviðtali, augljóslega til að koma
breyttum áherslum í Evrópumálum á framfæri, er afar serkennileg tilviljun.
Getgáta mín stenst því fullkomlega!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 15:31

5 identicon

Guðmundur,

Við núverandi kjörskilyrði paranoju er ekkert skrítið að vakni hugmyndir eins og hjá þér um hvers vegna vikið var frá hefðbundnu sniði Vikuloka-þáttarins á laugardaginn. 

En svo við höldum okkur nú við veruleikann, þá er hann þessi: Upphafleg hugmynd mín, og hún var eingöngu mín, var að bregða út af vananum og fá þau Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að koma í þáttinn og svara spurningum um kreppuna á beinni línu. Ingibjörg var erlendis og kemst ekki í þáttinn fyrr en næsta laugardag, en Geir sagðist geta komið. Ég ákvað þá að hafa innhringiþættina tvo, fyrst þáttinn með Geir og öðrum sjálfstæðisþingmanni en fá Ingibjörgu Sólrúnu síðan í næsta þátt, laugardaginn 13. desember (eins og tilkynnt var reyndar í þættinum).

Getgátan þín, Guðmundur, stenst því engan veginn.

Hallgrímur Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir upplýsingarnar Hallgrímur. Þá hafa skýringar ykkar á RÚV komist
til skila, og útskýrt hina undanlegu breytingu á hinum vanabundna þætti í
vikulokin, sem vissulega vakti athygli, og það með réttu! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gott þegar viðkomandi svara fyrir sig sjálfir. En Guðmundur það eru ekki drottningaviðtöl þegar að almenningur kemur með spurningar til viðkomandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 16:50

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Magnús. En það er drottningaviðtal þegar viðkomandi er þannig stillt
upp og passað upp á umgjörðina eins og í þessu tilfelli.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband